Fréttablaðið - 29.07.2009, Blaðsíða 30

Fréttablaðið - 29.07.2009, Blaðsíða 30
18 29. júlí 2009 MIÐVIKUDAGUR ■ Pondus Eftir Frode Øverli ■ Gelgjan Eftir Jerry Scott & Jim Borgman ■ Handan við hornið Eftir Tony Lopes ■ Kjölturakkar Eftir Patrick McDonnell ■ Barnalán Eftir Jerry Scott & Rick Kirkman Ég er mikið gefin fyrir ævintýri og hvers lags töfra. Ég, líkt og Íslending-ar margir, sé ekkert að pínulítilli hjá- trú um nokkra góða steina sem ekki má færa eða jafnvel drauga, óskir eftir að hafa velt sér upp úr dögginni og annað slíkt. Það fegrar lífið að mínu viti og særir engan. Skiptar skoðanir eru um hvort spámiðlar eins og Þórhallur miðill eða sjáandinn Lára Ólafsdóttir séu álíka meinlaus og okkar ágæta þjóðarhjátrú. Jú, jú, ef draugar eru til, af hverju ekki að hafa samband við hina látnu, fá þá til að hringja heim eins og ET forðum? Spádómar hafa fylgt mannkyn- inu frá örófi alda. Hver er munurinn á litlum skjálfta-spádómi og heimsendaspá sem dregin er af dagatali Maja? Spádómur er spádómur. Inn í framtíðina hefur verið séð. Flestir eru þó ekki með hjartað í buxun- um vegna yfirvofandi heimsenda í desem- ber 2012, en einhverra hluta vegna náðu orð fyrrnefndrar Láru að skjóta rótum í huga fólks og ekki var laust við að spenna fyndist í loftinu um það leyti sem spádóm- urinn átti að rætast. Persónulega leit ég til himins og upplifði mig sem í einhverri fantasíunni þar sem aðalpersónan finnur á eigin skinni að stormurinn er aðvífandi. Íslendingar eru með hálfgert náttúru- hamfarablæti. Ekkert er betra en gott gos í Grímsvötnum til að fá blóðið til að renna. Best væri að sjálfsögðu ef við gætum fylgst með snjóflóðum eða staðsett okkur með prýðisútsýni yfir Heklugos. Eyðilegg- ingin er vissulega hræðileg en tilfinning- in stórkostleg meðan jörðin skelfur undan fótum okkar. Því var þessi spádómur full- kominn. Hann sagði nákvæmlega það sem við vildum heyra. Náttúruhamfarablæti þjóðarinnar NOKKUR ORÐ Kolbrún Björt Sigfúsdóttir Beygið til hægri þarna niðri, svo fyrsta beygja til vinstri, yfir götuna þegar þið komið að pósthúsinu, og þá ætti hótelið að vera þar á horninu... Leiðsögu- hundurinn Og sögnin beygist með. Sjáið blaðsíðu 23! Markmiðið er að ná... Forlagið er í þriðju persónu fleirtölu! Eru allir með? Í raun og veru... ... ertu sofandi Maggi? Skil ég þetta rétt? Þér leiddist svo í tímanum að þú dast á haus- inn? Klassískt! Skrifa Skrifa Skrifa Skrifa Skrifa SkrifaSkrifa SkrifaSkrifa SkrifaSkrifa SkrifaSkrifa SkrifaSkrifa SkrifaSkrifa SkrifaSkrifa Skrifa Skrifa Þú náðir að vinna smá tíma. Ég þrífst á stressi. Lalli! Ég hitti afkvæmi jólahrein- dýrsins! Af hverju er afkvæmi hans köttur Halló! Jóli vakir heilu næturnar og þiggur mat frá ókunnugum! Hann er einn af okkur! Ég heiti Solla, þetta er Hannes bróðir minn og þetta er Lóa, litla systir okkar. Ánægju- legt að hitta ykkur. Og þið hljótið að vera stoltir foreldrarnir! Við viljum frekar láta kalla okkur: „Stolt að hafa þolað þetta svo lengi“. Meðallestur á tölublað, höfuðborgarsvæðið, 18-49 ára. Könnun Capacent í febrúar 2009 – apríl 2009. Fréttablaðið stendur upp úr Fréttablaðið er sem fyrr mest lesna dagblað landsins með glæsilegt forskot á samkeppnis- aðila sinn eins og síðasta könnun Capacent Gallup ótvírætt sýnir. Við erum auðvitað rífandi stolt af þessum góða árangri og bendum auglýsendum á að notfæra sér forskot okkar þegar þeir velja auglýsingamiðil. Allt sem þú þarft... 34% 74%

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.