Fréttablaðið - 17.08.2009, Blaðsíða 2

Fréttablaðið - 17.08.2009, Blaðsíða 2
2 17. ágúst 2009 MÁNUDAGUR Pálmi, er þetta nokkuð á veg- um Alþjóðagjaldeyrissjóðsins? „Jú, Wipeout Stöðvar 2 er liður í aðgerðaáætlun AGS á Íslandi.“ Stöð 2 hefur ákveðið að ráðast í íslenska útgáfu af sjónvarpsþáttunum Wipeout og mun keppnin fara fram í Argentínu. Argentína var einnig með áætlun við AGS árið 2001. Pálmi Guðmundsson er sjónvarpsstjóri Stöðvar 2. STJÓRNMÁL Alþjóðagjaldeyris- sjóðurinn (AGS) fór í tveggja vikna sumarfrí 7. ágúst síðastlið- inn. Nokkrum dögum áður átti að taka fyrir og endurskoða áætlun AGS og íslenskra stjórnvalda og greiða hluta af láninu. Því var hins vegar frestað. Þær ástæður sem gefnar voru upp voru þær að ekki hefði nást að ljúka Icesave-samkomulaginu. Einnig hafði endurfjármögnun bankanna ekki verið lokið. Hinu síðarnefnda er nú lokið og lending er komin í Icesave. Ekkert ætti að vera því til fyrirstöðu að málefni Íslands verði tekin fyrir, enda var „allt tilbúið að hálfu íslenskra stjórn- valda“, að sögn Steingríms J. Sigfússonar fyrr í mánuðinum. Fyrsti fundur AGS eftir frí verður í fyrsta lagi 21. ágúst. - vsp AGS kemur úr fríi 21. ágúst: Gætu tekið Ísland fyrir á næsta fundi STJÓRNMÁL Ásta Ragnheiður Jóhannsdóttir, forseti Alþingis, vonast til að Icesave verði tekið fyrir í þing- inu á þriðju- dag. Mun Ásta funda með for- mönnum þing- flokkanna í dag og býst hún við að þá verði ljóst hvenær málið verði tekið fyrir. Enn á önnur og þriðja umræða eftir að fara fram, ásamt atkvæðagreiðslum. Hægt er að óska eftir því að mál fari í nefnd eftir aðra umræðu og telur Ásta líklegt að það verði gert. En hvenær lýkur málinu? „Ég vona að hægt verði að ljúka því fljótlega og ég stefni á það. Þetta sumarþing er orðið það langt að því verður að linna,“ segir Ásta. Það mikil nefndarvinna er búin að fara fram að Ásta efast um að langar umræður þurfi. - vsp Icesave rætt á þriðjudaginn: Sumarþinginu verður að ljúka SLYS Konan sem lést í slysi í Langadal í Austur-Húnavatns- sýslu síðastliðið föstudags- kvöld hét Margrét Jósefsdóttir, til heimilis að Vesturgili 12 á Akureyri. Hún var fimmtug og lætur eftir sig eiginmann og uppkomin börn. Tildrög slyssins eru enn í rannsókn hjá rannsóknardeild lögreglunnar á Akureyri. Margrét var far- þegi í flutningabifreið sem fór út af þjóðveginum í Langadal. Ökumaður bifreiðarinnar var fluttur með sjúkrabíl til Akur- eyrar en meiðsli hans eru ekki talin alvarleg. Veginum um Langadal var lokað um tíma vegna slyssins. - fb Lést í Langadal SAKAMÁL Fertugur karlmaður er í haldi dönsku lögreglunnar grun- aður um að hafa myrt þrettán ára dóttur sína á heimili þeirra í fjöl- býlishúsi í Óðinsvéum. Stúpmóðir stúlkunnar hringdi í öngum sínum í lögregluna eftir að átök hófust á heimilinu á milli feðginanna. Enduðu þau með því að faðirinn lamdi dóttur sína til bana. Hún var nær dauða en lífi þegar sjúkrabíll kom á staðinn og lést hún á leiðinni á sjúkrahúsið. Auk