Fréttablaðið - 11.07.2009, Blaðsíða 4

Fréttablaðið - 11.07.2009, Blaðsíða 4
4 11. júlí 2009 LAUGARDAGUR BRUNI Hið fornfræga Hótel Valhöll á Þingvöllum brann til grunna í gær. Eldurinn hófst á fimmta tím- anum og slökkvistarf var fram eftir kvöldi. Átta slökkviliðsbílar voru á staðnum, frá slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu, Selfossi og Hveragerði. Húsið er gjörónýtt. „Þetta fuðraði bara upp. Mest allt bendir til þess að eldsupptök séu úr reykháf í eldhúsinu,“ segir Úlfar Þórðarson sem tók við rekstri Hótels Valhallar í maí. Hann segir mildi að ekki hafi verið alvarleg slys á fólki. „Hótelið var rýmt um leið. Þetta gerðist allt mjög hratt og húsið fylltist fljótlega af reyk,“ segir Úlfar. Einn starfsmanna hans þurfti aðhlynningu vegna reyk- eitrunar og var fluttur á sjúkra- hús í Reykjavík. Fimm gestir voru á hótelinu þegar eldurinn kvikn- aði en búist var við margmenni um kvöldið þar sem blása átti til grillveislu með tónleikum Helga Björnssonar. Gestir í matsal Valhallar létu sér fátt um finnast þegar brunabjalla fór í gang, segir Kristján E. Gunn- arsson, forstjóri og gestur á staðn- um. Hann segir að eftir að bjallan hafi hringt öðru sinni hafi húsið loks verið rýmt. Að minnsta kosti 30 mínútur liðu frá því húsið var rýmt þar til slökkvilið kom á svæðið. Sam- kvæmt upplýsingum frá slökkviliði er sjaldnast hægt að ráða við eld í timburhúsi eftir að hann fær að geisa óheftur í svo langan tíma. Stór málverk eftir Gunnlaug Scheving og Jóhannes Kjarval prýddu eitt sinn veggi hótelsins. Þau voru hins vegar ekki seld með húsinu þegar nýir eigendur tóku við því nýverið. Starfsmönn- um tókst að bjarga einu málverki eftir Svein Björnsson og öðru eftir óþekktan málara, segir Úlfar. Hótel Valhöll var byggt árið 1898 og var árið 1929 flutt á þann stað þar sem það stóð til loka. Að flutningum loknum var hafist handa við stórfelldar breytingar á húsinu eftir teikningum Guð- jóns Samúelssonar, húsameistara ríkisins. Byggt var við það og því breytt fyrir Alþingishátíðina á Þing völlum árið 1930. Í upphaf- legri mynd var Valhöll bárujárns- klætt timburhús, um 136 fermetrar að grunnfleti. Húsið hefur verið í eigu ríkisins frá árinu 2002. Örstutt frá hótelinu var áður bústaður Bjarna Benediktssonar, þáverandi forsætisráðherra. Það hús brann 10. júlí 1970, nákvæm- lega 39 árum fyrir brunann í Val- höll í gær. Bjarni lést í eldsvoð- anum ásamt konu sinni Sigríði Björnsdóttur og barnabarni. vidirp@frettabladid.is fyrir alla sem www.gottimatinn.is góðir með grillmatnum – Tilbúnir til notkunar! Þarf í mesta lagi að setja þá í skál. H V ÍT A H Ú S IÐ /S ÍA – 0 9 -1 0 9 7 fituminnstagrillsósan! loksins fáanlegiraftur! VEÐURSPÁ HEIMURINN Vindhraði er í m/s. Hitastig eru í °C. Gildistími korta er um hádegi. Alicante Amsterdam Basel Berlín Billund Eindhoven Frankfurt Friedrichshafen Gautaborg Kaupmannahöfn Las Palmas London New York Orlando Ósló París Róm Stokkhólmur 30° 21° 21° 19° 20° 23° 20° 21° 20° 21° 27° 21° 27° 31° 18° 22° 29° 20° 16 17 15 17 17 14 16 14 14 13 14 Á MORGUN 8-13 m/s NV- og austan Vatnajökuls annars hægari Á MORGUN 3-10 m/s, stífastur austan til 