Fréttablaðið - 29.07.2009, Blaðsíða 29

Fréttablaðið - 29.07.2009, Blaðsíða 29
MIÐVIKUDAGUR 29. júlí 2009 17 timamot@frettabladid.is Kotmót Hvítasunnumanna er nú hald- ið í sextugasta skipti að Kirkjulækj- arkoti í Fljótshlíð en upphaf mótanna má rekja til þess að hvítasunnumenn í Vestmannaeyjum vildu komast burt á meðan Þjóðhátíðin stóð yfir. Þeir höfðu samband við Guðna Markús- son, bónda í Kirkjulækjarkoti, sumar- ið 1949 og báðu um leyfi til að efna til móts í Kirkjulækjarkoti um verslunar- mannahelgina. Um tuttugu Eyjamenn komu þarna saman og var ákveðið að endurtaka leikinn að ári. Það mót sóttu um 70 manns og síðan hafa mótin orðið að árlegum viðburði sem sífellt fleiri sækja. „Aðstaðan var í upphafi fábrotin og sátu menn á plönkum á milli olíubrúsa og sváfu í hlöðunni en í dag eru þarna heljarinnar mannvirki,“ segir móts- stjórinn Stefán Garðarsson. „Þarna er fjögur þúsund fermetra samkomu- hús sem áður hýsti hluta af tívolíinu í Hveragerði, gistiskáli með rúmstæð- um fyrir 120 manns, 200 manna matsal og hreinlætisaðstöðu og tjaldsvæði.“ Í dag sækja á fjórða þúsund manns hátíðina á hverju ári en þar af eru um 1.000 hvítasunnumenn. „Hátíð- in er öllum opin og hentar þeim sem sækjast eftir heilbrigðri skemmtun án áfengis. Þetta er útihátíð með kristi- legu ívafi en fólki er í sjálfsvald sett hvort það mætir á samkomur.“ Stefán segir fjölskyldufólk sækja hátíðina í miklum mæli enda er þéttskipuð dag- skrá fyrir börn og unglinga. „Á barna- mótinu styðjumst við meðal annars við minningarvers úr Biblíunni sem fjalla um að við eigum að vera góð hvert við annað og önnur undirstöðuatriði. Þá verða útisamverur, kvöldvökur, karn- ival og fleira skemmtilegt í boði fyrir börnin og fjölskyldur þeirra en á staðn- um er auk þess sjoppa, hamborgara- staður og önnur þjónusta. Í tilefni af sextíu ára mótsafmæl- inu mun bandaríski gospel-söngvar- inn André Crouch heiðra hátíðargesti með nærveru sinni en Stefán segir mikla stemningu jafnan myndast í samkomuhúsinu enda sé öllu tjaldað til hvað varðar flytjendur, ljósabúnað og hljómgæði. vera@frettabladid.is KOTMÓT HVÍTASUNNUMANNA: HALDIÐ Í SEXTUGASTA SKIPTI Heilbrigð skemmtun fyrir alla GÓÐ STEMNING Stefán segir mikla stemningu skapast á Kotmótunum enda sé öllu tjaldað til. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, Karl Bóasson fyrrverandi lögreglumaður, Rjúpnasölum 14, Kópavogi, lést á líknardeild Landakotsspítala 25. júlí sl. Útförin fer fram frá Neskirkju föstudaginn 14. ágúst nk. kl. 13.00. Halldóra Jóna Stefánsdóttir Emil Brynjar Karlsson Sigrún Sigtryggsdóttir Anna Sigríður Karlsdóttir Bjarni Rúnar Þórðarson Örn Karlsson Siriworraluck Boonsart barnabörn og barnabarnabörn. Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir og amma, Hekla Gestsdóttir Garðabraut 45, Akranesi, lést á Sjúkrahúsi Akraness sunnudaginn 26. júlí. Útför hennar fer fram frá Akraneskirkju fimmtudaginn 30. júlí kl. 15.00. Hörður Júlíusson Sigurlaug Jensey Skúladóttir Guðmundur Sigurdórsson Sigurbjörg Helga Skúladóttir Kjartan Aðalsteinsson Skúli Kristinn Skúlason Dagbjört Hannesdóttir Ásgrímur Harðarson Trausti Harðarson Elva Hrund Þórisdóttir og barnabörn. Ástkær fósturmóðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, Halldóra Ingimundardóttir Hornbrekku, Ólafsfirði, lést föstudaginn 24. júlí. Jarðarför fer fram frá Ólafsfjarðarkirkju laugardaginn 8. ágúst kl. 14.00. Marý Baldursdóttir Jón Sæmundsson Gunnar Þorvaldsson Halldóra Bjarnadóttir og barnabörn. Elskuleg móðir, tengdamóðir og amma, Alda Þórðardóttir áður til heimilis að Reynilundi 15, Garðabæ, lést á líknardeild Landspítala í Kópavogi sunnudaginn 26. júlí. Útförin fer fram frá Vídalínskirkju í Garðabæ miðvikudaginn 