Fréttablaðið - 17.08.2009, Blaðsíða 14
14 17. ágúst 2009 MÁNUDAGUR
timamot@frettabladid.is
LUDWIG MIES VAN DER ROHE
(1886-1969) LÉST ÞENNAN DAG.
„Guð er að finna í
smáatriðunum.“
Ludwig Mies van der Rohe var
þýskur arkitekt sem jafnan er
talinn einn helsti brautryðj-
andi nútímaarkitektúrs – með
áherslu á einföld form, stál
og gler.
Janet Attwood er ekki mikið þekkt hér
á landi en í Bandaríkjunum hefur bók
hennar, The Passion Test, farið sig-
urför. Bókin er eins konar sjálfspróf
sem hjálpar fólki að finna sinn innri
eldmóð, forgangsraða verkefnum og
skilja á milli þess sem skiptir máli og
þess sem hefur minna vægi. Þær Rúna
Magnúsdóttir og Svanhvít Aðalsteins-
dóttir komust í kynni við Janet fyrir
nokkru á fyrirlestri í London. Ræddu
þær meðal annars við hana um efna-
hagsástandið, sem varð til þess að
Janet vildi ólm koma til landsins og
hitta þjóð sem upplifir ástand sem
hún þarf að forgangsraða í. Þær standa
ásamt Bjarneyju Lúðvíksdóttur fyrir
því að Janet Attwood kemur til lands-
ins hinn 5. september.
Rúna rekur vefsíðuna connected-
women.com sem hefur þann tilgang
að efla samskipti og samstöðu kvenna,
íslenskra og erlendra, og þar á vefn-
um hefur hún fengið Janet og fleiri
þekkta ameríska kvenkyns fyrirles-
ara til að flytja erindi. Þeir hafa gefið
vinnu sína og ágóðinn af hlustuninni
– en hægt er að kaupa fyrirlestrana –
á að renna í sjóð til styrktar atvinnu-
sköpun íslenskra kvenna.
„Janet Attwood er afar merkileg kona
sem hefur upplifað margt. Bók henn-
ar fór á metsölulista New York Times
á fyrsta degi útgáfu og hefur selst vel
en auk þess hefur Janet þjálfað um
500 manns sem „Eldmóðs“-þjálfara úti
um allan heim og við Svanhvít höfum
nú krækt okkur í þau réttindi,“ segir
Rúna. Sjálf hefur hún verið í eigin at-
vinnurekstri í tvo áratugi, átti og rak
innflutningsverslun og hefur verið virk
í Félagi kvenna í atvinnurekstri en hún
situr meðal annars í stjórn félagsins.
Hún lærði markþjálfun á Íslandi fyrir
nokkrum árum, og starfar við það.
„Ég seldi fyrirtæki mitt í lok árs
2006 og stóð þá frammi fyrir þeirri
spurningu hvað ég vildi gera. Minn eld-
móður í gegnum tíðina hefur verið í því
að sjá konur ná lengra og kannski ekki
síst konur sem langar að fara út í eigin
atvinnurekstur en eru eitthvað ragar.
Ég setti vefsíðu mína upp í kjölfarið og
kom mér í samband við fullt af konum
um allan heim með sama áhugamál,“
segir Rúna en vefurinn er hugsaður
sem samfélagsvefur fyrir konur í at-
vinnulífinu. „Í gegnum vefinn heyrði
ég svo um Janet og fór á fyrirlestur
hjá henni í London. Ég vissi strax að
þetta var kona sem ég yrði að heyra í,
því í lýsingunni um hana stóð að hún
vildi efla aðrar konur. Ég hitti hana og
þegar hún heyrði að ég væri frá Íslandi
vildi hún óð og uppvæg hjálpa til.“ Úr
varð áðurnefnd veffundasería sem
Rúna fékk hjálp Janet Attwood við að
setja upp og fá fyrirlesara til að taka
þátt í en meðal fyrirlesara eru nokkrar
stjörnur úr myndinni The Secret.
