Fréttablaðið - 17.08.2009, Blaðsíða 8

Fréttablaðið - 17.08.2009, Blaðsíða 8
8 17. ágúst 2009 MÁNUDAGUR ÍS L E N S K A /S IA .I S /O R K 4 63 11 0 8/ 09 • Orkuveitan kostar flugeldasýningu á Menningarnótt og hefur gert frá upphafi hátíðarinnar. www.or.is Árið 1930 var heitu vatni dælt úr Laugunum til Reykjavíkur í fyrsta sinn og markar það upphaf hitaveitu. Gengið verður um orkusöguslóðir: Laugardalur-Bolholt- Fúlatjörn. Gangan hefst þriðjudaginn 18. ágúst við Þvottalaugarnar kl. 19:30. Leiðsögumaður er Stefán Pálsson sagnfræðingur. Einnig bendum við á að upplýsingar um gönguleiðir á Hengilssvæðinu eru á vef OR, www.or.is/ganga. Söguganga í Laugardal BRETLAND Bresk sendiráð og ræðis- mannaskrifstofur víðs vegar um heiminn eru orðin þreytt á ýmsum fyrirspurnum sem þeim berast. Sendiráðsstarfsmenn eru reglu- lega beðnir um að finna veður- spár, hjálpa fólki við að pakka í töskur eða finna sólgleraugu. Þá hefur verið hringt í sendiráð til að biðja um uppskrift að sultu, og ferðalangur á Ítalíu spurði sendiráðið hvar hann gæti keypt ákveðna tegund af skóm. „Ef einhver á í alvarlegum vandræðum erlendis, hefur lent í slysi, týnt vegabréfinu sínu eða orðið fórnarlamb glæps, þá getum við hjálpað honum,“ segir Juliet Maric, ræðismaður Bret- lands í Alicante á Spáni. „En við getum ekki gefið upplýsingar um hver má synda í hvaða sundlaug, við getum ekki borgað leigubíla fyrir ferðamenn eða gert neitt í genginu.“ Breska utanríkisráðuneytið hefur tjáð sig um málið og beðið Breta erlendis sérstaklega að hafa í huga að sendiráðin eigi að hjálpa þeim sem eigi í verulegum vand- ræðum. Fólk verði því að átta sig á hlutverkum sendiráða, svo þau geti einbeitt sér að alvarleg- um málum þar sem fólk virkilega þurfi á hjálp að halda. - þeb Bresk sendiráð beðin um að pakka niður, finna sólgleraugu og finna veðurspár: Ferðamenn þreyta sendiráðin SPÁNN Starfsmenn í utanríkisþjónustu Bretlands hafa verið beðnir um ótrú- legustu hluti, og eru þreyttir á að tíma þeirra sé eytt í slíkt. 1. Hvaða tveir kvikmynda- leikstjórar ætla að opna myndlistarsýningu saman í Listasafni Reykjavíkur? 2. Hvert fór Hillary Clinton í opinbera heimsókn á dögunum? 3. Hvernig fór kvennalandsleik- ur Íslands og Serbíu í undan- keppni HM? SAMGÖNGUMÁL Byrjað verður að steypa vegskála Bolungarvíkur- megin í Bolungarvíkurgöngum í dag eða á næstu dögum. Fljót- lega verður lokið við gerð vegs- kála Hnífsdalsmegin í göngun- um. Búist er við því að gangaop- ið opnist í báðar áttir í nóvem- ber. Lengri tíma en áætlað var hefur tekið að vinna í göngunum Hnífsdalsmegin þar sem óheppi- leg setlög hafa gert að verkum að aðeins er hægt að sprengja um tvo til þrjá metra í einu. Þá fer meiri vinna í það að styrkja bergið og grafa laust berg út úr göngunum. - þeb Bolungarvíkurgöng: Unnið að gerð vegskála VINNUMARKAÐUR „Það jákvæða sem er að frétta af vinnumarkaði er að atvinnuleysi á meðal námsmanna varð minna en við óttuðumst,“ segir Gissur Pétursson, forstjóri Vinnumálastofnunar. Atvinnuleysi í júlí var átta prósent sem jafn- gildir því að 13.756 manns hafi að jafnaði verið án atvinnu. Gissur segir að atvinnuleysistöl- ur muni lækka á næstunni sökum þess að námsmenn hverfi af vinnu- markaði. Hins vegar megi búast við að atvinnuleysistölur hækki aftur á síðustu mánuðum ársins og spár um tíu prósenta atvinnu- leysi að meðaltali á ársgrundvelli gangi eftir. „Við vonum hins vegar að þetta óvissuástand í efnahags- málum fari að gefa eftir því að ef tiltrú atvinnurekenda eykst eru hlutirnir fljótir að gerast.