Fréttablaðið - 05.08.2009, Síða 30
26 5. ágúst 2009 MIÐVIKUDAGUR
„Einn sem gekk hér hjá sagði: Þú
átt ekki að vera að mála, Jóhann-
es, heldur stinga á kýlum. Jújú,
vissulega finnum við fyrir miklum
stuðningi, fólk vill okkur áfram og
það er hvetjandi,“ segir Jóhannes
Kr. Kristjánsson fréttamaður sem
nú starfar við að mála hús.
Þung og vaxandi krafa er uppi
um að fréttaþátturinn Komp-
ás, sem var á dagskrá Stöðvar 2,
og þá þeir Jóhannes og Kristinn
Hrafnsson, láti til sín taka í blaða-
mennskunni. Nýlega var stofnuð
Facebook-síða þar sem skorað er
á yfirstjórn RÚV að ráða Kristin
í „fullt óritskoðað starf til þess að
fjalla um hrun íslensku bankanna.
Þessa dagana er Kristinn í þriggja
vikna afleysingum á RÚV.“
Ákall berst úr ólíklegustu áttum.
Ingvi Hrafn Jónsson segir leitt að
dugmiklum aðstandendum Komp-
áss skuli ekki hafa tekist að finna
fjárhagsgrundvöll fyrir áfram-
haldi. „Við buðum Kompásmönn-
um endurgjaldslausa útsendingu
og afnot af stúdíói, en höfðum
því miður ekki bolmagn til frek-
ari fjárhagslegs stuðnings,“ segir
Ingvi Hrafn. Sjónvarpsstjarnan
Egill Helgason vitnar í vin sinn
Árna Snævarr: „Það er rétt hjá
Árna að það er fagnaðarefni að fá
Kristin Hrafnsson til starfa á RÚV.
Kristinn er afar öflugur blaðamað-
ur, óhræddur og réttsýnn.“
Á annarri Facebook-síðu hafa
fimm þúsund manns lýst sig reiðu-
búna að leggja fram fé ef það má
verða til að Kompás komist aftur á
dagskrá. Hvað er að gerast? Krist-
inn Hrafnsson segir þetta endur-
spegla örvæntingarfullt ákall
almennings um að hér sé rann-
sóknarblaðamennska efld. „Fólk
er betur og betur að sjá að Ísland
síðari ára hefur verið nákvæm-
lega eins og Byrgið var í hönd-
um Guðmundar. Þar sem allt var
í heljarböndum brenglaðrar ofsa-
trúar, blekkinga, misnotkunar og
þjófnaðar. Fólk er að krefjast þess
að lokinu verði lyft almennilega
af þessari rotþró og ræst fram.“
Sennilega eru fá ef nokkur dæmi
um svo almennar vinsældir blaða-
manna. Kristinn segir þetta tví-
bent, það sé oft hlutverk blaða-
manna að vera í því hlutverki að
segja frá einhverju sem er fólki til
ama. „Og eiga helst fáa vini. Einn
Pulitzer-verðlaunahafi sagði að
það mætti meta gæði blaðamanna
út frá því hversu fáir mættu við
jarðarför þeirra. Þannig að þessi
Fésbókarstuðningur er tvíbentur.
En manni þykir vænt um þetta.“
jakob@frettabladid.is
JÓHANNES KR. KRISTJÁNSSON: Á AÐ VERA AÐ STINGA Á KÝLUM
Pressa á Kompásmönnum
VEISTU SVARIÐ
Svör við spurningum á síðu 8
1 Gísli H. Friðgeirsson.
2 La Palma.
3 Fjórtán þúsund.
JÓHANNES KR.
KRISTJÁNSSON
Í MÁLNINGAR-
GALLANUM Segir það
róandi og stresslosandi
að mála - mála og
hugsa um mál en þeir
Kristinn hafa, frá því
Kompás var lagður
niður, verið að vinna
að ýmsum málum
utan dagskrár.
FR
ÉT
TA
B
LA
Ð
IÐ
/A
R
N
ÞÓ
R
BESTI BITINN Í BÆNUM
„Mér finnst æðislegt að fá mér
sushi í hádeginu með stelpunum
og þá verða oftast Iðuhúsið eða
Sushi-barinn fyrir valinu. Mat-
seðillinn á Vegamótum klikkar
heldur aldrei. Þar er næstum
allt gott og stemningin eftir því
- úti í sólinni eða inni við kerta-
ljós og kósýheit.“
Íris Hauksdóttir, meistaranemi í
bókmenntafræði.
LÁRÉTT
2. æsa, 6. einnig, 8. skammstöfun,
9. lengdarmál, 11. guð, 12. erfiði,
14. togleður, 16. leita að, 17. mas,
18. pota, 20. á fæti, 21. lap.
LÓÐRÉTT
1. hróss, 3. tveir eins, 4. verðgildi,
5. keyra, 7. tilgátu, 10. traust, 13. bók-
stafur, 15. skál, 16. sódi, 19. bor.
LAUSN
1
6 7 8
10
13
119
12
15
16
18
21
20
17
14
19
2 3 4 5
LÁRÉTT: 2. örva, 6. og, 8. rek, 9. fet,
11. ra, 12. streð, 14. gúmmí, 16. gá,
17. mal, 18. ota, 20. tá, 21. sull.
LÓÐRÉTT: 1. lofs, 3. rr, 4. verðmat, 5.
aka, 7. getgátu, 10. trú, 13. emm, 15.
ílát, 16. gos, 19. al.
