Fréttablaðið - 05.08.2009, Blaðsíða 20

Fréttablaðið - 05.08.2009, Blaðsíða 20
16 5. ágúst 2009 MIÐVIKUDAGUR timamot@frettabladid.is Knattspyrnufélagið Þróttur fagnar 60 ára afmæli í dag en það var stofnað hinn 5. ágúst árið 1949. Í tilefni dags- ins verður farið að leiði Halldórs Sig- urðssonar, fyrsta formanns félagsins og annars stofnenda þess, auk þess sem afhjúpuð verður af honum brjóstmynd í Þróttaraheimilinu. Þá verður boðið upp á kaffi og með því og eru eldri Þróttar- ar og fyrrum leikmenn boðnir sérstak- lega velkomnir. Saga félagsins, sem státar af knatt- spyrnu-, handbolta-, blak- og tennis- deild, er merkileg fyrir margar sakir en hún hófst í bragga við Ægissíðuna. „Síðar var félagið á götunni í nokkur ár eða þar til Geir Hallgrímsson, þáver- andi borgarstjóri, úthlutaði því lóð við Sæviðarsund árið 1969. Þar var félagið í tuttugu ár eða þar til það flutti í núver- andi húsnæði að Engjavegi 7,“ segir Jór- unn Frímannsdóttir, formaður félagsins. Halldór og Eyjólfur Jónsson, síðar lög- reglumaður og sundkappi, stofnuðu fé- lagið en gaman er að geta þess að Hall- dór er fyrirmyndin að Tomma í bókum Einars Kárasonar um Djöflaeyjuna. Jórunn segir að ávallt hafi verið lögð rík áhersla á barna-, unglinga- og for- eldrastarf í Þrótti og að það veiti fé- laginu ákveðna sérstöðu. „Það er ekki síður mikilvægt að huga að börnum og forvörnum nú á tímum og finna leiðir til að börn og unglingar detti ekki út úr íþróttastarfi,“ segir Jórunn og þykir henni starfið því afar gefandi. Því fylg- ir þó talsverð vinna og þá sérstaklega á afmælisári. „Við byrjuðum á því að gefa út afmælisrit sem var dreift í öll hús í Laugardalnum og héldum svo sérstak- lega veglega vorhátíð í tengslum við fyrsta heimaleik Þróttar. Í dag hugum við að sögunni og eldri Þrótturum og hinn 11. september verður gala-kvöld- verður á Brodway þar sem meðal ann- ars verða veittar heiðursviðurkenning- ar.“ Jórunn segir mikið kapp lagt á að fót- boltaliðið haldist í fyrstu deild en það telur hún afar mikilvægt fyrir félagið. „Það skiptir miklu máli að yngri krakk- arnir geti litið upp til liðsins og verið stoltir af því og þá sérstaklega þegar þeir fara að eldast innan félagsins.“ Gengið verður að leiði Halldórs Sig- urðssonar í Fossvogskirkjugarði klukk- an 14. en brjóstmyndin verður afhjúpuð í Þróttaraheimilinu klukkan 16. vera@frettabladid.is KNATTSPYRNUFÉLAGIÐ ÞRÓTTUR: FAGNAR 60 ÁRA AFMÆLI Mikilvægt að vera stolt af liðinu LITIÐ YFIR FARINN VEG Jórunn Frímannsdóttir mun, í félagi við eldri Þróttara og fyrrum leikmenn, huga að sögu félagsins. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /G VA MERKISATBURÐIR 1305 Englendingar taka skosku frelsishetjuna William Wallace höndum. 1874 Þjóðhátíð hefst á Þing- völlum í tilefni af 1.000 ára Íslandsbyggð. Hún stendur í fjóra daga. 1919 Fyrsti knattspyrnuleik- ur gegn erlendu knatt- spyrnuliði er leikinn í Reykjavík. Úrval úr Val og Víkingi leikur gegn danska liðinu AB, sem sigrar 7:0. 1956 Hraundrangi í Öxnadal er klifinn af tveimur Íslend- ingum og einum Banda- ríkjamanni en hann hafði fram að því verið talinn ókleifur. 