Fréttablaðið - 29.07.2009, Blaðsíða 32

Fréttablaðið - 29.07.2009, Blaðsíða 32
20 29. júlí 2009 MIÐVIKUDAGUR Þau stórtíðindi berast að Jó- hann G. Jóhannsson, lifandi þjóðsögn í íslenskri dægur- tónlist, ætli loksins að senda frá sér sólóplötu. Útgáfa er fyrirhuguð á hausti kom- anda. „Það er skrítið að halda á svona grip. Dýrasta hljóðfæri sem ég hef komist í snertingu við. Eða notað í mína tónlist. Sem þýðir þá væntan- lega að þetta er dýrasta lagið á ferl- inum. Dýrasta sólóið,“ segir tónlist- armaðurinn Jóhann G. Jóhannsson í léttum dúr. Hann er að tala um fiðluna sem Hjörleifur Valsson leikur alla jafna á. Hún kemur við sögu á væntanlegri sólóplötu Jóhanns. Fiðlan, sem er Stradivari- us frá 1732, var keypt árið 2006 af Ingunni Wernersdóttur fyrir Hjör- leif að spila á og var þá talað um að hún væri metin á 210 milljón- ir íslenskra króna. Sú tala er nú komin upp í 378 milljónir á núvirði og má tala um óðaverðbólgu á þeim bænum. „Við Pétur [Hjalte- sted] vorum að grínast með það að við gætum keypt upp alla götuna fyrir þennan grip,“ segir Jóhann. En þetta er útúrdúr. Jóhann hefur komið sér fyrir í stúdíói Péturs í Hveragerði. Og þar eru þeir félag- ar að taka upp efni á plötuna. „Ég er ánægður með þá leið sem við erum að feta. Gerum „blueprint“ af lögunum, prófum hin og þessi hljóðfæri, mótum hugmyndina og þá hóum við í músíkanta og hand- spilum þetta inn.“ Jóhann G. Jóhannsson vakti fyrst verulega athygli með hljóm- sveitinni Óðmönnum á hippatíma- bilinu. Sjálfur miðar hann upphaf- ið við það þegar hann gekk til liðs við skólahljómsveitina á Bifröst á sínum tíma. „Ég hef lengi ætlað að fara af stað með gerð sólóplötu. Árið 2004 stóð það til, í tilefni af fjörutíu ára tónlistarferli. Þá stóðu Sölvi Blöndal og Kári Sturluson fyrir því að safna saman helstu „hitturunum“, nítján lög voru gefin út í samvinnu við Skífuna og köll- uð Gullkorn. Þá þótti mér við hæfi að koma með nýtt efni. Í tilefni af sextugsafmælinu ætlaði ég að gera plötu en þetta er áhættusamt og dýrt. Og fann ekki grundvöll til að gera þetta fyrr en núna. Orðinn þetta gamall og ekki er óendanleg- ur tími. Eins gott að stökkva frek- ar en hrökkva.“ Jóhann er ótrú- lega frjósamur lagahöfundur og á hundruð laga til að velja úr. Hann segir lög í raun ný þar til þau komi út. Einn lagbútur er frá árinu 1969, þegar hann var í Óðmönnum, en svo var það ekki fyrr en árið 2002 sem hann samdi restina. „Ég kemst náttúrulega aldrei yfir að gefa nema hluta út af þessu efni. Ég hef gert, það sem ýmsir aðrir hafa ekki gert, tekið niður ýmsar klikkaðar hugmyndir, prógressívar, og ekki fyrr en nú að ég ræð við að vinna sumt af þessu efni. Sem mótast þá af tíðarandanum.“ Og eitt lag er tilbúið, sem reyndar er ekki eftir Jóhann heldur bróður hans Guð- mund Reynisson. Gamalt lag sem heitir „Taktu þér tíma“ – heldur betur viðeigandi titill. „Við fengum okkur oft aðeins úr pela fyrir tónleika í Glaumbæ og settum niður hugmyndir. Hann samdi þetta lag og bað mig að senda demó út til Bandaríkjanna í stóra söngvakeppni þar: American Song Festival. Þetta var þegar ég var í Póker. Og þetta náði að kom- ast í úrslit. Lagið hefur alltaf verið að hringla í hausnum á mér síðan. Samdi texta við það fyrir fjórtán árum. Hæggengur og langur „pró- sess“ sem ég er sáttur við,“ segir Jóhann G. Jóhannsson. jakob@frettabladid.is HVAÐ? HVENÆR? HVAR? Miðvikudagur 29. júlí 2009 ➜ Tónleikar 12.00 Kammerkór Hallgrímskirkju, Schola cantorum, flytur íslenskar og erlendar kórperlur á hádegistónleikum í Hallgrímskirkju við Skólavörðuholt. 