21 193 2 3 3 3 4 2 3 5 6 2 1119 12 12 8 14 10 10 8 12 GÓÐVIÐRI Í dag verður hæg austlæg eða breytileg átt. Hálfskýjað eða léttskýjað og hætt við þokulofti með strönd- um norðan og austan til. Hitinn í dag verður á bilinu 14-21 stig, hlýjast til landsins á Suður- og Vesturlandi. Á morgun verður skýj- að austan til á landinu með kólnandi veðri en vestan til verður bjartviðri með hiti um eða yfi r 20 stigum til landsins. Sigurður Þ. Ragnarsson veður- fræðingur Valhöll brann til grunna Hótel Valhöll varð alelda í gær. Húsið hefur staðið á þessum stað frá Alþingishátíðinni 1930. Hótelið var slysagildra, að sögn arkitekts. Lagt var til að húsið yrði rifið vegna lélegs ástands þess í skýrslu frá 2006. STÓRBRUNI Á ÞINGVÖLLUM HRIKALEG EYÐILEGGING Slökkviliðsmenn athafna sig í rústun- um. Í bakgrunni stendur Þingvallabærinn. FRÉTTABLAÐIÐ / ARNÞÓR VERÐMÆTUM BJARGAÐ Hótelstarfsmenn bera málverk eftir Svein Björnsson á brott. FRÉTTABLAÐIÐ / ARNÞÓR EINBEITTIR AÐ STÖRFUM Slökkviliðsmenn unnu hörðum höndum en fengu engum vörnum við komið.FRÉTTABLAÐIÐ / ARNÞÓR RÚSTIR EINAR Skelfileg sjón blasir við þar sem Hótel Valhöll stóð áður eftir eldsvoða í gær. Eldur varð laus í húsinu síð- degis í gær og varð húsið alelda á um hálfri klukkustund. Eldurinn kviknaði á fimmta tímanum og sat fólk að snæðingi í borðsalnum þegar eldurinn kom upp í eldhúsi hótelsins. FRÉTTABLAÐIÐ ARNÞÓR GENGIÐ 10.07.2009 GJALDMIÐLAR KAUP SALA HEIMILD: Seðlabanki Íslands 232,9003 GENGISVÍSITALA KRÓNUNNAR 129,08 129,7 209,27 210,29 179,39 180,39 24,087 24,227 19,755 19,871 118,29 118,95 1,3912 1,3994 199,56 200,74 Bandaríkjadalur Sterlingspund Evra Dönsk króna Norsk króna Sænsk króna Japanskt jen SDR „Þetta lítur hrikalega út. Húsið er brunnið til ösku,“ sagði Helgi Björnsson tónlistarmaður þegar blaðamaður talaði við hann síðdegis í gær. Helgi átti ásamt hljóm- sveit að halda tónleika á föstudögum í allt sumar. „Þetta leit rosalega vel út. Hér streymdi fólk að og það var æðislegt veður. Allt stefndi í yndislegt kvöld,“ segir Helgi en hljómsveitin átti að spila á tónleikum um kvöldið. „Þetta var eins og bálköstur þegar ég kom um hálffimm. Mjög sorglegt er að missa þetta frábæra hús.“ . V ISTU SVARIÐ? ÁTTI AÐ SPILA Á TÓN- LEIKUM UM KVÖLDIÐ „Það skortir enn töluvert upp á að húsnæðið uppfylli gildandi kröfur um brunavarnir og gera þyrfti brunatæknilega hönnun á húsnæðinu sem og úttektir á öllum kerfum ef rekstur þess á að halda áfram í núverandi mynd.“ Þetta sagði í skýrslu sem unnin var af Þorsteini Gunnarssyni arkitekt og Ríkharði Kristjánssyni verkfræðingi árið 2006. Þar kemur fram að nýjustu hlutar hússins séu um aldarfjórðungs gamlir og standist ekki lengur nútímakröfur. Lagt var til að ann- aðhvort yrði húsið rifið og nýtt hús byggt eða framhúsið yrði varðveitt og restin rifin. Ekkert var hins vegar gert og allar aðgerðir sem grípa átti til dagaði uppi. „Það kemur fram í skýrslunni að þetta er slysagildra þannig að fyrst eldur varð laus var ég ekki hissa á þessum endalokum,“ segir Þorsteinn Gunnarsson arkitekt. SVÖRT SKÝRSLA UM HÓTEL VALHÖLL HELGI BJÖRNSSON
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.