Fréttablaðið - 05.08.2009, Page 10

Fréttablaðið - 05.08.2009, Page 10
10 5. ágúst 2009 MIÐVIKUDAGUR VEFJARHETTIR Í STAÐ BJARNAR- SKINNS Þessir tveir Sikkar urðu nýverið fyrstir til að ganga með vefjarhött í starfi sínu sem verðir Elísabetar Bretlandsdrottningar, en til þessa hafa rauðklæddu verðirnir með svörtu bjarnarskinnshúfurnar verið allsráðandi í þessu starfi. FRÉTTABLAÐIÐ/AP RÚSSLAND, AP Rússnesk mann- réttindasamtök saka yfirmenn rússneskra fangelsa um að nota harðsvíraða glæpamenn til þess að pynta aðra fanga í von um að ná út úr þeim játningum. Lev Ponomarjov, yfirmaður samtakanna, segir að samtökun- um hafi borist fjölmörg bréf frá föngum þar sem slíkri meðferð er lýst. „Til eru um tólf slíkar ein- angrunarbúðir, og ég er ekkert að ýkja hérna, þar sem hópar harðsvíruðustu glæpamanna, fólk sem situr inni fyrir barna- níðingshátt, nauðganir og aðra glæpi, fær opinbera heimild til að pynta, nauðga og stundum jafnvel drepa hvern sem þeim er sigað á,“ sagði Ponomarjov. - gb Ill meðferð fanga: Hrottar pynta meðfanga sína í Rússlandi E N N E M M / S ÍA / N M 3 8 6 3 6 M *Sumaráskrift að Tónlist.is stendur viðskiptavinum í Mitt Frelsi til boða án aukagjalds. Nánari skilmálar á www.tonlist.is. **60 mín/SMS á dag. Áfylling fyrir að lágmarki þúsund krónur virkjar tilboðið. Tilboðið gildir til 1. október 2009. Uppáhaldslög allra Íslendinga á 0kr. í allt sumar* PALESTÍNA, AP Mahmoud Abbas, forseti Palestínustjórnar, hvatti Palestínumenn til að takmarka andspyrnu sína gegn Ísrael við friðsamleg mótmæli og forðast ofbeldisverk. Friðarviðræður við Ísraela verði að halda áfram, þrátt fyrir margítrekuð von- brigði. „Fólkið hefur fullan rétt til að segja þessar samningaviðræður engu skila,“ sagði hann á þriggja daga ráðstefnu Fatah-hreyfingar- innar, sem hófst í Betlehem í gær. „En samt er vonarneisti og við verðum að halda áfram á þessari braut, í þágu þjóðarhagsmuna.“ Ráðstefnan var sú fyrsta sem samtökin halda í tuttugu ár. Síð- ast var haldinn fundur af þessu tagi í Túnis árið 1989. „Að þessi ráðstefna sé haldin er kraftaverk,“ sagði Abbas, „og að hún skuli haldin í heimalandinu er annað kraftaverk.“ Abbas rakti í löngu máli sögu hreyfingarinnar allt frá því hún var stofnuð sem skæruliðahreyf- ing gegn Ísrael árið 1965 og þar til hún fór í fararbroddi friðar- samninga við Ísrael á síðasta áratug 20. aldar, og hafði þá fall- ið frá vopnaðri baráttu. Leiðtogi hreyfingarinnar frá stofnun var Jasser Arafat, allt þar til hann lést árið 2004. Fjögur hundruð fulltrúar frá Gasasvæðinu gátu ekki mætt á ráðstefnuna vegna einangrunar, sem Ísraelar halda íbúum þar í. - gb Fatah-hreyfing Palestínumanna heldur fund í fyrsta sinn í tvo áratugi: Mahmoud Abbas hvetur til friðsemdar UNDIR MYND ARAFATS Mahmoud Abbas segir kraftaverk að ráðstefna Fatah-hreyfingarinnar sé haldin í Betlehem. STJÓRNMÁL Fleiri landsmenn eru andvígir aðild Íslands að Evr- ópusambandinu en eru hlynntir henni, samkvæmt könnun sem Capacent Gallup gerði fyrir vef- síðuna Andríki. Samkvæmt könnuninni, sem fór fram dagana 16. til 27. júlí, voru 29,2 prósent aðspurðra mjög andvígir aðild að sam- bandinu. Þá sögðust 19,3 pró- sent frekar andvígir, 17,6 pró- sent frekar hlynntir og 17,1 prósent mjög hlynntir. Aðrir, 16,9 prósent, sögðust hvorki vera hlynntir né andvígir aðild að Evrópusambandinu. - þeb Könnun Capacent Gallup: Fleiri andvígir aðild að ESB LÖGREGLUMÁL Þrír menn um tvítugt hafa játað að hafa framið vopnað rán í verslun 11-11 í Skipholti fyrir hádegi á mánudag. Tveir mann- anna voru handteknir í gærmorgun og yfirheyrðir eftir að hafa sofið úr sér fíkniefnavímu. Yfirheyrslurn- ar leiddu til þess að þriðji maður- inn var handtekinn síðdegis. Mennirnir ruddust inn í versl- unina undir hádegi á mánudag og ógnuðu tveimur ungum starfs- mönnum með hníf. Þeir höfðu ein- hver verðmæti á brott með sér en ekki hefur verið gefið upp hversu mikið það var. Mennirnir stungu síðan af á bláum smábíl. Starfsmenn versl- unarinnar sakaði ekki. Málið telst upplýst, að því er fram kemur í tilkynningu frá lög- reglu. - sh Lögreglan hafði hendur í hári þriggja manna sem rændu verslun vopnaðir: Þrír menn játuðu rán í 11-11 11-11 Í SKIPHOLTI Ræningjarnir meiddu ekki starfsmenn verslunarinnar. FRÉTTABLAÐIÐ / PJETUR FR ÉT TA B LA Ð IÐ /A P

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.