Fréttablaðið - 05.08.2009, Page 2

Fréttablaðið - 05.08.2009, Page 2
2 5. ágúst 2009 MIÐVIKUDAGUR Gísli, var þetta mikið hval- ræði? „Nei, þetta var líkamlega erfitt en ánægjulegt.“ Gísli H. Friðgeirsson reri í fylgd hvala og sjófugla í kajakferð sinni hringinn í kring- um landið sem lauk á sunnudag. fyrir alla sem gríska fyrir byrjendur! – Það er sniðugt að setja hárið í teygju þegar maður grillar! www.gottimatinn.is ÍÞRÓTTIR „Þetta er í fyrsta skipti sem íslenskt lands- lið kemst í lokakeppni stórmóts og því hefðu nú fleiri miðar mátt seljast. En svona er þetta bara, það er auðvitað kreppa og margir sem halda að sér höndum. Leikirnir verða líka sýndir í sjónvarpinu hér heima,“ segir Ragnheiður Elíasdóttir, ritari hjá Knattspyrnu- sambandi Íslands (KSÍ). Sambandið hefur selt á bilinu fjörutíu til sjötíu miða á hvern leik íslenska kvenna- landsliðsins í riðlakeppni úrslitakeppni Evrópumóts- ins, sem hefst í Finnlandi hinn 24. ágúst næstkomandi. Að sögn Ragnheiðar samanstendur hópurinn sem festi kaup á miðum á leikina í riðlakeppninni mikið til af fjölskyldum landsliðskvennanna. „En það er líka nokkuð um að fyrrverandi landsliðskonur ætla að skella sér til Finnlands með dætrum sínum, og það er gaman að því. Svo er auðvitað alltaf einn og einn sem ætlar að fara vegna einskærs áhuga, en þeir mættu vera fleiri.“ Ef svo fer að landsliðið komist upp úr riðli sínum á mótinu mun KSÍ bjóða upp á miða á leiki í útsláttar- keppninni. „Ég er viss um að þeir miðar muni rjúka út. Við Íslendingar erum svolítið þannig að við lifnum við þegar vel gengur,“ segir Ragnheiður. Sigurður Ragnar Eyjólfsson, þjálfari kvennalands- liðsins, tilkynnir 22 manna leikhópinn fyrir Evrópu- mótið á blaðamannafundi í hádeginu í dag. - kg Milli 40 og 70 Íslendingar fylgjast með leikjum kvennalandsliðsins í Finnlandi: Hefðu mátt seljast fleiri miðar LANDSLIÐIÐ Fjölskyldur landsliðskvennanna verða áberandi á áhorfendapöllunum í Finnlandi í lok mánaðarins. FRÉTTABLAÐIÐ/DANÍEL LÖGREGLUMÁL Fjórir harðir árekstrar urðu á tveggja og hálfs klukkustundar löngu tímabili í Reykjavík í gær. Þrír bílar rákust saman á gatnamótum Háleitisbrautar og Miklubrautar laust fyrir klukk- an 17. Talið var að einn ökumaður hefði rifbeinsbrotnað og var hann fluttur á slysadeild. Um svipað leyti varð umferðarslys á mótum Laugavegs og Kringlumýrarbraut- ar. Ekki var tilkynnt um slys á fólki. Aftanákeyrsla varð á umferð- arljósum á Sæbraut um sexleytið. Farþegi í bílnum sem keyrt var á var fluttur á slysadeild. Þá rák- ust tveir bílar saman í Mjóddinni laust fyrir klukkan hálf átta. Öku- menn beggja bílanna voru flutt- ir á slysadeild. Ekki var vitað um alvarleika meiðsla í gærkvöldi. - kg Annir hjá lögreglu: Fjórir árekstrar á stuttum tíma NORÐUR-KÓREA, AP Bandarísku blaðakonurnar Laura Ling og Euna Lee voru náðaðar og leystar úr haldi eftir óvænta heimsókn Bills Clinton, fyrrverandi Bandaríkja- forseta, til Norður-Kóreu í gær. Blaðakonurnar, sem báðar eru á fertugsaldri, hafa starfað fyrir bandaríska fjölmiðlafyrirtækið Current TV, sem er í eigu Als Gore, fyrrverandi varaforseta Clintons. Þær voru handteknar þegar þær héldu í óleyfi yfir landamærin til Norður-Kóreu frá Kína í mars síð- astliðnum. Þær voru ákærðar fyrir „fjandsamlega tilburði“ og voru í júní dæmdar til tólf ára vistar í ströngum vinnubúðum. Clinton hitti meðal annarra Kim Jong Il, leiðtoga kommúnistastjórn- ar landsins. Ríkisrekna fréttastof- an KCNA sagði í gær að „Clin- ton hefði beðið Jong Il innilegrar afsökunar á fjandsamlegri hegðun bandarísku blaðakvennanna eftir að þær fóru ólöglega inn í landið.