20.00 Hljómsveitirnar Seabear og Amiina ásamt Kippa Kanínus og Magga, verða með tónleika í Bæjarbíói við Strandgötu í Hafnarfirði. 21.00 Björg Þórhallsdóttir sópransöngkona og Elísa- bet Waage hörpuleikari flytja íslensk þjóðlög ásamt söng- lögum eftir m.a. Árna Thor- steinsson og Sigvalda S. Kaldalóns á tónleikum í Reykjahlíðarkirkju í Mývatnssveit. 21.00 The Foghorns halda útgáfutónleika á Grand Rokk við Smiðjustíg. Einnig kemur fram á tónleik- unum Benni Hemm Hemm. ➜ Síðustu Forvöð Á Café Rót við Hafnarstræti 17 eru til sýnis myndverk eftir Wolfram. Sýningu lýkur á föstudag. Opið kl. 12-23.30. Arna Óttarsdóttir og Erla Silfá Hor- dvik Þorgrímsdóttir sýna verk í Gallerí Sykri í Molanum, menningar- og tóm- stundamiðstöð ungs fólks í Kópavogi. Sýningu lýkur 31. júlí. Opið virka daga kl. 9 til 17. Sýningu Jón Balvinssonar í Perlunni við Öskjuhlíð, lýkur 31. júlí. Opið alla daga kl. 10-21. ➜ Leikrit 18.00 Leikhópurinn Lotta sýnir Rauð- hettu, nýtt íslenskt leikrit með söngvum þar sem blandast saman ævintýrin Rauðhetta, Grísirnir þrír og Hans og Gréta. Sýningin fer fram í dag í Elliðaár- dal í Indíánagili. ➜ Leiðsögn 15.30 Anna Þorbjörg Þorgríms- dóttir safnstjóri verður með leið- sögn um Nesstofu þar sem hún segir frá húsinu og fyrirhugaðri upp- byggingu safnasvæðis í Nesi. Nesstofa er opin alla daga í sumar kl. 13-17 og aðgangur er ókeypis. Nískupúkinn verður haldinn hátíðlegur á ölhúsinu Bakkusi nú um verslunarmannahelgina. Jón Pálmar Sigurðs- son, einn eigenda skemmtistaðar- ins, segir Nísku- púkann vera fyrir alla þá sem ekki fara út á land um helgina. „Það er ekki beint föst dagskrá hjá okkur en hljómsveit- in DLX ATX mun leika og einnig mun Krakkbot taka nokkur lög,“ segir Jón Pálmar og bætir við að enn eigi fleiri hljómsveitir eftir að bætast við. „Það verður ókeypis inn og ódýrar veigar í boði fyrir gesti. Annars vona ég bara að sem flestir láti sjá sig og að stemningin verði góð,“ segir Jón Pálmar. - sm Nískupúkar um helgina Hljómsveitin Jeff Who? hefur bæst við dagskrá Innipúkans um versl- unarmannahelgina í ár, en dagskrá- in er sífellt að taka á sig nýja mynd. Þá hefur Amiina ásamt Kippa Kan- ínus og Magnúsi Trygvasyni Eli- assen, Swords of Chaos og For a Minor Reflection einnig staðfest að þau muni spila á hátíðinni. Eins og áður hefur komið fram skiptist dagskráin niður á tvo staði, Batteríið og Sódómu. Sing for me Sandra opnar hátíðina á Batteríinu á föstudagskvöld en þeim fylgja Morðingjarnir, Me, the Slumbering Napoleon ásamt Svanhvíti, Sin Fang Bous og Sudd- en Weather Change. Dagskrá Batt- erísins endar á Jeff Who? Á Sódómu sama dag spila Báru- járn, Bróðir Svartúlfs, Benni Hemm Hemm, Sykur og Agent Fresco lýkur kvöldinu með tón- leikum klukkan hálf tvö. Á laugardeginum fylla Dikta, Seabear, Gylfi Ægis