„Finndu eldmóðinn er yfirskrift
heilsdagsvinnustofu hinn 5. september
sem við bjóðum almenningi að taka
þátt í með Janet og þar ætlar hún
meðal annars að reyna að hjálpa fólki
að sjá hvernig hægt er að ná árangri í
lífinu,“ segir Rúna. Miðar verða seldir
á midi.is. Í boði verða 100 miðar fyrir
fólk í atvinnuleit í gegnum Vinnu-
málastofnun en einnig styrkja marg-
ir starfsmenntunarsjóðir félagsmenn
sína til þátttöku.
„Janet verður hér á landinu til 12.
september og verður hún einnig með
fyrirlesturinn „Vertu stjórnandi í eigin
lífi“ hinn 10. september. Janet hefur
líka óskað eftir því að fá að gefa börn-
um og unglingum tækifæri á að taka
prófið sér að kostnaðarlausu og við
erum að vinna í því að finna góðan
vettvang fyrir þá uppákomu.“
juliam@frettabladid.is
JANET ATTWOOD: MEÐ FYRIRLESTUR Á ÍSLANDI
Bandarískur metsöluhöfund-
ur vill efla íslenskar konur
SKIPULEGGJA KOMU ATTWOOD Rúna Magnúsdóttir, Svanhvít Aðalsteinsdóttir og Bjarney Lúð-
víksdóttir sjá um að skipuleggja komu Janet Attwood í byrjun september. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA
Haustdagskrá Gerðubergs
er fjölbreytileg. Hún hefst
með þátttöku í Jazzhátíð
Reykjavíkur þar sem ungir
og upprennandi tónlistar-
menn taka þátt í djasssmiðj-
um með þekktum erlendum
og innlendum kennurum.
Böndin Reginfirra, Trans
kvintett og Kvartett Leifs
Gunnarssonar taka þátt
í smiðjunum og sýna af-
raksturinn meðal annars á
hádegistónleikum í Gerðu-
bergi 17. til 20. ágúst.
Fyrstu sýningar haustsins
verða opnaðar fimmtudag-
inn 20. ágúst. Halldór Bald-
ursson skopmyndateiknari
opnar sýninguna Í fréttum
var þetta helst … þar sem
hann dregur upp mynd af
aðdraganda kreppunnar. Í
september heldur Halldór
námskeið fyrir unglinga í
skopmyndateiknun.
Sama dag opnar Ólöf
Erla Einarsdóttir, graf-
ískur hönnuður, sýning-
una Sögur án orða þar sem
sýndar eru ljósmyndir sem
eru samsettar úr mörgum
lögum mynda með ákveð-
inni tækni.
Hið vinsæla Handverks-
kaffi heldur áfram, fyrsta
miðvikudagskvöld í hverj-
um mánuði.
Tónleikaröðin Klassík
í hádeginu heldur áfram
undir stjórn Nínu Margrét-
ar Grímsdóttur píanóleik-
ara. Í október kemur Gunn-
ar Kvaran sellóleikari fram
undir yfirskriftinni Úr gull-
kistu sellósins.
Í október kemur Kristín
Marja Baldursdóttir rithöf-
undur fram á Ritþingi þar
sem Halldór Guðmundsson,
Þórhildur Þorleifsdóttir og
Ármann Jakobsson ræða
við hana um líf hennar og
listferil.
Þetta er þó aðeins brot af
dagskrá haustsins. Áhuga-
samir geta kynnt sér hana
nánar á www.gerduberg.is.
Margt á döfinni
í Gerðubergi
STÚLKA OG SVANUR Ólöf Erla Einarsdóttir opnar sýningu í Gerðubergi
á fimmtudaginn.
MERKISATBURÐIR
1924 Flugbátur kemur í fyrsta
skipti til Íslands. Ítal-
inn Antoni Ocatelli flaug
honum og fór héðan
næst til Grænlands.
1946 Valgerður Þorsteinsdótt-
ir, 21 árs gömul, verður
fyrst íslenskra kvenna til
að ljúka einkaflugmanns-
prófi.
1960 Gabon fær sjálfstæði frá
Frakklandi.
1980 Heklugos hefst og stend-
ur í nokkra daga. Fram-
hald af gosinu verður 9.
apríl 1981.