“ Fréttastofan sagði einnig frá því að á fundinum hefðu Clinton og Jong Il rætt ítarlega um samskipti þjóð- anna tveggja og náð samkomulagi um leiðir til að bæta þau. Norður-Kóreumenn fögnuðu Bill Clinton með blómum og hlýj- um handtökum þegar hann birt- ist skyndilega á flugvelli höfuð- borgarinnar Pjongjang í gær í ómerktri einkaþotu. Vonast er til að ferð Clintons geti brotið ísinn í samskiptum Bandaríkjanna og Norður-Kóreu sem hafa verið stirð undanfarið, eins og reyndar oft- ast nær þá rúmu sex áratugi sem Norður-Kórea hefur verið sjálf- stætt ríki. Tortryggnar raddir telja þó lík- legra að heimsókn Clintons verði aðeins til að efla Kim Jong Il, hinn sérstæða leiðtoga kommúnista- stjórnar landsins. Engin opinber samskipti eru á milli ríkjanna, en talið er að emb- ættismenn beggja ríkja hafi á bak við tjöldin unnið að samkomulagi um að konurnar verði látnar laus- ar. Þetta er fyrsta ferð Clintons til Norður-Kóreu, en meðan hann var forseti voru samskipti ríkj- anna vinsamlegri en bæði áður og síðar. Talið var að annaðhvort Al Gore eða Bill Richardson, ríkis- stjóri Nýju-Mexíkó, færi til Norð- ur-Kóreu að tryggja lausn kvenn- anna, en á óvart kom að Clinton fór. Enginn Bandaríkjaforseti hefur farið í opinbera heimsókn til Norð- ur-Kóreu, en áður hefur Jimmy Carter farið til landsins eftir að hann lét af embætti. Carter hitti Kim Il Sung, föður Kim Jong Il, í heimsókn sinni árið 1994 þegar spenna milli ríkjanna var mikil, rétt eins og nú. gudsteinn@frettabladid.is kjartan@frettabladid.is Lausar úr haldi eftir heimsókn Clintons Tvær bandarískar blaðakonur voru leystar úr haldi í Norður-Kóreu í gær eftir óvæntan fund Bills Clinton, fyrrum Bandaríkjaforseta, og Kim Jong Il. leiðtoga kommúnistastjórnarinnar. Vonast er til að samskipti ríkjanna batni. KIM JONG IL OG BILL CLINTON Einungis einu sinni áður hefur fyrrverandi Bandaríkja- forseti lagt leið sína til Norður-Kóreu. FRÉTTABLAÐIÐ/AP FÉLAGSMÁL Vinnumálastofnun greiddi rúmlega fimmtán þúsund einstaklingum rúmlega 1,7 millj- arða króna í atvinnuleysisbætur nú um mánaðamótin að sögn Lín- eyjar Árnadóttur, forstöðumanns greiðslustofu Vinnumálastofnun- ar. Svipaður fjöldi fólks fékk greiddar atvinnuleysisbætur um síðustu mánaðamót, en þá voru rúmir 1,9 milljarðar greiddir út. Fyrir maímánuð voru 2,3 millj- arðar greiddir til ríflega 16 þús- und einstaklinga. Um töluverða fækkun er því að ræða yfir sumarmánuðina. Nauðsynlegt er að staðfesta atvinnuleysi við Vinnumálastofn- un fyrir hver mánaðamót til þess að fá greitt. „Ég held hreinlega að yfir hásumarið séu fleiri sem hafa gleymt að staðfesta sig,“ segir Líney. Hún segir að venju- lega sé það svo að um 600 manns afskráist um hver mánaðamót. Það sé ýmist vegna þess að þeir fái vinnu eða gleymi að skrá sig. „Við greiðum aðalgreiðslurn- ar fyrsta virka dag mánaðarins en reynum að greiða á hverjum degi næstu fimm daga þar á eftir til þeirra sem gleymdu að stað- festa sig en eru að gera það fram til þriðja virka dags hvers mán- aðar.