“ Þeir sem verið hafa á atvinnu- leysisskrá lengur en í sex mán- uði eru nú um helmingur atvinnu- lausra eða ríflega sjö þúsund manns. Frá því í febrúar hefur langtímaatvinnulausum fjölgað úr um tíu prósentum allra atvinnu- lausra í um helming þeirra. „Þetta er áhyggjuefni því að þetta snýr að því að menn haldi vinnuhæfni og starfshvata,“ segir Gissur. Hann telur að allt of fáir séu skráðir í þau úrræði sem standa til boða, en þeir voru 612 í júlí sem nemur aðeins fjórum prósentum af heildinni. „Reynsl- an sýnir að það þarf bæði að ýta og draga fólk sem lendir í langtíma atvinnuleysi. Það liggur við að það þurfi að beita fólk þvingunum til að úrræðin séu nýtt. Við erum þó óhrædd við að gera það, því að við vitum að fólki er greiði gerður með því að koma því af stað út á vinnu- markaðinn að nýju.“ svavar@frettabladid.is Spárnar ganga eftir Atvinnuleysi í júlí var átta prósent. Langtímaatvinnuleysi eykst sem er áhyggju- efni. Fólk sekkur dýpra í vonleysi og þarf hvatningu og ráðgjöf. Fjöldi atvinnulausra í lok júlí 2009 eftir atvinnugreinum. % 1,1 1,2 1,3 1,9 3,3 4,8 6,6 8,2 8,9 9,1 8,7 8,1 8,0 10 8 6 4 2 0 jú l. ´0 8 ág ú. ´0 8 se p. ´0 8 ok t. ´0 8 nó v. ´0 8 de s. ´0 8 ja n. ´0 9 fe b. ´0 9 m ar . ´ 09 ap r. ´0 9 m aí . ´ 09 jú n. ´0 9 jú l. ´0 9 Skráð atvinnuleysi í júlí 2008 - júlí 2009 Mannvirkjagerð 2.705 Verslun 2.888 Iðnaður 1.507 Annað 4.869 Leigustarfs. og ýmis þjónusta 1.022 Sérfræðiþjónusta 1.007 Gisting / veitingastarfsemi 781 Flutningsstarfsemi 832 MENNTUN „Staðan hjá okkur er ágæt eins og hún lítur út í dag. Við getum enn bætt við nemendum í nokkra bekki,“ segir Fríða Regína Höskuldsdóttir, skóla- stjóri Landakotsskóla. Síðustu daga og vikur hafa tveir af einkaskólum á grunnskólastigi í Reykjavík, Landakotsskóli og Ísaksskóli, auglýst eftir nemend- um fyrir komandi skólaár sem hefst í vikunni. Að sögn Regínu er nemendastaðan í Landakots- skóla svipuð og verið hefur undanfarin ár. „Það hafa lengi verið laus pláss fyrir nemendur á þessum árs- tíma, og þá erum við að miða við að skipa um tut- tugu nemendum í hvern bekk.“ Regína segist allt eins hafa búist við að foreldrar myndu í auknum mæli skrá börn sín í sveitarfélagaskóla, þar sem ekki er krafist skólagjalda, en það virðist ekki hafa komið á daginn. „Hins vegar tekur nemendafjöld- inn breytingum síðustu dagana fyrir skólasetningu. Bæði er verið að skrá börn í skólann og yfir í aðra skóla,“ segir Fríða Regína Höskuldsdóttir. Sigríður Anna Guðjónsdóttir, skólastjóri Ísaks- skóla, tekur í sama streng varðandi breytingar á nemendafjölda fram á síðasta dag. Spurð hvort slík- ar breytingar hafi áhrif á starfsmannafjölda skól- ans segir hún að svo geti verið. „Við tökum frekar áhættuna að hafa færra starfsfólk en fleira. Ef fleiri börn eru skráð í skólann en við búumst við þá er lúxusvandamál, því lítið mál er að fá ráðna kenn- ara í augnablikinu. Við kjósum frekar að fara þá leið en að þurfa að segja upp starfsfólki,“ segir Sigríður Anna Guðjónsdóttir. - kg Einkaskólar á grunnskólastigi auglýsa enn eftir nemendum: Breytist fram á síðasta dag LANDAKOTSSKÓLI Skólastjórar einkaskólanna segja nemenda- fjöldann taka breytingum allt fram á síðasta dag fyrir skóla- setningu. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI VEISTU SVARIÐ?

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.