Fréttablaðið - 17.08.2009, Page 1

Fréttablaðið - 17.08.2009, Page 1
Sími: 512 5000MEST LESNA DAGBLAÐ Á ÍSLANDI Sölufulltrúar Jóna María Hafsteinsdóttir jmh@365.is 512 5473 Hugi Garðarsson hugi@365.is 512 5447 „Að sitja við gluggann í stofunni minni í Garðabænum og horfa yfir sjóinn er einstök upplifun,“ segir Halla Har, gler- og myndlistar-kona, sem þó var stödd í berjamó í Skorradalnum þegar náðist í hana. „Ég er nú fædd og uppalin á Siglu-firði þannig að ég er sjávarstelpa í mér.“ H ll Aðspurð segist Höllu finnast gott að búa við sjóinn en þó hefur hún ekki alltaf gert það. „Við áttum heima í Keflavík og þar bjuggum við ekki við sjóinn þó að við höfum séð út á hann frá heimili okkar,“ segir Halla. Þau hjónin bjuggueinnig í Da alltaf valið íbúðir eftir því hvern-ig útsýnið er,“ segir Halla, sem eyðir miklum tíma í íbúðinni við sjóinn í Garðabænum vegna vinnu sinnar. „Ég er mjög mikið Valdi hús eftir útsýninu Halla Har nýtur útsýnisins frá stofuglugganum í Garðabæ og á löngum sumarkvöldum situr hún og horfir yfir sjóinn. Dögunum eyðir hún hins vegar í vinnustofu sinni inni á heimilinu og málar flesta daga. Halla Haraldsdóttir þreytist aldrei á útsýninu við heimili sitt. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA SJÓMINJASAFNIÐ VÍKIN að Grandagarði 8 er opið alla daga vikunnar frá 11 til 17. Leiðsögn um varðskipið Óðin er klukkan 13, 14 og 15. Í safninu má bæði skoða áhugaverðar sýningar en einnig tylla sér í Safnakaffinu sem býður upp á góðar veitingar og einstakt útsýni yfir gömlu höfnina. A T A R N A Þrífandi og hrífandi s g Mjódd UPPLÝSINGAR O Nýtt námskeiðhefst 21. ágúst n.k. MÁNUDAGUR 17. ágúst 2009 — 193. tölublað — 9. árgangur VEÐRIÐ Í DAG Baldursnesi 6 Akureyri Sími 414 1050 Smiðjuvegi 76 Kópavogi Sími 414 1000 Tilboð vikunnar Upphengt salerni, seta, innbyggður kassi og þrýstispjald Tilboð kr.54.900,- HALLA HAR Finnst mjög gott að búa við hafið • heimili Í MIÐJU BLAÐSINS Íslenskar konur efldar Fyrirlesari er á leið til landsins til að hjálpa fólki að finna sinn innri eldmóð og forgangsraða verkefnum. TÍMAMÓT 14 HALLA OG LOVÍSA Dansað eftir settum reglum Nýtt verk á Reykjavík Dance Festival FÓLK 20 BENEDIKT KARL GRÖNDAL Var í trúðaskóla í tvö ár Setur upp einleik á Íslandi FÓLK 26 Efnilegur plötusnúður Hinn sextán ára Kári Guðmundsson vekur athygli fyrir dubstep-tónlist sína. FÓLK 19 HÆGVIÐRI Í dag verður hæg breytileg átt og bjart með köflum. Smáskúrir á víð og dreif, einkum sunnan til og síðdegis. Hiti 10-15 stig. VEÐUR 4 12 13 13 1213 Siðfræði Icesave-málsins Hártoganir um langsótta lagaklæki eða kvein um að við ráðum ekki við þetta koma okkur hvorki lönd né strönd,“ skrifar Stefán Ólafsson. Í DAG 12 FRJÁLSAR Jamaíkumaðurinn Usain Bolt gerði sér lítið fyrir og stór- bætti heims- metið í 100 metra hlaupi karla á HM í Berlín í gær. Hann hljóp á 9,58 sekúndum og bætti gamla metið um 0,11 sekúndum sem hann setti á Ólympíuleikun- um í fyrra. Þá var það frægt er hann gaf eftir á lokasprettinum en nú hljóp hann af fullum krafti yfir mark- línuna og niðurstaðan var glæsi- legt heimsmet. Bolt er 22 ára gamall og vann þrenn gullverðlaun í Peking í fyrra. Hann þykir einnig líklegur til afreka í 200 metra hlaupi karla í Berlín þar sem hann er sömu- leiðis ríkjandi heimsmetshafi. Tyson Gay varð annar í hlaup- inu á 9,71 sekúndu sem er nýtt bandarískt met. - esá Usain Bolt í 100 m hlaupi: Nýtt heimsmet Enski boltinn af stað Tímabilið í enska boltanum hófst með látum um helgina. ÍÞRÓTTIR 22 EFNAHAGSMÁL Samþykki á fyrirvörum fjárlaga- nefndar við Icesave-samninginn er mjög mik- ilvægur áfangi fyrir íslenskt efnahagslíf, að mati Ólafs Ísleifssonar lektors í hagfræði við Háskólann í Reykjavík. Sigurður Líndal lagaprófessor hallast að því að fyrirvararnir séu gagntilboð og þar með nýtt samningstilboð. „Það þyrfti líklega að tala við Breta og Hollendinga en það gæti vel verið að þeir samþykki þetta án þess að fara þurfi í aðrar samningaviðræður.