1992 Kvikmyndaleikstjórinn
Woody Allen viðurkenn-
ir að eiga í ástarsambandi
við Soon-Yi Previn, sem
hann ættleiddi ásamt
leikkonunni Miu Farrow.
Á þessum degi árið 1941 var
sökkti þýskur kafbátur leiguskipi
Eimskipafélags Íslands, Sessu,
um 300 kílómetrum suðvest-
ur af Íslandi. Með því létust 24
skipverjar en þrír komust lífs af.
Meðal skipverja voru tveir Ís-
lendingar, Þorvaldur Aðils og
Steinþór Wendel Jónsson, en
aðrir um borð voru flestir Norð-
menn, Danir og Svíar, auk nokk-
urra Portúgala, Breta og eins
Bandaríkjamanns. Þrír skipverjar
náðu að hafast við á fleka í nítj-
án daga áður en þeim var bjarg-
að og „voru orðnir mjög að-
þrengdir,“ eins og segir í Morg-
unblaðinu hinn 12. september,
en skipsins hafði verið saknað
í nokkurn tíma og ekki var vitað
um afdrif þess. Þau voru ekki
kunngjörð Íslendingum fyrr en
um mánuði síðar. Sessa var á leið
til landsins með ýmsar vörur fyrir
Íslendinga en skipið var danskt
skip í eigu Eimskipafélagsins sem
Bandaríkjastjórn hafði lagt lög-
hald á en það sigldi undir fána
Panama. Fregnin vakti mikla at-
hygli í Bandaríkjunum.
Öðru skipi í eigu Eimskips hf.
var sökkt á svipuðum tíma en eftir
þessa atburði voru ný ráð tekin
upp til að reyna að koma í veg
fyrir atburði af þessu tagi; voru
skipin til að mynda látin sigla í
skipalestum og öll áform um sigl-
ingar voru mun leynilegri.
ÞETTA GERÐIST: 17. ÁGÚST 1941
Leiguskipi Eimskips sökkt
Ástkær faðir okkar, tengdafaðir og afi,
Þorsteinn R. Helgason
sem lést á Landspítalanum laugardaginn 8. ágúst,
verður jarðsunginn frá Dómkirkjunni þriðjudaginn
18. ágúst kl. 15.00. Blóm og kransar vinsamlegast
afþakkaðir, en þeim sem vildu minnast hans er
bent á ABC barnahjálp. Bestu þakkir til starfsfólks
Droplaugarstaða.
Helgi Schweitz Þorsteinsson María Björk Wendel
Jakob Schweitz Þorsteinsson Erla Ruth Harðardóttir
Þorsteinn Schweitz Þorsteinsson Tove Larsdotter
og barnabörn.
Ástkær sonur minn, faðir, stjúpfaðir og afi,
Hörður Barðdal,
Brúnastöðum 17, Reykjavík,
sem lést á Landspítalanum við Hringbraut að morgni
þriðjudagsins 4. ágúst, verður jarðsunginn frá
Grafarvogskirkju miðvikudaginn 19. ágúst kl. 13.00.
Blóm og kransar eru vinsamlegast afþakkaðir, en þeim
sem vildu minnast Harðar er bent á Íþróttafélag fatl-
aðra í Reykjavík.
Sesselja E. Guðnadóttir Barðdal
Jóhanna I. Barðdal
Sesselja E. Barðdal
Bergþóra Fanney Barðdal
Þórður V. Oddsson Marta E. Guðmundsdóttir
og barnabörn.
Elskuleg föður- og afasystir okkar,
Guðmunda H. Ólafsdóttir
Whittaker
Hrafnistu, Hafnarfirði,
áður Ásbúðartröð 5, Hafnarfirði,
verður jarðsungin frá Hafnarfjarðarkirkju þriðjudag-
inn 18. ágúst kl. 13.00. Blóm og kransar vinsamlega
afþakkaðir, en þeim sem vilja minnast hennar er bent á
Minningaröldur, Hrafnistu, Hafnarfirði.
Anna Björg Halldórsdóttir
Halla Sólveig Halldórsdóttir
Magnús Ólafur Halldórsson
Halldór Steinn Halldórsson
Karl Sigurjónsson
Freyja Sigurjónsdóttir