5. ágúst kl. 15.00. Blóm og kransar afþakkaðir en þeim sem vilja minnast hennar er bent á líknardeildina í Kópavogi. Helen Ingibjörg Agnarsdóttir Magnús Haukur Norðdahl Sigurlaug Hrönn Agnarsdóttir Magnús Magnússon Þórður Bragason Ragnhildur Sophusdóttir og barnabörn. Yndislegi eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, sonur, bróðir og afi, Karl Gíslason Bessastöðum, Norðurhúsi, Álftanesi, lést mánudaginn 20. júlí á líknardeild Landspítalans í Kópavogi. Útförin fer fram frá Vídalínskirkju í Garðabæ í dag, 29. júlí, kl. 13.00. Sigurbjörg Sigurbjörnsdóttir Sigríður Líndal Karlsdóttir Veturliði Þór Stefánsson Heiðrún Líndal Karlsdóttir Jón Arnar Jónsson Unnur Líndal Karlsdóttir Guðmunda Eiríksdóttir Súsanna Gísladóttir Einar Gunnarsson Sigríður Gísladóttir og barnabörn. Þökkum auðsýnda samúð við missi hjartkærrar móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, Stellu Stefánsdóttur Engihjalla 19, Kópavogi, sem lést fimmtudaginn 2. júlí. Sérstakar þakkir eru til þeirra sem önnuðust hana á gjörgæslu Landspítalans við Hringbraut. Jóna Karlsdóttir Stefanía Karlsdóttir Jóhannes G. Pétursson Stefán Þ. Karlsson Þóra Vilhjálmsdóttir Guðbjörg Edda Karlsdóttir Gunnar Sigurðsson Sólveig Gyða Guðmundsdóttir Gunnar Ólafsson barnabörn og barnabarnabörn. Okkar ástkæri Haukur Júlíusson Klapparhlíð 1, Mosfellsbæ, lést á krabbameinsdeild Landspítalans sunnudaginn 26. júlí sl. Útförin verður gerð frá Dómkirkjunni föstu- daginn 31. júlí kl. 13.00. Lára I. Ágústsdóttir Ingibjörg Hauksdóttir Sverrir Ólafsson Þór Hauksson Guðný María Jónsdóttir Ásgerður Hauksdóttir Þorsteinn Bjarnason barnabörn. Ástkær eiginkona mín, móðir, tengdamóð- ir, amma og langamma, Guðrún Finnbogadóttir lést mánudaginn 27. júlí að Hrafnistu Hafnarfirði. Útförin verður auglýst síðar. Helgi Elíasson Finnbogi Helgason Elísabeth Snorradóttir Guðbjörg Helgadóttir barnabörn og barnabarnabörn. Ástkær eiginmaður, faðir, tengdafaðir, afi og langafi, Júlíus Jónsson bóndi Norðurhjáleigu Álftaveri, andaðist á hjúkrunarheimilinu Klausturhólum laug- ardaginn 25. júlí sl. Útförin fer fram frá Þykkvabæjar- klausturskirkju föstudaginn 7. ágúst nk. kl. 15.00. Blóm og kransar vinsamlegast afþakkaðir, en þeir sem vilja minnast hans er bent á velunnarasjóð Klausturhóla, reikningsnúmer 0317-13-771176, kt. 700399-2739. Arndís Salvarsdóttir Salvar Júlíusson Jón Júlíusson Helga Gunnarsdóttir Gísli Þórörn Júlíusson Rakel Þórisdóttir Ragnheiður Guðrún Júlíusdóttir Kári Gunnarsson Ólafur Elvar Júlíusson Ingibjörg Einarsdóttir Jóhanna Sólveig Júlíusdóttir Birgir Arnar Steingrímsson barnabörn og barnabarnabörn. LEIKARINN STEPHEN DORFF FÆDDIST ÞENNAN DAG ÁRIÐ 1973. „Frægðin virðist spennandi en hún getur líka verið al- gjör martröð.“ Stephen er bandarískur kvik- myndaleikari. Meðal mynda sem hann hefur leikið í eru Backbeat og Blade. Friðrik VIII. Danakonungur sté á land á Íslandi þennan dag árið 1907 ásamt Haraldi prins og fríðu föruneyti. Konungur- inn og fylgdarlið hans dvaldi til 15. ágúst á landinu og ferð- aðist víða. Eftir móttökuat- höfn og viðdvöl í Reykjavík var farið ríðandi frá borginni á Þingvöll og þaðan að Gullfossi og Geysi, sem þá eins og nú þóttu meðal okkar skærustu náttúruperlna. Í bakaleiðinni var komið við í Þjórsártúni og á Selfossi. Eftir það var stigið aftur á skipsfjöl og siglt norð- ur til Ísafjarðar, Akureyrar og austur til Seyðisfjarðar. Alls staðar voru haldnar veislur kóngafólkinu til heið- urs og háfleygar ræður fluttar enda ekki algengt að svo tignir gestir væru á ferð. ÞETTA GERÐIST: 29. JÚLÍ 1907 Danakonungur heimsækir Ísland Starfsfólk Árbæjarsafns minntist konungskomunnar árið 2007.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.