1960 Búrkína Fasó fær langþráð sjálfstæði frá Frökkum. Þennan dag árið 1967 kom fyrsta breiðskífa Pink Floyd, The Piper at the Gates of Dawn, út í Bretlandi en hún er af mörgum talin ein af áhrifamestu plötum sem nokkru sinni hafa verið gerð- ar og hafði hún mikil áhrif á sýrurokkstefnuna sem á eftir kom. Pink Floyd var upp á sitt besta á áttunda áratugnum og er með áhrifameiri sveit- um allra tíma en Dark Side of the Moon og The Wall eru með frægari plötum nú- tímans. Hljómsveitin á rætur sínar að rekja til ársins 1964 en þá stofnuðu skólafélagarnir Roger Waters, Richard Wright og Nick Mason hljómsveit sem hét Sigma 6. Þeim gekk ekki vel að koma sér á fram- færi og skiptu oft um nafn á sveitinni eða þangað til Roger skipti af gítar yfir á bassa og þeir fengu gítar- leikarann Syd Barret til liðs við sig. Hann stakk upp á því að nafni hljómsveitarinn- ar yrði breytt og kom fyrsta platan út undir hans stjórn. Skömmu síðar tók David Gilmour þó við gítarleikn- um þar sem Barret átti við eiturlyfjavanda að stríða og staldraði því stutt við. ÞETTA GERÐIST: 5. ÁGÚST ÁRIÐ 1967 Fyrsta plata Pink Floyd kom út MARILYN MONROE LÉST ÞENNAN DAG ÁRIÐ 1962. „Draumurinn um að verða leikkona er meira spennandi en að vera leikkona.“ Marilyn Monroe var bandarísk leikkona og er eitt mesta kyntákn sög- unnar. Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, Sigríður María Tómasdóttir frá Sandeyri, lést á hjúkrunarheimilinu Droplaugarstöðum sunnu- daginn 2. ágúst. Sigurborg Sigurbjörnsdóttir Kolbeinn Sigurbjörnsson Helga Jónsdóttir Tómas Sigurbjörnsson Kristín Nanna Einarsdóttir barnabörn og barnabarnabörn. Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma, langamma, langalangamma og langalangalangamma, Laufey Þorgeirsdóttir áður til heimilis Flókagötu 9, Reykjavík, lést á hjúkrunarheimilinu Eir 31. júlí. Útförin fer fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu. Louise Kristín Theodórsdóttir Hlíf Theodórsdóttir Baldur Sæmundsson Þorgeir Theodórsson Birna Björnsdóttir Guðmundur Ægir Theodórsson Ingveldur Ragnarsdóttir barnabörn, barnabarnabörn, barnabarnabarnabörn, barnabarnabarnabarnabarn. Elskulegur eiginmaður minn, fósturfaðir, faðir, tengdafaðir, afi og langafi, Björgvin Leonardsson Völvufelli 29, Reykjavík, lést á heimili sínu laugardaginn 1 ágúst. Jarðarförin auglýst síðar. Natasa Jefimova Dmitrij Devjatov Ásta Hrönn Björgvinsdóttir Guðjón Steindórsson Jóhann Björgvinsson Ásthildur Sverrisdóttir Erla Björg B. Þorkelsson Halla B. Þorkelsson Sigurður G Sigurðarson Emma Agneta Björgvinsdóttir afa og langafabörnin. Elskuleg móðir mín og systir okkar, Unnur Ketilsdóttir frá Ísafirði, Kleppsvegi 120, Reykjavík, lést á hjúkrunarheimilinu Skjóli við Kleppsveg laugar- daginn 1. ágúst. Útförin auglýst síðar. Auður Bjarnadóttir Ása Ketilsdóttir Dóra Ketilsdóttir Guðmundur Ketilsson og fjölskyldur. Okkar hugljúfa eiginkona, móðir, tengda- móðir og amma, Mary Alberty Sigurjónsdóttir hjúkrunarkona, Faxatúni 32, Garðabæ, lést á hjúkrunarheimilinu Holtsbúð mánudaginn 3. ágúst. Útförin verður auglýst síðar. Jón Fr. Sigvaldason Ragnheiður Edda Jónsdóttir Guðmundur Þór Kristjánsson Líney Rut Guðmundsdóttir Jón Grétar Guðmundsson Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi, Bergsteinn Georgsson héraðsdómslögmaður, sem varð bráðkvaddur á heimili sínu þann 30. júlí síð- astliðinn, verður jarðsunginn frá Dómkirkjunni föstu- daginn 7. ágúst nk. Athöfnin hest kl. 11.00. Fyrir hönd aðstandenda Unnur Sverrisdóttir Sverrir Bergsteinsson Díanna Dúa Helgadóttir Unnur Ásta Bergsteinsdóttir Viktor Steinn Sverrisson

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.