Fréttablaðið - 29.07.2009, Blaðsíða 2
2 29. júlí 2009 MIÐVIKUDAGUR
Sigurjón, eruði óttalegar
Kanamellur?
„Já, í þessu ástandi höfum við
látið plata okkur í hórdóm af Einari
Bárðarsyni.“
Tvíhöfði, skipaður Sigurjóni Kjartanssyni
og Jóni Gnarr, verður á útvarpsstöðinni
Kananum í vetur. Kaninn er í eigu Einars
Bárðarsonar athafnamanns. „Ástandið“
var það kallað þegar ungar dömur létu
ginnast af hermönnum.
LÖGREGLUMÁL Tveir menn um tví-
tugt voru handteknir í Leifsstöð
eftir hádegi í gær við komuna frá
Malaga á Spáni. Þeir eru grunað-
ir um að tengjast stórfelldum fjár-
svikum og skjalafalsi gagnvart fyr-
irtækjaskrá og Íbúðalánasjóði.
Fyrir eru tveir menn, fæddir
1989 og 1990, í haldi vegna máls-
ins. Þeir voru handteknir á mið-
vikudaginn fyrir viku og úrskurð-
aðir í gæsluvarðhald. Þar hafa þeir
setið í einangrun. Gæsluvarðhald
yfir öðrum þeirra var framlengt
um viku í gær, og hefur hann kært
þann úrskurð. Varðhald yfir hinum
rennur út á morgun.
Svik mannanna voru afar
úthugsuð og flókin. Þeir tóku yfir
stjórn tveggja hlutafélaga með því
að falsa tilkynningar um breyt-
ingar á stjórnum og breytta pró-
kúruhafa til fyrirtækjaskrár. Upp
komst um mennina þegar þeir
reyndu að leika sama leik með
þriðja félagið.
Í millitíðinni höfðu þeir fals-
að kaupsamninga að fasteignum
félaganna, tekið lán fyrir kaup-
um á þeim hjá Íbúðalánasjóði og
stungið fénu undan. Svikin nema
minnst fimmtíu milljónum.
Einar Tryggvason, fulltrúi hjá
efnahagsbrotadeild Ríkislög-
reglustjóra, staðfestir að menn-
irnir tveir hafi verið handteknir
í gær. Ákveðið verður í dag hvort
krafist verði gæsluvarðhalds yfir
þeim. Einar útilokar ekki frekari
handtökur. - sh
Tveir bætast í hóp grunaðra í stórfelldu fjársvika- og blekkingarmáli:
Tveir teknir við komuna frá Malaga
LEIFSSTÖÐ Setið var fyrir mönnunum í
Leifsstöð og þeir teknir höndum.
LÖGREGLUMÁL Lögreglan tók
fimmtán ára pilt fyrir ölvunar-
akstur um helgina. Hann hafði
tekið bíl fjölskyldumeðlims í
óleyfi og farið á rúntinn ásamt
fjórum vinum sínum á svipuðu
reki.
Ökuferðinni lauk þegar pilt-
urinn missti stjórn á bílnum á
fjölfarinni umferðargötu og ók á
grindverk. Meiðsli ökumannsins
og farþega hans eru talin minni-
háttar.
Þegar lögregla tók piltinn tali
eftir óhappið kom í ljós að hann
var ölvaður og of ungur til að
hafa öðlast ökuréttindi. - sh
Ökuferð endaði illa:
15 ára ók fullur
á grindverk
FERÐIR „Það gengur mjög vel,“
segir Þrúður Sjöfn Sigurðardótt-
ir, annar eigenda veitingastaðar-
ins Caruso, um
nýtt útibú stað-
arins í Torrevi-
eja á Spáni sem
opnað var í vor.
Þrúður og eig-
inmaður henn-
ar, José Garcia,
reka Caruso og
höfðu hugsað
um að opna stað
á Spáni frá síð-
asta hausti en margir álitu þau
djörf að hugsa um útrás rétt eftir
að kreppan skall á hér á Íslandi.