“ „Þessi ströngu skilyrði í fyrirvörunum gjörbreyta öllum forsendum samningsins, sem þýðir að sjálfsögðu að samningnum hefur verið hafnað,“ segir Bjarni Benediktsson, for- maður Sjálfstæðisflokksins, um frumvarp um ríkisábyrgð á innistæðum Icesave-reikninga Landsbankans. Frumvarpið var samþykkt úr fjárlaga- nefnd á laugardagsnótt með stuðningi allra flokka nema Framsóknarflokks, sem hyggst skila inn séráliti um frumvarpið. Líklegt er að önnur umræða um frumvarpið fari fram á Alþingi á morgun. Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra segir að Bretum og Hol- lendingum hafi verið kynntir fyrirvararnir. Ef í ljós komi að frekari viðræðna sé þörf, eftir endanlega afgreiðslu Alþingis, þá verði einfaldlega að takast á við það, að mati Össurar. Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra lítur ekki svo á að samningurinn hafi verið felldur. „Samningurinn rammar þá skilmála sem nú hafa verið settir. Þetta er sú umgjörð sem við teljum nauðsynlega til að geta farið af stað með málið,“ segir Steingrímur. Fyrstu áhrif samkomulags um Icesa- ve verða afgreiðsla á lánum frá AGS og Norðurlöndunum, að mati Ólafs Ísleifsson- ar. Þannig verði hægt að styrkja gjaldeyr- isvarasjóðinn verulega. „Að styrkja sjóð- inn með þessum hætti skapar aukið traust á íslenskt fjármálakerfi, nauðsynlegt traust í utanríkisviðskiptum og eyðir óvissu um að hér verði hnökrar á utanríkisviðskiptum, þannig að þetta er mjög mikilvægur áfangi,“ segir Ólafur. Hann segir erfitt að segja til um áhrif á krónuna. „Þetta að minnsta kosti spillir ekki fyrir.“ Sárt er fyrir Íslendinga að þurfa að axla ábyrgð á skuldum einkafyrirtækis sem lenti í eigu óreiðumanna með þessum hætti, að sögn Ólafs. Þá segir hann að það, að samningurinn veiti sjö ára svigrúm, sé kannski mikilvæg- asta atriði hans. Þannig sé hægt að vinna í því að treysta efnahaginn, taka til eftir hrunið og endurreisa. Ólafur segir að afgreiðslan á Icesave virð- ist hafa verið prófsteinn á vilja Íslendinga til að efna skuldbindingar sínar, meðal annars hafi það verið álit Norðurlandanna. Það að ákvörðun hafi verið tekin sendi þau skilaboð að vilji sé til þess að efna skuldbindingarnar. „Þetta þýðir að við getum gengið uppréttir menn í samfélagi þjóðanna og borið höfuðið hátt.“ - þeb, vsp, kg / sjá nánar á síðu 6 Mikilvægt fyrir efnahagslífið Ólafur Ísleifsson segir Íslendinga geta gengið uppréttir í samfélagi þjóða í kjölfar Icesave-samkomulagsins. Sigurður Líndal telur fyrirvarana gagntilboð. Fjármálaráðherra segir samninginn ekki hafa verið felldan. USAIN BOLT STJÓRNMÁL „Með sínum málflutn- ingi tók Framsókn dýpst í árinni gegn Icesave þannig að flokkur- inn átti erfitt með að bakka og var eiginlega búinn að mála sig út í horn,“ segir Einar Mar Þórðarson stjórnmálafræðingur um hve mikil áhrif það getur haft á Framsókn að allir aðrir flokkar stóðu saman að fyrirvörum við Icesave. Vissulega hafi kannanir sýnt að meirihluti þjóðarinnar var á móti samningnum, að sögn Einars og því gæti verið að margir virði það við Framsókn að vera á móti. „Það hefði verið betra gagnvart erlendum aðilum ef allir flokk- ar hefðu staðið að þessum fyrir- vörum,“ segir Einar. Hann telur Icesave ekki verða lykilatriði í næstu kosningabaráttu. Þingflokk- ur Vinstri grænna virðist standa heill á bak við fyrirvarana, að mati Einars en skiptar skoðanir voru um samninginn innan flokksins. „Það á eftir að koma í ljós hvern- ig VG á eftir að vegna en tvö mál, ESB og Icesave, hafa reynst þeim erfið. Ljóst er að það þarf að koma saman fjárlögum sem kemur til með að reyna á ríkisstjórnina og stuðningsmenn hennar,“ segir Einar. - vsp Stjórnmálafræðingur segir Icesave ekki verða lykilatriði í næstu kosningum: Framsókn málaði sig út í horn LÖMB AÐ LEIK Á leið sinni um Austfirði, nánar tiltekið á Mjóeyri í Eskifirði, rakst ljósmyndari Fréttablaðsins á erlenda ferðamenn sem nutu náttúrunnar til hins ýtrasta. Litlu lömbin nutu góðs af örlæti krakkanna. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.