Fréttablaðið - 29.07.2009, Blaðsíða 16

Fréttablaðið - 29.07.2009, Blaðsíða 16
 29. júlí 2009 MIÐVIKUDAGUR2 „Það gengur mjög vel,“ segir Þrúð- ur Sjöfn Sigurðardóttir, annar eig- enda Caruso, um starfsemi nýs úti- bús Caruso í Torrevieja á Spáni sem opnað var í vor. „Við vildum opna og láta þetta fara rólega af stað en höfum ekki farið í neina auglýsingaherferð,“ segir hún en bætir við að viðskiptin hafi farið ört vaxandi frá opnun. „Maðurinn minn, José Garcia, er búinn að vera úti meira og minna frá því í vor að undirbúa opnun og koma staðnum í gang,“ segir Þrúð- ur. „Við vorum búin að vera að spá í þetta í vetur, eiginlega síðan í fyrrahaust. Við fórum út í mars og skoðuðum húsnæði og þá fór allt á fullt,“ segir Þrúður en margir álitu þau hjónin djörf að hugsa um veit- ingarekstur á Spáni rétt eftir að kreppan skall á Íslandi. Þrúður segir þau hjónin hafa séð möguleika í veitingarekstri á Spáni. „Við erum náttúrlega búin að vera með Caruso hérna heima í mörg ár. Við eigum hús úti í Tor- revieja og langaði til þess að prófa að opna stað þarna,“ útskýrir Þrúð- ur sem segir að ævintýraþörfin ráði því að kona frá Íslandi, maður frá Hondúras og veitingastaður á Spáni eigi vel saman. Þrúður segir mikið um það að Íslendingar sæki staðinn heim. „Við fáum líka fullt af Bretum, Spánverjum og Norðurlandabúum en viðskiptavinum okkar fer fjölg- andi,“ upplýsir Þrúður en Caruso er veitingastaður þar sem boðið er upp á suðræna rétti og er mat- seðillinn á Spáni líkur þeim sem er á Íslandi. „Matseðillinn er á spænsku, ensku og íslensku þannig að það er æðislegt fyrir Íslendinga að geta valið sér rétti á íslensku,“ segir Þrúður en á staðnum starfar nú íslenskur kokkur, Íslendingar hafa þjónað til borðs og íslenskir tónlistarmenn skemmt gestum en um helgar er spiluð lifandi tónlist. Að sögn Þrúðar er munurinn á matarmenningu Íslands og Spán- ar sá að meira er að gera á Spáni á daginn heldur en á Íslandi. „Spán- verjar eru með síestu á milli tvö og fimm og þá fara allir saman út að borða. Við sníðum veitingarekstur- inn að menningunni í landinu.“ martaf@frettabladid.is Nýr staður með reynslu Eigendur veitingastaðarins Caruso í Þingholtsstræti opnuðu nýlega annan stað í Torrevieja á Spáni. Gengur reksturinn úti vel og hafa Íslendingar sem staddir eru á Spáni meðal annarra sótt staðinn heim. Margir koma á síestunni að borða á Caruso. MYND/ÚR EINKASAFNI Hægt er að borða inni og úti. MYND/ÚR EINKASAFNI Matsölustaðurinn á Spáni stendur við götuna Urbano Arregui, númer 78, í Torrevieja. NÝR CHEVROLET AVEO FIMM DYRA, er kominn í sýningarsal Chervrolet á Tangarhöfða. Bíllinn er með nýju útliti og meiri staðalbúnaði en sá sem er fernra dyra. Nánar á www.bilabudbenna.is. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /G VA Nýr C3 frá Citroën þykir at- hyglisverður í útliti ásamt því að skarta ýmsum spennandi nýjungum. Myndir af nýjum C3 frá franska bílaframleiðandanum Cit- ro- ën hafa vakið töluverða athygli á netinu. Er það einkum vegna hönnunar bíls- ins sem skartar áberandi fram- rúðu. Hún teygir sig hátt upp eftir þakinu og veit- ir meira útsýni en hefur hingað til fengist úr smábílum í sama flokki. Aðrar nýjungar í bílnum eru meðal annars margmiðlunarkví fyrir RD4 mp3, USB, iPod og Blá- tönn, enn þéttari hljóðeinangrun og innbyggður nemi sem heldur hita- og rakastigi stöðugu. Þá þykir ný HDi 90-vél í bíln- um umhverfisvæn en hún skilar aðeins 99 g/km af koltvísýring. Bíllinn kemur í Frakklandi í nóv- ember, en á Evrópumarkað í byrjun næsta árs. - hds Athyglisverð hönnun Bíllinn er búinn margmiðlun- arkví fyrir USB, iPod og fleira og ýmsum nýjungum. MYND/CITROËN ÁRMÚLA 42 - SÍMI 553 4236 BÍLSKÚRS OG IÐNAÐARHURÐIR • Hurðir til á lager • Smíðað eftir máli • Eldvarnarhurðir • Öryggishurðir Viðhaldsfríar ÞAKRENNUR Smiðjuvegi 4C Box 281 202 Kópavogur Sími 587 2202 Fax 587 2203 hagblikk@hagblikk.is www.hagblikk.is Varmaskiptasamstæður loftræstistokkar og tengistykki Hágæða HAGBLIKK ehf. Þegar hús eru klædd með „viðhaldsfrírri“ klæðningu er nauðsynlegt að nota „viðhaldsfríar“ þakrennur. Rennurnar frá Grövík Verk í Noregi eru gerðar úr 0,9 mm áli og tærast ekki, ryðga, né brotna. Fyrsta rennan var framleidd árið 1956 og er enn í notkun. Litir til á lager: Svartar, hvítar, rauðbrúnar og ólitaðar. A u g l. Þ ó rh ild a r 1 4 6 0 .2 4 Auglýsingasími – Mest lesið

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.