Fréttablaðið - 29.07.2009, Blaðsíða 20

Fréttablaðið - 29.07.2009, Blaðsíða 20
 29. JÚLÍ 2009 MIÐVIKUDAGUR4 ● fréttablaðið ● verslunarmannahelgin Akureyri 18 ára Áning 20 ára Ásgarður við Hvolsvöll 25 ára Fossatún 20 ára Grindavík 18 ára Hallormsstaðaskógur 18 ára Hellishólar 25 ára Hrafnagil, Eyjafjarðarsveit 20 ára Húsafell 18 ára Langbrók, Fljótshlíð 20 ára Laugarvatn 18 ára T-Bær, Selvogi 25 ára Reykholt 25 ára Snorrastaðir 25 ára Úthlíð 20 ára Áður en lagt er af stað í útilegu yfir helgina er vert að athuga með aldurstakmörk inn á tjaldsvæðin en þau geta verið mismunandi. Hér til hliðar hafa verið tekin saman helstu aldurstakmörkin og því ætti engum að verða vísað frá sökum aldurs. Flest þessara tjaldsvæða vilja fjölskyldufólk með börn sem útskýrir hátt aldurstakmark, en þó er fjölskyldufólk undir settu ald- urstakmarki velkomið. Vert er að minna fólk á að fara eftir reglum tjaldsvæðanna, en tjaldverðir áskilja sér rétt til að vísa fólki frá gerist það uppvíst að broti á reglum. - hds Brýnt að fylgja settum reglum Aldurstakmörk inn á tjaldsvæði Víða er boðið upp á fjöl- skylduvæna dagskrá um verslunarmannahelgina í ár á skipulögðum útihátíðum. Á Sæludögum í Vatnaskógi og Unglingalandsmóti Íslands á Sauðárkróki er þó líklega ríkust áhersla lögð á vímuleysi hátíðargesta. „Tilefni Sæludaga er að halda eft- irsóknarverða hátíð án allra vímu- efna þar sem höfðað er til ólíkra aldurshópa,“ segir sr. Jón Ómar Gunnarsson, einn af skipuleggj- endum Sæludaga í Vatnaskógi. Sú hátíð er haldin nú í 19. skipti og sr. Jón Ómar býst við 1.000 til 1.200 manns. „Margir skreppa hing- að dagsferðir en dvelja ekki allan tímann, enda stutt úr bænum. Það horfir vel með veður á okkar horni sem gæti aukið aðsóknina en við tökum samt ekki endalaust við,“ segir hann. Dagskráin verður fjölbreytt og aðstaðan í Vatnaskógi nýtt á skemmtilegan hátt, til dæmis standa bátar og kassabílar öllum opnir, ásamt fleiri leiktækjum og á íþróttavellinum verða leikar iðk- aðir. Íþróttahúsið verður vettvang- ur margs konar dagskráatriða, svo sem tónleika og fjölskylduguðs- þjónustu með léttu sniði. Þar verða einnig kvöldvökur með blönduðum atriðum. Auk þess verður margt í boði til að auðga andann. Verð á hátíðina er 3.500 krónur en hægt er að kaupa dagspassa á 2.000 og börn undir tólf ára frá frítt inn. Á Unglingalandsmótinu á Sauð- árkróki stefnir í mesta fjölda á slíku móti frá upphafi að sögn Ómars Braga Stefánssonar, starfs- manns UMFÍ. „Við vorum að loka skráningu og höfum aldrei séð aðrar eins tölur. Keppendur eru um 1.500 en í fyrra voru þeir um eitt þúsund. Þeim fylgir svo fjöldi fólks þannig að varlega áætlað verða hér um 10.000 manns.“ Ómar segir að- stöðuna á Sauðárkróki góða, nóg pláss á tjaldstæðum, leiktækja- garð fyrir börnin og skipulagðar gönguferðir fyrir foreldra. „Það er bara keppandinn sem borgar fyrir þátttökuna en aðrir í fjölskyldunni fá fría aðstöðu. Það fær mjög já- kvæðar undirtektir.“ Bogfimi og strandblak verða tvær nýjar sýn- ingargreinar á mótinu en annað er meira hefðbundið. Glímufólk verð- ur áberandi á svæðinu því lands- liðið í glímu verður með æfing- ar meðan á mótinu stendur. For- setahjónin mæta á mótið og verða meðal annars viðstödd setningar- athöfnina á föstudagskvöld. Færeysk stórhátíð verður á Stokkseyri alla helgina frá fimmtu- degi fram á mánudag. Um tuttugu listamenn frá Færeyjum munu þar skemmta gestum í bland við frum- byggja með færeyskri tónlist, döns- um og landsleik án