móðurinnar voru tvær aðrar manneskjur í íbúðinni þegar morðið átti sér stað: tvíburabróðir stúlkunnar og eins árs systir henn- ar. Tildrög ódæðisins eru óljós en lögreglan rannsakar málið. Einungis er hálfur mánuður síðan fólkið flutti í íbúðina þar sem morðið átti sér stað. Fjölskyldunni hefur verið lýst sem fyrirmyndar- fjölskyldu sem hafði hvorki kom- ist í kast við lögin né glímt við félagsleg vandamál. „Þetta er ekta dönsk kjarnafjölskylda með föður, móður og þremur börnum,“ sagði lögreglumaðurinn Jack Lied- icke. Nágrannar fjölskyldunnar höfðu heldur ekkert upp á hana að klaga. „Þau fluttu inn fyrir fjór- tán dögum. Þetta er ósköp venju- leg fjölskylda sem hefur lengi búið í þessu hverfi,“ sagði einn þeirra í viðtali við Berlingske Tidende. Annar nágranni, Birgit Diablez, bætti þessu við í viðtali við Ekstra Bladet: „Ég hitti föðurinn og dótt- urina í kjallaranum í byrjun ágúst. Þau spjölluðu saman á eðlilegan hátt um hillur sem þau ætluðu að fara að flytja. Þau voru mjög róleg og það virtist ekki anda köldu á milli þeirra,“ sagði hún. „Síðast í gær [á laugardag] hitti ég pabbann aftur í kjallaranum. Hann virkaði á mig sem virkilega rólegur maður og vingjarnlegur eins og öll fjöl- skyldan hans. Núna er ég bara með hnút í maganum og með gæsahúð. Ég skil ekki hvernig svona lagað getur gerst, hvernig hann gat gert barninu sínu þetta.“ freyr@frettabladid.is Danskur karlmaður myrti dóttur sína Fertugur karlmaður er í haldi dönsku lögreglunnar grunaður um að hafa myrt þrettán ára dóttur sína. Fjölskylda þeirra hafði aldrei komist í kast við lögin. DÖNSK LÖGREGLA Lögreglan í Danmörku rannsakar morð fertugs karlmanns á þrettán ára dóttur sinni. Þetta er ekta dönsk kjarnafjölskylda með föð- ur, móður og þremur börnum JACK LIEDECKE LÖGREGLUMAÐUR STJÓRNMÁL Allir þeir sem mesta ábyrgð bera á hruni bankanna ættu að biðja þjóðina afsökunar á því mikla tjóni sem þeir hafa vald- ið. Þetta kom fram í hátíðarræðu Steingríms J. Sigfússonar fjár- málaráðherra á Hólum í gærdag. Steingrímur sagðist enn bíða eftir afsökunarbeiðni frá þeim sem báru ábyrgð á Landsbankan- um síðustu árin. Ekki væri verra ef þeir kæmu með þann auð sinn sem eftir væri og legðu hann í púkkið til að bæta tjónið. Þá spurði hann hvort ekki hlyti að vera von á afsökunarbeiðni frá þeim sem einkavæddu bankann og banka- stjórum, bankaráðsmönnum og eigendum. Þeir hefðu með atferli sínu valdið þjóðinni ómældu tjóni og sálarangist. Í því samhengi minntist fjár- málaráðherra sérstaklega á Kjartan Gunnarsson, fyrrver- andi bankaráðsformann Lands- bankans og framkvæmdastjóra Sjálfstæðisflokksins. Hann gagn- rýndi Kjartan fyrir grein sem hann skrifaði um Icesave-málið í Morgunblaðið á föstudag, og sagð- ist hafa haldið að Kjartan væri að biðjast afsökunar. „Það var nú ekki og hann af öllum mönn- um undir sólinni taldi sig vera í siðferðilegri aðstöðu til annarra hluta.