Fréttablaðið - 05.08.2009, Síða 6
6 5. ágúst 2009 MIÐVIKUDAGUR
EFNAHAGSMÁL Jóhanna Sigurðardóttir for-
sætisráðherra segir að það hafi komið sér
gjörsamlega í opna skjöldu hve miklar fjár-
hæðir voru lánaðar til fárra aðila og hugs-
anlega án nægilegra veða. Það sé hins vegar
ánægjulegt að Kaupþing skuli hafa fallið frá
fráleitu lögbanni á fréttaflutning Ríkissjón-
varpsins um lánabók Kaupþings sem lekið
var á vefsíðuna Wikileaks.org í síðustu viku.
Hún segir að ekki sé hægt að nota banka-
leynd til að fela markaðsmisnotkun í samfé-
lagi þar sem krafist er gegnsæis. Þetta kom
fram á blaðamannafundi í Stjórnarráðinu í
gær.
Gylfi Magnússon viðskiptaráðherra segir
nauðsynlegt að endurskipuleggja umgjörð
bankastarfsemi hérlendis. Þrengja verði
skorður lánveitenda til að taka óbeina geng-
isáhættu með því að lána til innlendra aðila
í erlendri mynt sem hvorki höfðu tekjur
né eignir í erlendri mynt. Aðspurður segir
Gylfi óeðlilegt að háar fjárhæðir séu lánað-
ar einungis með veðum í hlutabréfum eigin
banka. Hugsanlega sé það ólöglegt en það
sé annarra að skera úr um. Hann segir að
í raun hafi verið búið til gervi-eigið fé með
þessum lánveitingum. Það eigið fé sem skap-
að var með þessum hætti sé ekki að þjóna
þeim tilgangi sem það á að þjóna. „Það þarf
að koma í veg fyrir að hægt verði að endur-
taka þennan leik.“
Nýtt frumvarp um bankaleynd verður
lagt fyrir Alþingi í haust. Gylfi segir að það
séu allar líkur á að farið verði eftir danskri
fyrirmynd. Samkvæmt henni verður Fjár-
málaeftirlitinu veittur aðgangur að upp-
lýsingum sem alla jafna falla undir banka-
leynd. Fjármálaeftirlitið getur í kjölfarið
miðlað þessum upplýsingum til annarra
opinberra eftirlitsaðila, svo sem skattayfir-
valda og samkeppniseftirlitsins. Gylfi segir
að lögin eigi að tryggja skilvirkan aðgang
að upplýsingum auk þess sem erfiðara
verði að fela slóð afbrota. Hann segir æski-
legt að fjallað sé um það sem fór úrskeiðis
og bankaleynd eigi ekki að verða til þess
að ekki verði fjallað um þau málefni. Hins
vegar eigi að ríkja bankaleynd um málefni
almennra viðskiptavina bankanna sem ekk-
ert hafa brotið af sér.
Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráð-
herra segir að glannalega hafi verið farið
í lánveitingum bankanna. Meiri innbyggð-
ir veikleikar hafi verið í fjármálakerfinu
en menn vildu viðurkenna á sínum tíma.
Hann nefnir að erlendir aðilar hafi varað
við krosseignatengslum en nú hafi komið í
ljós að tengslin hafi verið umfangsmeiri en
nokkurn óraði fyrir. bta@frettabladid.is
Það þarf að koma í veg fyrir að hægt
verði að endurtaka þennan leik.
GYLFI MAGNÚSSON
VIÐSKIPTARÁÐHERRA
Blaðberinn
bíður þín
Þú færð Blaðberann þinn í Skaftahlíð 24
alla virka daga frá kl. 8-17.
óðar fréttir fyrir umhverfiðBlaðberinn...
Bankaleynd á ekki að vera-
skjól markaðsmisnotkunar
Upplýsingar úr lánabók Kaupþings komu forsætisráðherra á óvart. Nýtt frumvarp um bankaleynd í smíðum
þar sem Fjármálaeftirlitinu er gefið aukið vald. Líklega farið að danskri fyrirmynd segir viðskiptaráðherra.
RÍKISSTJÓRNARFUNDUR Í STJÓRNARRÁÐINU Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra segir ólíklegt að skuldabréf
ríkissjóðs verði færð niður í svokallaðan ruslflokk. Vonast sé til að aðgerðir stjórnvalda undanfarið, til að eyða
óvissu, dragi enn fremur úr líkum á því. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON
Formaður Sjálfstæðisflokksins gagnrýnir ummæli ráðamanna um Kaupþingsmál:
Óskiljanlegt að verja lögbrot
EFNAHAGSMÁL Bjarni Benediktsson, formaður Sjálf-
stæðisflokksins, segir ljóst að fara þurfi yfir þær
reglur sem gilda um aðgang að upplýsingum sem
tengjast bankahruninu, í ljósi frétta síðustu daga af
lánamálum Kaupþings. Í þeim efnum hafi stjórnvöld
brugðist algjörlega.
Hann gagnrýnir einnig viðbrögð ráðamanna við
fréttum helgarinnar. „Mér finnst hafa fallið ótrú-
lega óábyrg orð í tengslum við það að þessi lánabók
hefur verið gerð opinber,“ segir Bjarni, sem telur
menn hafa farið fram úr sér. „Það má ekki missa
sjónar á því að það er alvarlegt að lánabók Kaup-
þings hafi verið birt. Það getur aldrei verið ásættan-
legt að menn brjóti lög og mér finnst óskiljanlegt
með öllu að menn séu að bera í bætifláka fyrir það
þegar slíkt gerist.“
Bjarni segist skilja vel að þarna séu á ferðinni
mikilvægar upplýsingar sem geti átt erindi inn í
umræðuna. „En við viljum ekki að hérna verði hlut-
irnir bara eins og í villta vestrinu þar sem er í lagi
að fara á svig við lög og reglur.“
Þá bendir Bjarni á að þegar sé að störfum rann-
sóknarnefnd sem hefur rannsóknarheimildir langt
umfram það sem annars þekkist.