og Jóhanna og Stórsveit Nix Noltes Sódómu. Á Batteríinu sama kvöld eru hins vegar K-Tríó, Swords of Chaos, Borko, Singapore Sling, Retron og loks FM Belfast. Kvöldin enda því með miklum dansi, hvorum megin sem dvalið er. Á sunnudag er því svo tekið rólega, Amiina og félagar hefja kvöldið á Sódómu. Sigríður Thorl- acius & Heiðurspiltar taka svo við en Megas & Ólöf Arnalds slá botn- inn í dagskrána. Á Batteríinu er stemningin ekki alveg eins lág- stemmd, Pascal Pinon, For a Minor Reflection, Hjaltalín og loks hip- hop-sveitin dularfulla, Fallegir menn, sjá um skemmtunina þar. Dagskrá hátíðarinnar er birt með fyrirvara um breytingar. - kbs Jeff Who? á Innipúkanum LÍKA INNIPÚKAR Jeff Who? rífur þakið af Batteríinu á föstudagskvöldið. JÓN PÁLMAR SIGURÐSSON. DÝRASTA LAG JÓA G. JÓHANN OG HJÖRLEIFUR MEÐ STRADIVARIUSINN Ferill Jóhanns er orðinn langur, hæggengur á stundum sem Jóhanni líkar vel, og nú er að hrökkva eða stökkva. KYNNTU ÞÉR SÝNINGARTÍMA Á SELFOSSI OG Í KEFLAVÍK Á WWW.SAMBIO.IS T.V. KVIKMYNDIR.IS TRYGGÐU ÞÉR MIÐA Í TÍMA! STÆRSTA BÍÓOPNUN ÁRSINS, YFIR 35.000 GESTIR „Dazzlingly well made...“ Variety - 90/100 „Hún var FRÁBÆR!“ New York Magazine – 90/100 58.000 GESTIR! SANDRA BULLOCK RYAN REYNOLDS TRYGGÐU ÞÉR MIÐA Í TÍMA Á FYNDNUSTU RÓMANTÍSKU GAMANMYND ÁRSINS! ANDREW ÞOLIR EKKI YFIRMANN SINN. EN TIL AÐ FÁ STÖÐUHÆKKUN ÞARF HANN AÐ TAKA BÓNORÐI HENNAR BÓNORÐIÐ „ “ HERE COMES THE BRIBE... HYSTERICAL! H RIOTOUSLY FUNNY! THE PROPOSAL kl. 8 - 10 L HARRY POTTER 6 kl. 7 10- 7 THE PROPOSAL kl. 3:15D - 5:30D - 8D - 10:30D L THE PROPOSAL kl. 3:15 - 5:30 - 8 - 10:30 VIP HARRY POTTER 6 kl. 4 - 5 - 7 - 8 - 10:10 10 BRUNO kl. 8 - 10:30 14 THE HANGOVER kl. 3:40 - 5:50 - 8 - 10:30 12 TRANSFORMERS 2 kl. 5 10 THE PROPOSAL kl. 3:20D - 5:40D - 8D - 10:20D L HARRY POTTER 6 kl. 5:30D - 8:30D 10 BRUNO kl. 8 - 10:10 14 THE HANGOVER kl. 4 - 6 12 NÝTT Í BÍÓ! SÍMI 564 0000 14 14 16 16 12 L L 10 EXTREME MOVIE kl. 4 - 6 - 8 - 10 EXTREME MOVIE LÚXUS kl. 4 - 6 KARLAR SEM HATA KONUR kl. 5 - 8 - 10.50 KARLAR SEM HATA KONUR LÚX kl. 8 - 10.50 BALLS OUT kl. 8 - 10.10 ÍSÖLD 3 3D ÍSLENSKT TAL kl. 3.30 - 5.45 D ÍSÖLD 3 ÍSLENSKT TAL kl. 3.30 - 5.45 TRANSFORMERS 2 kl. 8 - 10.50 SÍMI 462 3500 KARLAR SEM HATA KONUR kl. 6 - 9 ÍSÖLD 3 ÍSLENSKT TAL kl. 6 MY SISTERS KEEPER kl. 8 LESBIAN VAMPIRE KILLERS kl. 10 16 L 12 16 16 14 12 L L KARLAR SEM HATA KONUR kl. 6 - 7.30 - 9 - 10.30 B13 - ULTIMATUM kl. 8 - 10.10 MY SISTERS KEEPER kl. 8 - 10.20 ÍSÖLD 3 ÍSLENSKT TAL kl. 5.50 BJÖRK: VOLTAIC kl. 6 SÍMI 530 1919 16 12 16 L 14 KARLAR SEM HATA KONUR kl. 5.30 - 7 - 8.30 - 10 MY SISTERS KEEPER kl. 5.40 - 8 THE HURT LOCKER kl. 10.20 ICE AGE 3 ENSKT TAL M/ÍSL. TEXTA kl. 5.50 - 8 ANGELS & DEMONS kl. 10.10 SÍMI 551 9000 S.V. MBLÓ.H.T., Rás 2Heimir og Gulli Bítið á Bylgjunni. - bara lúxus Sími: 553 2075 EXTREME MOVIE kl. 6, 8 og 10 14 FIGHTING kl. 8 og 10.10 14 HARRY POTTER kl. 4, 7 og 10 10 ÍSÖLD 3 - Íslenskt tal kl. 4 og 6 L ÍSÖLD 3 - 3D - Íslenskt tal kl. 4 L „Í Fighting er alvöru harka og frábærir leikarar.“ - Boston globe STÆRSTA KVIKMYNDASERÍA ALLRA TÍMA ER KOMIN Í BÍÓ! SÝND MEÐ ÍSLENSKU TALI

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.