„Okkur langaði bara að prófa að
opna stað þarna.“
Þrúður segir að ævintýraþráin
ráði því að maður frá Hondúras,
íslensk kona og veitingastaður á
Spáni eigi saman. - mmf / sjá Allt
Veitingahúsið Caruso í útrás:
Spænski staður-
inn gengur vel
BANDARÍKIN, AP Lögreglan í
Bandaríkjunum segir að lækn-
ir Michaels Jackson hafi gefið
honum í æð öflugt lyf, propof-
ol, sem venjulega er notað til
svæfinga á sjúkrahúsum. Þetta
lyf hafi líklega orðið honum að
bana.
Læknirinn, Conrad Murray,
hafði verið einkalæknir Jack-
sons síðan í maí. Leitað var á
læknastofu hans í gær.
Talið er að Jackson hafi notað
þetta lyf í tvö ár. Verið er að
kanna hvaða aðrir læknar hafa
gefið honum það.
Svo virðist sem lyfið hafi
verið gefið honum í æð gegn-
um slöngu á kvöldin, þegar
hann lagðist til svefns, en svo
hafi lyfjagjöfin verið stöðvuð á
morgnana þegar Jackson hafi
viljað vakna. - gb
Rannsókn á dauða Jacksons:
Svæfingarlyf
talið banamein
FYRIR UTAN LÆKNASTOFU MURRAYS
Lögreglan leitaði á læknastofu hans í
gær. FRÉTTABLAÐIÐ/AP
FÓLK Gunnlaugur Júlíusson hlaup-
ari safnaði rúmlega 1,3 milljónum
til styrktar Grensásdeild á hlaupi
sínu frá Reykjavík til Akureyr-
ar á dögunum. Hann afhenti féð í
gær og voru það Hollvinasamtök
Grensásdeildar og Edda Heiðrún
Backman leikkona sem tóku á móti
fénu.
Ungmennafélag Íslands skipu-
lagði hlaupið ásamt Gunnlaugi, en
með því vildu þau vekja athygli á
fjársöfnun Eddu Heiðrúnar fyrir
deildina. Verkefnið heitir „Á rás
fyrir Grensás“ og var Gunnlaugur
fyrstur manna til að hlaupa fyrir
átakið. Fleiri munu bætast í hópinn
þegar fram líða stundir. - þeb
Gunnlaugur Júlíusson hljóp frá Reykjavík til Akureyrar á sex dögum:
Safnaði 1,3 milljónum í hlaupi
FÉÐ AFHENT Gunnlaugur afhenti féð við
athöfn í gær. Edda Heiðrún Backman
leikkona, Hollvinir Grensásdeildar og
Helga Guðrún Guðjónsdóttir, formaður
UMFÍ, tóku á móti fénu.
FRÉTTABLAÐIÐ/GVA
FJÁRMÁL Styrking heimilda um
frystingu eigna er í skoðun og
leita á eftir auknu samstarfi við
erlend skattaskjól, segir Stein-
grímur J. Sigfússon fjármálaráð-
herra spurður um hvað standi til
hjá ríkisstjórninni varðandi fryst-
ingu eigna.
En er þetta ekki fullseint í rass-
inn gripið? „Auðvitað má segja
það enda vildum við í VG styrkja
lagaheimildirnar fyrr í vetur. Hins
vegar eru einhvers staðar krónur
hvort sem þær eru í skattaskjól-
um eða geymdar á reikningi í
nálægum löndum og að sjálfsögðu
munum við reyna að endurheimta
allt til þjóðarbúsins sem með réttu
á að koma upp í það tjón sem varð,“
segir Steingrímur.
Nýverið var sérstökum saksókn-
urum fjölgað um þrjá og fjárveit-
ingar auknar. Talið er að fjárveit-
ingar verði á endanum um 500
milljónir til embættisins. Þetta er
gert til að stórauka getuna til að
rekja þær færslur sem fóru út úr
landinu á síðustu dögunum fyrir
hrunið, að sögn Steingríms.