Um lögbannið sem Kaupþing fór fram á, og sætt
hefur mikilli gagnrýni, segist Bjarni skilja að
mönnum þyki það umhugsunarvert, enda hafi það ef
til vill ekki þjónað miklum tilgangi eftir að gögnin
voru komin fram. - sh
BJARNI BENEDIKTSSON Spyr hvernig á því standi að enginn
velti fyrir sér hver beri ábyrgð á því að lánabók Kaupþings var
lekið. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON
HEILBRIGÐISMÁL Smitsjúkdóma-
deild Landspítalans í Fossvogi
var sett í sóttkví á laugardag
eftir að vart varð við MÓSA-
bakteríu í tveimur sjúklingum og
einum starfsmanni deildarinnar.
Deildinni var lokað í gær og
hafin dauðhreinsun á henni.
Gert er ráð fyrir að sú vinna taki
nokkra daga.
MÓSA er baktería sem venju-
leg sýklalyf duga ekki á. Nái hún
bólfestu á sjúkrahúsum getur
reynst erfitt og kostnaðarsamt
að uppræta hana. Slíkt vill spít-
alinn hindra með öllum ráðum og
því hefur deildin verið sett í sótt-
kví. - kg
Landspítalinn í Fossvogi:
Smitsjúkdóma-
deild í sóttkví
HEILBRIGÐISMÁL Íslenska ríkið
mun greiða rúmar 380 milljónir
króna fyrir 300 þúsund skammta
af bóluefni gegn svínaflensunni
H1N1, þar sem hver skammtur
kostar 7 evrur. Bóluefnið mun
duga til að bólusetja um helming
þjóðarinnar.
Ögmundur Jónasson heilbrigðis-
ráðherra kynnti aðgerðir gegn
flensunni og greindi frá stöðu
mála á ríkisstjórnarfundi í gær-
morgun. „Í maí ákváðum við að
halda því opnu að festa kaup á
150.000 til 300.000 skömmtum. Nú
hefur hins vegar verið ákveðið að
fara í efri mörkin, sem kostar sitt.
Það er mat heilbrigðisyfirvalda
að sýna ítrustu varúð í þessum
efnum. Þessi ákvörðun er því í
samræmi við ráðleggingar sótt-
varnalæknis og okkar færustu
sérfræðinga,“ segir Ögmundur
Jónasson.
Bóluefnið hefur ekki enn borist
til landsins. Ögmundur segir það
væntanlegt á næstunni.
Þrjú ný tilfelli af flensunni
greindust um helgina en gera má
ráð fyrir að þeim muni fjölga í dag
og næstu daga. Fólkið sem greind-
ist um helgina var á aldrinum
16 til 25 ára. Um er að ræða tvo
Íslendinga og einn útlending. Alls
hafa því 54 tilfelli af flensunni
verið staðfest hér á landi. - þeb/kg
Heilbrigðisráðherra kynnti stöðu svínaflensunnar á ríkisstjórnarfundi í gær:
Bóluefni kostar 380 milljónir
HEILBRIGÐISRÁÐHERRA Ögmundur
Jónasson kynnti ríkisstjórninni stöðu
mála á fundi í gær. Kostnaður ríkisins
við kaup á bóluefni er 380 milljónir
króna.
ÁSTRALÍA, AP Fjórir ungir menn
voru handteknir í Ástralíu í gær,
grunaðir um að hafa skipulagt
hryðjuverk. Lögreglan réðst til
inngöngu í 19 hús í Melbourne í
fyrrinótt.
Lögreglan telur að þeir hafi
ætlað að gera árás á herstöð í
Ástralíu og berjast þar til dauð-
ans. Rannsókn lögreglu á málinu
hefur staðið yfir í sjö mánuði.
Mennirnir eru á aldrinum 22 til
26 ára, allir ástralskir ríkisborg-
arar en af sómölskum og líbönsk-
um uppruna. Fimmti maðurinn,
sem er í haldi lögreglu af öðrum
sökum, hefur einnig verið í yfir-
heyrslum vegna þessa máls. - gb
Fjórir handteknir í Ástralíu:
Höfðu skipu-
lagt hryðjuverk
Hefur þú kynnt þér efni á síð-
unni wikileaks.org?
Já 37,1%
Nei 62,9%
SPURNING DAGSINS Í DAG:
Ætlar þú að taka þátt í hátíðar-
höldum vegna Gay Pride?
Segðu skoðun þína á Vísir.is
STJÓRNMÁL Benedikt Stefánsson
hefur verið ráðinn aðstoðar-
maður Gylfa Magnússonar við-
skiptaráðherra
og hóf hann
störf í gær.
Benedikt er
fæddur árið
1964. Hann
er stúdent frá
Menntaskólan-
um við Hamra-
hlíð, B.Sc.
í hagfræði
frá Háskóla
Íslands og M.A. í hagfræði frá
University of California, Los
Angeles (UCLA). Benedikt
hefur meðal annars starfað
fyrir Morgunblaðið, bandaríska
ráðgjafarfyrirtækið CASA/
HNC, Íslenska erfðagreiningu
og hagfræðideild Landsbank-
ans.
Benedikt er kvæntur Björgu
Kjartansdóttur viðskiptafræð-
ingi og eiga þau þrjá syni. - kg
Viðskiptaráðuneytið:
Nýr aðstoðar-
maður Gylfa
BENEDIKT
STEFÁNSSON
KJÖRKASSINN