Fréttablaðið - 11.07.2009, Blaðsíða 27

Fréttablaðið - 11.07.2009, Blaðsíða 27
Sölufulltrúar Jóna María Hafsteinsdóttir jmh@365.is 512 5473 Hugi Garðarsson hugi@365.is 512 5447 „Á laugardagsmorgun ætla ég að hefja daginn á því að búa til lumm- ur handa dóttur minni í tilefni þess að þetta er fyrsti dagurinn í sumar- fríi okkar beggja,“ segir Þuríður Helga Kristjánsdóttir, verkefna- stjóri hjá Norræna húsinu og eig- andi kaffihússins Tíu dropa. Næst á helgardagskrá Þuríðar er að kíkja á matjurtagarð sem hún og systir hennar rækta í Skamma- dal í Mosfellssveit. „Þetta er fyrsta sumarið sem við erum með slíkan garð,“ segir hún glaðlega. Kærasti systur hennar var með slíkan garð í fyrra, sem varð til þess að Þuríð- ur ræktar nú kartöflur, grænkál, rófur og fleira á um hundrað fer- metra spildu. „Salatið sprettur svo vel að við höfum varla undan að borða það. Við höfum til dæmis tvisvar í þessari viku haft aðeins salat í matinn,“ segir hún hlæj- andi. Mikið verk er fyrir höndum í dag því að sögn Þuríðar er allt á kafi í arfa. Til að slaka á eftir átök garð- yrkjustarfanna ætlar Þuríður Helga að hitta systur sínar í gróðurhúsi Norræna hússins og gæða sér á jarðarberjum, súkku- laði og kampavíni á pallinum. Gróðurhúsið er rekið sem kaffi- hús og ber heitið Kaffi Hvönn. „Útsýnið er alveg frábært úr gróðurhúsinu enda sést til allra átta. Hér er útsýni yfir mýrina og Þingholtin og hægt er að fylgjast með fuglalífinu í mýrinni,“ segir Þuríður dreymin. Í Kaffi Hvönn er boðið upp á ljúffengan ís frá Holtaseli, tertur, sörur og makk- arónur. Auk þess má nefna að þar fæst ýmislegt úr matjurtagarði Norræna hússins, þar sem rækt- aðar eru íslenskar matjurtir og kryddplöntur. Um kvöldið heldur Þuríður í matarboð hjá systur sinni Sól- veigu. „Hún er mjög frumlegur og skemmtilegur kokkur. Þar sem hún er grænmetisæta verður örugglega hráefni úr Skammadal á boðstólum,“ segir Þuríður og hlakkar til. Sunnudagurinn fer að stórum hluta í bílferð norður á Akur- eyri en Þuríður er ættuð þaðan. „Mér finnst rosalega gaman að keyra norður. Við erum dugleg að stoppa á leiðinni og fá okkur nesti,“ segir hún. Tveir nestisstað- ir eru í uppáhaldi, annar í Paradís í Borgarfirði sem er fallegt rjóður í skóginum og hinn í fallegu rjóðri í Vatnsfirði sem er að finna rétt utan við þjóðveginn. Þannig reyn- ir fjölskyldan eftir fremsta megni að komast hjá því að stoppa í yfir- fullum vegasjoppum. „Svo býst ég við nokkurs konar smáu ættarmóti á sunnudags- kvöldið þegar við komum norð- ur,“ segir Þuríður, sem ætlar að eiga góðar stundir með sínu fólki í sumarhúsi fjölskyldunnar á Hjalt- eyri við Eyjafjörð. solveig@frettabladid.is Reytir arfa í Skammadal Þuríður Helga Kristjánsdóttir verkefnastjóri hjá Norræna húsinu hefur sumarfrí sitt í dag en hefur margt á prjónunum. Helst ber að nefna matjurtarækt, slökun í gróðurhúsi og bílferð á Norðurland. Þuríður Helga í gróðurhúsi Norræna hússins þar sem rekið er kaffihúsið Kaffi Hvönn. Þar má til dæmis gæða sér á glænýjum radísum sem ræktaðar eru í Vatnsmýrinni. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN GÖNGUVIKA stendur yfir á Akureyri og í Eyjafirði fram á sunnudag. Þar eru í boði göngur bæði fyrir meðaljóninn og einnig þá sem hafa krafta í lengri og erfiðari göngur. www.visitakureyri.is • • • • • • Austurhrauni 3 210 Garðabær S. 533 3805 Mikið úrval af Seafolly sundfatnaði í stærðum 8 - 18 Dúnmjúkar BRÚÐARGJAFIR Laugavegi 176 Sími 533 2220 www.lindesign.is Við hjá Lín Design erum í essinu þegar kemur að brúðkaupsgjöfum. Vörulína okkar er hönnuð á Íslandi þar sem íslensk náttúra spilar stórt hlutverk. Allt okkar efni er sérvalið svo úr verð- ur vara sem gefur mýkt og hlýju. Brúðhjón sem eru með gjafalista hjá Lín Design fá gjöf frá versluninni ef keypt er af listanum. Hlý og persónuleg þjónusta
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.