“ Tölur um útborgarnir séu því alltaf lægri um mánaðamót- in en raunin verði svo fyrir hvern mánuð. - þeb Atvinnuleysisbætur voru greiddar út til rúmlega 15 þúsund manns í gær: Færri fá bætur yfir sumarið VINNUMÁLASTOFNUN Rúmlega 15 þúsund manns fengu greiddar atvinnuleysisbætur um mánaðamótin. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA SLÖKKVILIÐ Töluvert tjón varð þegar eldur kom upp í efnalaug- inni Björgu um kvöldmatarleytið í gærkvöldi. Húsið var mannlaust þegar eldurinn kom upp. Að sögn vaktstjóra hjá slökkvi- liðinu er talið að rekja megi eld- inn til þurrkara í efnalauginni. Í honum var verið að þurrka fatnað frá veitingahúsum. Eldur- inn sem braust út var ekki mikill. Skemmdirnar hlutust að megninu til vegna mikils svarts reyks sem fylgdi eldinum. Tveir dælubílar og körfubíll voru sendir á staðinn auk tveggja sjúkrabíla. Slökkvistarf tók um tuttugu mínútur og gekk vel. - kg Töluvert tjón vegna reyks: Eldur í Efna- lauginni Björgu EFNAHAGSMÁL „Reynslan sýnir að með samstilltu átaki og mark- vissri vinnu getum við náð eyrum alþjóðasamfélagsins,“ segir í fréttatilkynningu frá InDefence- hópnum. Í tilkynningu samtak- anna segir að ljóst sé að Icesave- samningurinn verði afgreiddur á næstu dögum. Hver svo sem nið- urstaða Alþingis verði sé nauð- synlegt að Íslendingar samein- ist um að kynna málstað sinn vel fyrir erlendum fjölmiðlum. Af þessum sökum óskar In- Defence hópurinn eftir liðsinni Íslendinga sem telja sig hafa tengsl eða þekkingu sem nýst gætu, svo sem tengsl við erlenda fjölmiðla og gott vald á tungu- málum á borð við hollensku og þýsku. Áhugasamir eru beðnir um að senda tölvupóst á info@ indefence.is. InDefence snýr vörn í sókn: Kynna málstað Íslands erlendis Banaslys í lendingu Flugstjóri lést og nokkrir farþegar slös- uðust þegar farþegaflugvél frá Bang- kok Airways hlekktist á í lendingu í gærmorgun á flugvelli á eyjunni Koh Samui við Tæland sem vinsæl er á meðal ferðamanna. Atvik eru enn óljós en vitni segja að flugvélin hafi rekist á flugturn á vellinum sem var mannlaus. Um sjötíu manns voru um borð í vélinni. TÆLAND TÖLVUR Einn af hverjum þrem- ur hefur aldrei notað internetið, samkvæmt könnun sem gerð var á vegum Evrópusambandsins. Frá þessu er greint á fréttavef BBC. Í könnuninni var tölvunotk- un íbúa Evrópusambandsland- anna á síðustu fimm árum mæld. Niðurstöður könnunarinnar sýna einnig fram á að rúmlega einn af hverjum fjórum íbúum landanna hefur aldrei notað tölvu. Rúmlega einn af hverjum þremur þeirra sem ekki hafa notað internetið gáfu upp þá ástæðu að þeir þyrftu ekki á netinu að halda. Um 25 prósent þeirra sögðust ekki hafa efni á nettengingu. - kg Könnun Evrópusambandsins: Þriðjungur aldrei notað internetið Á NETINU Þriðjungur þeirra sem notar ekki netið segist ekki þurfa á því að halda. FRÉTATBLAÐIÐ/E. ÓL SPURNING DAGSINS

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.