Fréttablaðið - 29.07.2009, Blaðsíða 15
Sölufulltrúar Jóna María Hafsteinsdóttir jmh@365.is 512 5473 Hugi Garðarsson hugi@365.is 512 5447
GB FERÐIR bjóða upp á ótakmarkað golf á Celtic Manor
Resort á Bretlandi, þar sem Ryder Cup-keppnin verður
haldin á svæðinu á næsta ári. Nánari upplýsingar á www.
gbferdir.is.
„Það heitir sjöþraut sem ég keppi
yfirleitt í en í Finnlandi tók ég
bara þátt í langstökki og kúlu-
varpi,“ segir hin 17 ára Svein-
björg aðspurð. Hún er nýkomin
heim til Hornafjarðar eftir góða
ferð til Finnlands þar sem hún
upplifði meðal annars að afhjúpa
ólympíuhring. „Ég gerði það fyrir
Íslands hönd,“ segir hún. „Það var
mikill heiður fyrir mig en ég átt-
aði mig kannski ekki á því fyrr
en eftir á. Þarna voru samt marg-
ir tignir gestir.“ Sveinbjörg segir
hringinn hafa verið einn af mörg-
um í sérstökum ólympíugarði sem
geymdur verður sem minnisvarði
um ólympíuhátíð Evrópuæskunn-
ar sem haldin var í þriðju stærstu
borg Finnlands, Tampere. „Ég bjó
reyndar í ólympíuþorpi og fór ekki
mikið út fyrir það þannig að ég var
eins og í litlum bæ en það sem ég
sá af Finnlandi var flatlendi og
mikill skógur, ólíkt Íslandi.“
Sveinbjörg var nýkomin frá Ítalíu
þegar hún hélt til Finnlands. „Ég
rétt komst heim til að setja í þvotta-
vél áður en ég fór af stað aftur,“
segir hún og lýsir tildrögum Ítalíu-
ferðarinnar. „Ég lenti í þriðja sæti
í sjöþraut á Norðurlandameistara-
mótinu sem var haldið í Kópavogi
í sumar og ávann mér þar með
rétt til að keppa á heimsmeistara-
móti unglinga á Ítalíu. Var búin
að ná lágmarki á hátíðina í Finn-
landi áður og bjóst bara við að fara
þangað en HM kom inn í myndina
tveimur vikum fyrir mót.
Móðir Sveinbjargar, Guðrún Ing-
ólfsdóttir, er jafnframt þjálf-
ari hennar enda frækin frjáls-
íþróttakona. Hún fylgdi dótturinni
til Ítalíu og faðirinn Zophonías
Torfason líka sem fararstjóri. „Við
vorum í Brassanone, það er álíka
stór bær og Akureyri og er í Ölp-
unum, rétt við svissnesku landa-
mærin. Ég hef ferðast svolítið um
Ítalíu áður en þetta var fallegasti
staður sem ég hef komið á þar, með
miklum gróðri og þægilegu veður-
fari,“ lýsir Sveinbjörg. „Hitinn fór
í 25 gráður á daginn og niður í 15
á kvöldin. Mér fannst þægilegt að
keppa í þessum hita. Hér heima er
ég vön að þurfa að vera á hreyf-
ingu til að stífna ekki upp en þarna
þurfti þess ekki. En auðvitað varð
ég að drekka meira því ég fann að
ég gat orðið orkulaus annars.“
Strax á öðrum degi eftir heimkom-
una er Sveinbjörg komin til vinnu
sinnar á gistiheimilinu Ásgarði
og ekki sleppir hún heldur æfingu
þó svo bæði heimsmeistaramót og
ólympíuhátíð séu að baki.
gun@frettabladid.is
Afhjúpaði ólympíuhring
Sveinbjörg Zophoníasdóttir er engin kyrrsetukona. Hún æfir frjálsar íþróttir með góðum árangri og var
ekki fyrr komin af heimsmeistaramóti á Ítalíu en hún hélt á ólympíuhátíð Evrópuæskunnar í Finnlandi.
„Ég hef ferðast svolítið um Ítalíu áður en þetta er fallegasti staður sem ég hef komið á þar,“ segir Sveinbjörg um Brassanone á
Ítalíu. MYND/GUÐRÚN INGÓLFSDÓTTIR
,
MISTY
Gó jónusta - fagleg rá gjöf
Laugavegi 178, 105 R
sími 551-3366 - www.misty.is
Teg. 10253 - mjúkur og yndislegur,
svaka flottur í BCD skálar á kr. 3.950,-
buxur í stíl á kr. 1.950,-”
Teg. 42026 - vel fylltur og stækkar þig
um númer í BC skálum á kr. 3.950,-
buxur í stíl á kr. 1.950,-”
Opið mán-fös kl. 10-18
Lokað á laugardögum í sumar
Hringdu í síma
ef blaðið berst ekki