„Það er margt sérstakt við þetta
og það sem er að koma á daginn
eru þessi eignatengsl og hvernig
bankar lánuðu eigendum sínum.
Einnig hvernig menn færðu pen-
inga á milli í stórum stíl dagana
og vikur fyrir hrunið. Það bend-
ir til þess að þeir hafi kannski
vitað að þetta var ekki á traust-
um fótum,“ segir Steingrímur og
telur þetta jafnvel varða við brot
á laga ákvæðum um innherjaupp-
lýsingar.
Brynjar Níelsson hæstaréttar-
lögmaður segir ákvæði um fryst-
ingu þegar vera inni. Hægt sé að
kyrrsetja eigur sakborninga eftir
að rökstuddur grunur hefur vakn-
að um saknæma háttsemi. Í vetur
var lagt fram frumvarp þar sem
lagt var til að sett yrði almennt
ákvæði um frystingu.
„Það verður alltaf erfitt að skil-
greina hvað sé auðmaður og svo
var talað í frumvarpinu um að
hægt væri að frysta eignir aðila
sem væru tengdir þeim. Hvernig
ætla menn að fara að því að skil-
greina það? Eru það börn, vinir
eða makar?“ spyr Brynjar. Segir
hann hins vegar sjálfsagt að menn
kanni hvort einhverjir hafi mis-
notað innherjaupplýsingar.
„Ef einhverjir þessara auð-
manna fara í þrot þá mun þrota-
búið elta allar eignir þeirra hvar
sem þær eru. En lögfræðilega er
þetta algjör ógerningur,“ segir
Brynjar. vidir@frettabladid.is
Margt sérstakt gerðist
dagana fyrir hrun
Fjármálaráðherra segir styrkingu heimilda um frystingu eigna vera í skoðun. Segir
hann færslu peninga dagana fyrir hrun jafnvel geta varðað við innherjaupplýsing-
ar. Lögmaður segir lögfræðilegan ógerning að setja almennt ákvæði um frystingu.
GLITNIR Mikið hefur verið rætt á undanförnum dögum um endurskoðunarskýrslu
þar sem kemur fram að stjórnendur Glitnis hafi flutt hundruð milljóna úr landi rétt
fyrir yfirtöku ríkisins á bankanum. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON
STEINGRÍMUR J.
SIGFÚSSON
BRYNJAR
NÍELSSON
ÞRÚÐUR SJÖFN
SIGURÐARDÓTTIR
Vara við ólöglegum ferðum
Lögreglan á Hvolsvelli og í Vest-
mannaeyjum vill vara fólk við því að
óprúttnir aðilar muni bjóða upp á
ferðir, gegn gjaldi, á milli Landeyjar-
hafnar í Bakkafjöru og Vestmannaeyja
um þjóðhátíðina, þar sem allar ferðir
með Herjólfi og í flugi eru að verða
uppseldar.
Nokkur innbrot í borginni
Nokkur innbrot voru tilkynnt til höf-
uðborgarlögreglunnar eftir fyrrinótt.
Brotist var inn í verslunina Ranimosk
við Laugaveg en engu stolið, að sögn
lögreglu. Þá var brotist inn í geymslu-
skúr hvalaskoðunarfyrirtækisins Eld-
ingar og smáræði af peningum stolið.
LÖGREGLUFRÉTTIR
Sjö keyrðu fullir um helgina
Sjö ökumenn voru teknir fyrir ölvun-
arakstur í umdæmi lögreglunnar á
höfuðborgarsvæðinu um síðastliðna
helgi. Tveir voru stöðvaðir á laugardag
og fimm á sunnudag. Fimm voru
teknir í Reykjavík og einn í Kópavogi
og Hafnarfirði.
LÖGREGLUFRÉTTIR
Unglingsstúlkur stálu bíl
Tvær unglingsstúlkur stálu bíl á höf-
uðborgarsvæðinu á sunnudagskvöld.
Þær náðu að aka nokkurn spöl áður
en til þeirra náðist í austurborginni.
SPURNING DAGSINS