landsliðsmanna. Meðal frænda okkar frá Færeyjum má nefna Jógvan Hansen og Simme sem gerði Rasmuslagið ódauðlegt. Söfn, sýningar, töfragarður og gall- erí verða opin alla helgina og varð- eldur í fjörunni, fjöldasöngur með Labba og flugeldasýning er meðal viðburða. Ekki má gleyma tónleik- um sem nefnast Heygar og Dreyg- ar og Álvastakkur með færeysk- um listamönnum né heldur atrið- inu Föroyskur dansur sem verður í hávegum. - gun Á fjölskylduvænan máta Góð stemning skapast jafnan á kvöld- vökum sæludaga í Vatnaskógi. Hér fylgist fólk með hæfileikakeppni. Sjarmörinn Jógvan er meðal þeirra fær- eysku listamanna sem taka Stokkseyri fram yfir Ólafsvökuna þessa helgi. ● ÖLLU TJALDAÐ TIL Í ÞRASTALUNDI „Hér verður hoppkastali og ferðaleikhús fyrir börnin. Við vorum að stækka pallinn um 100 fermetra og verð- um með garðskraut og fleira flott til sýnis. Svo verður veglegt steikarhlaðborð alla daga,“ segir Mark Brink, vert í Þrastalundi, þar sem haldin verður hátíð um verslunarmannahelgina í annað skipti. „Við héldum þetta fyrst í fyrra og gekk svo vel. Þá var uppselt á dansleikinn með Milljarðamæringun- um svo það lá beinast við að halda hátíðina aftur,“ segir Mark, en í ár munu Sigga Beinteins og Stjórnin halda uppi fjörinu ásamt Bjarna Ara. „Við höldum hátíðina svo fólkið á svæð- inu í kring komist á dansleik, það er nú ekki oft að ég held. Það var gífurlega gaman í fyrra og við erum með frábæra skemmti- krafta og við vonum að sem flestir mæti.“ - hds Íslenski fáninn og hvít- bláinn blakta við húna á hátíðlegri setningu unglingalandsmótsins. ÍS L E N S K A S IA .I S S F G 4 20 40 0 4. 20 08 ● AFTUR TIL FORTÍÐAR „Venju samkvæmt verður mikið um að vera hérna, þar á meðal glæsilegir dansleikir, tívolí, sýningar og svo munu Þorgeir Ástvalds og Raggi Bjarna lesa kveðjur til sjómanna,“ segir Gísli Rúnar Gylfason, framkvæmdastjóri Síldarævintýrisins á Siglu- firði, sem fer fram dagana 31. júlí til 2. ágúst. Að sögn Gísla er tilgang- urinn meðal annars að fá gesti til að endurupplifa stemninguna sem ríkti þegar Siglufjörður var síldahöfuðstaður heimsins. „Við viljum að fólk upplifi þetta að okkar hætti og höfum fengið úrvalslið heima- manna til að troða upp, þótt einnig komi fram skemmtikraft- ar að sunnan á borð við hljóm- sveitirnar Buff og Papa,“ bendir hann á og bætir við að hægt sé að nálgast dagskrána á www. sildaraevintyri.fjallabyggd.is. - rve „Við höfum tekið eftir því að umræðan er meiri en áður. Karl- menn virðast heldur ekki lengur vera eins viðkvæmir fyrir því að ræða þetta,“ segir Haukur Valdimarsson, talsmaður karla- hóps Femínistafélagsins, um ár- angurinn sem hlotist hefur af forvarnarstarfinu Karlmenn segja NEI við nauðgunum. Karlahópurinn hefur stað- ið fyrir átakinu síðan árið 2003. Ekki verður gerð undantekn- ing þetta árið þar sem Reykja- vík er fyrsti viðkomustaður. „Við verðum fyrir utan Ríkið, BSÍ og flugvöllinn, þar sem við ætlum að minna á þetta málefni og selja boli, barmmerki og lím- miða. Tilgangurinn er að ná til sem flestra áður en þeir fara út úr bænum,“ segir Haukur og bætir við að stefnan sé svo sett á Akureyri og hugsanlega Vestmannaeyjar. „Ég vil þó ítreka að við erum fyrst og fremst í forvarnarstarfi en erum ekki þjálfaðir í að taka á málum fórnarlamba nauðgana. Hins vegar getum við leiðbeint þolendum til réttra aðila.“ - rve Opnari umræða Haukur segrir átakið Karlmenn segja NEI við nauðgunum hafa skilað góðum árangri. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.