„Já, ég er að koma heim með verk-
ið The Destruction of Experience:
Klamms Dream til að taka þátt í
artFart-leiklistarhátíðinni,“ segir
leikarinn snjalli, Guðmundur Ingi
Þorvaldsson, en hann hefur upp á
síðkastið lifað og hrærst í listinni
í London.
Guðmundur Ingi hefur verið við
nám og störf í heimsborginni að
undanförnu og var meðal annars að
leika í SHUNT-leikhúsinu fræga –
sem er rómað fyrir frammúrstefnu-
legar uppfærslur – sýningu sem
íslenskum leikhúsáhugamönnum
gefst nú kostur á að berja augum.
„Við munum sýna það í Batteríinu,
nýju leikhúsrými sem er fyrir ofan
Organ sáluga 12., 13. og 14. ágúst.
Heimkoman er styrkt af Reykjavík-
urborg.“ Leikstjóri sýningarinnar
er meðal þekktustu leikhúsmanna í
leiklistarbransanum, Mischa Twit-
chin. Hann mun í tengslum við
þessa sýningu halda fyrirlestur 14.
ágúst og svara spurningum undir
yfirskriftinni „Is there any need to
experiment?“ eða „er einhver þörf
á tilraunastarfsemi?“ – og verður
sá viðburður einnig í Batteríinu.
Guðmundur Ingi lætur vel af sér,
segir dvölina í London hafa verið
draumi líkasta. Og aldrei að vita
hvenær hann kemur heim. „Ég er
að fara að leika stóra rullu, vonda
kallinn, í sjónvarpsseríu hér úti 17.
til 22. ágúst sem heitir „Tempting
Fates“ fyrir Eye Film and Tele-
vision Company. Stefnan er að hún
verði sýnd hér ytra í október.“ - jbg
Guðmundur heim með SHUNT-sýningu
GUÐMUNDUR INGI LIFIR DRAUMALÍFI Íslenskum leikhúsáhugamönnum gefst nú
færi á að sjá sýningu sem Guðmundur hefur leikið innan ramma SHUNT-hópsins og
með honum í för er leikhúsgúrúið Mischa Twitchin. FRÉTTABLAÐIÐ/HÖRÐUR
Víkin Safnkaffihús opnaði í Sjó-
minjasafni Reykjavíkur á Granda-
garði fyrir stuttu, kaffihúsið legg-
ur mikla áherslu á íslenskt meðlæti
með kaffinu. Meðal þess góðgæt-
is sem gestir geta gætt sér á eru
kökur, heimalagað rúgbrauð með
síld eða hangikjöti, pönnukökur og
saltfiskbollur. „Kaffihúsið er til-
tölulega nýopnað þannig það eru
ekki margir sem vita af því ennþá.
Við reynum að hafa matinn svolítið
þjóðlegan og erum að tengja okkur
við sjóinn, enda kaffihúsið hluti af
sjóminjasafni,“ segir Nanna Guð-
mundsdóttir, starfsmaður Sjó-
minjasafns Reykjavíkur.
Innt eftir því hvort íslenskar
kökur renni ljúflega ofan í ferða-
mennina segir hún svo vera. „Þeir
eru mjög hrifnir af rabarbaratertu
sem við erum með og sömuleiðis
hangikjötinu, en fáir leggja í síld-
ina.“
Kaffihúsið er opið alla daga vik-
unnar frá 11-17. -sm
Þjóðlegt kaffihús við höfnina
GOTT MEÐ KAFFINU Á Víkinni er mikið lagt upp úr íslensku meðlæti. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA
Pálmi Guðmundsson og hans
menn hjá Stöð 2 eru nú í óða önn
að ganga frá komandi vetrardag-
skrá. Gengið hefur verið til samn-
inga við Baltasar Kormák, sem
hlýtur að teljast langumsvifamestur
í hinum íslenska kvikmyndageira,
um sýningar á Grafarþögn, sem er
á teikniborðinu, og Sumar-
landi Gríms Hákonarson-
ar, sem nú er í tökum
en Baltasar framleiðir,
auk myndar Baltasars
Inhale sem enn hefur
ekki verið frumsýnd. Þá
mun Bjarnfreðarson
einnig verða sýnd á
Stöð 2.
Menn eru nú að
gera upp verslunarmannahelgina
sem virðist hafa tekist vel víðast
hvar. Slegið var aðsóknarmet í
Eyjum, 14 þúsund manns, en
gamla metið er aldarfjórðungsgam-
alt eða frá því að Stuðmenn trylltu
þjóðhátíðargesti. Jakob Frímann
og Stuðmenn sýta það ekki, enda
ánægðir með sig og sitt. Í Húsdýra-
garðinn mættu 11 þúsund manns
þar sem Stuðmenn stigu á stokk
sem gerir þá líklega að
tekjuhæstu hljómsveit
landsins þessa versl-
unarmannahelgina
eins og svo oft áður
– en ólíkt fleiri hljóm-
sveitir voru
um hituna í
Eyjum.
KFUM
og KFUK héldu velheppnaða
hátíð um verslunarmannahelg-
ina í Vatnaskógi og þar var það
Björgvin Franz sem fór fremstur
meðal jafningja í að halda uppi
fjörinu. Gestir voru úr
ýmsum áttum: Arnar
Gauti tískulögga vakti
athygli fyrir frjálslegt
fas og klæðaburð: í
hvítum stutterma bol og
hermannabuxum, og
svo Pétur Ben. gít-
arsnillingur sem
var útilegulegur
mjög. - jbg
FRÉTTIR AF FÓLKI
A
u
g
lý
si
n
g
as
ím
i
– Mest lesið