“ - þeb Steingrímur J. Sigfússon hélt hátíðarræðu á Hólum í gær og vék að hruninu: Þjóðin verði beðin afsökunar STEINGRÍMUR Fjármálaráðherrann hélt hátíðarræðu á Hólum og vék meðal annars að bankahruninu. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA LÖGREGLUMÁL Brasilíski lýtalækn- irinn Hosmany Ramos, sem var handtekinn hér á landi fyrir helgi flakkaði, um Evrópu með vega- bréf bróður síns áður en hann var gómaður í Leifsstöð. Ramos er eftirlýstur í Brasilíu þar sem hann á eftir að afplána þunga dóma, meðal annars fyrir morð. Hann vill fá pólitískt hæli hér á landi og óttast að hann verði drep- inn ef íslensk stjórnvöld framselja hann til Brasilíu. Það gæti reynst snúið að framselja hann því engir framsalssamningar eru til á milli Íslands og Brasilíu. Dómsmálaráðuneytið mun ákvarða um framtíð Ramos. Verði hann framseldur mun hann ljúka við afplánun á dómi sínum, en árið 1981 var hann dæmdur í 21 árs fangelsi. Nokkrum árum síðar strauk hann úr fangelsinu og fékk fyrir vikið enn þyngri dóm. Í desember á síðasta ári fékk Ramos leyfi frá fangelsis- vistinni með því skilyrði að hann snéri aftur í byrjun janúar. Þrátt fyrir það lét hann ekki sjá sig og það var ekki fyrr en í síðustu viku sem hann var handsamaður í Leifsstöð með vegabréf bróður síns undir höndum. - fb Brasilíski lýtalæknirinn Hosmany Ramos flakkaði um Evrópu: Notaði vegabréf bróður síns LEIFSSTÖÐ Hosmany Ramos var handtekinn í Leifsstöð á dögunum með vegabréf bróður síns undir hendi. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI LONDON, AP Átta breskir hermenn féllu í Afganistan um helgina. Þar með hafa 204 breskir hermenn látið lífið í landinu síðan ráðist var þangað inn árið 2001. Alls hafa sextán breskir hermenn látist í Afganistan í þessum mánuði en 22 létust í júlí, sem er það mesta í einum mánuði til þessa. Gordon Brown, forsætisráðherra Bret- lands, viðurkennir að sumarið hafi verið afar erfitt en áréttar að vera breskra hermanna í Afganistan sé afar mikilvæg. „Þrír fjórðu hlutar af allri skipulagningu á hryðju- verkum í Bretlandi eiga rætur sínar að rekja til fjallanna í Pakist- an og Afganistan,“ sagði Brown. - fb Breskir hermenn í Afganistan: 200 breskir her- menn fallnir INDLAND Azeem Khan, þriggja ára strákur frá Indlandi, hefur fengið sérstakt leyfi frá dómstólum þar í landi til að stjórna mótorhjóli. Þurfti hann að sanna að hann gæti stjórnað hinu öfluga Royal Enfield Bullet hjóli. Hjólinu hefur faðir hans breytt þannig að stýrið er óvenju langt svo Azeem geti hjólað. „Hann er öruggari í umferðinni en flestir fullorðnir ökumenn sem ég þekki,“ sagði Shantanu, faðir Azeems sem verður fjögurra ára í næsta mánuði. „Auðvitað leyfi ég honum ekki að keyra á fjölförnustu götunum. Ég treysti Azeem en ég treysti ekki öðrum ökumönnum,“ segir faðirinn sem segir Azeem vilja alvöru Harley Davidson. - vsp Sérstakt ökuleyfi á Indlandi: Þriggja ára með mótorhjólaleyfi ÁSTA RAGNHEIÐUR JÓHANNESDÓTTIR SPURNING DAGSINS

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.