Fréttablaðið - 17.08.2009, Blaðsíða 12

Fréttablaðið - 17.08.2009, Blaðsíða 12
12 17. ágúst 2009 MÁNUDAGUR greinar@frettabladid.is FRÁ DEGI TIL DAGS FRÉTTABLAÐIÐ Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík SÍMI: 512 5000, ritstjorn@frettabladid.is FRÉTTASTJÓRAR: Arndís Þorgeirsdóttir arndis@frettabladid.is, Kristján Hjálmarsson, kristjan@frettabladid.is Trausti Hafliðason trausti@frettabladid.is og Höskuldur Daði Magnússon (dægurmál) hdm@frettabladid.is MENNING: Páll Baldvin Baldvinsson fulltrúi ritstjóra pbb@frettabladid.is VIÐSKIPTARITSTJÓRI: Óli Kr. Ármannsson olikr@markadurinn.is HELGAREFNI: Anna Margrét Björnsson amb@frettabladid.is og Sigríður Björg Tómasdóttir sigridur@frettabladid.is ALLT OG SÉRBLÖÐ: Roald Eyvindsson roald@frettabladid.is og Sólveig Gísladóttir solveig@frettabladid.is ÍÞRÓTTIR: Henry Birgir Gunnarsson henry@frettabladid.is LJÓSMYNDIR: Pjetur Sigurðsson pjetur@frettabladid.is FRAMLEIÐSLUSTJÓRI: Kolbrún Ingibergsdóttir kolbrun@frettabladid.is ÚTGÁFUFÉLAG: 365 miðlar ehf. STJÓRNARFORMAÐUR: Ingibjörg S. Pálmadóttir FORSTJÓRI OG ÚTGÁFUSTJÓRI: Ari Edwald RITSTJÓRI: Jón Kaldal jk@frettabladid.is AÐSTOÐARRITSTJÓRI: Steinunn Stefánsdóttir steinunn@frettabladid.is Fréttablaðið kemur út í 90.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Issn 1670-3871 Icesave-málið er siðferðilegt ekki síður en efnahagslegt og lagalegt. Skoðum nokkur efnis- atriði. Stjórnendur Landsbankans reyndu að forða honum frá þroti með söfnun sparifjár á netinu frá almenningi í Bretlandi og Hol- landi, eftir að fjármálamarkaðir lokuðust bankanum að öðru leyti. Hvers vegna er þessi iðja Íslandi viðkomandi? Bankinn var íslenskur, með íslenskt starfsleyfi og bar nafn landsins. Bankinn var undir eftirliti íslenskra yfirvalda. Íslenskur tryggingasjóður átti að tryggja innstæðurnar að til- greindu lágmarki. Íslensk stjórn- völd hafa ítrekað staðfest slíka ábyrgð. Með þessu veðsettu bankamennirnir íslensku þjóð- ina alla án þess að láta vita eða spyrja leyfis. Samt segja sumir nú að íslenska þjóðin beri ekki ábyrgð á þessari skuld. Hvað þýðir það? Jú, með því er fullyrt að íslensk- ur banki hafi mátt raka að sér erlendu sparifé, undir fölsku flaggi. Innstæðutryggingakerf- ið íslenska hafi verið „í plati“ gagnvart útlendingum en í fullu gildi fyrir Íslendinga, sem hafa nú þegar fengið innstæður sínar bættar. Forsendan er sú, að Landsbankinn hafi mátt ræna almenning í Bretlandi og Hol- landi að vild, ef allt færi á versta veg. Davíð Oddsson fullyrti þannig nýlega að Íslendingum bæri ekki að greiða þetta. Málið er honum skyldara en öðrum. Hann hand- valdi Björgólfs-feðga til að kaupa bankann þó þeir væru ekki með hæsta tilboðið. Framkvæmda- stjóri Sjálfstæðisflokksins og náinn samstarfsmaður Davíðs, Kjartan Gunnarsson, var vara- formaður bankaráðsins þegar Icesave-reikningarnir voru inn- leiddir og allt til hrunsins. Davíð átti svo sjálfur að vernda fjárhagslegan stöðugleika þjóðarbúsins eftir að hann gerð- ist seðlabankastjóri, þar á meðal átti hann að vernda okkur gegn áhættunni af Icesave-útrásinni. Þar brást hann algerlega. Flokk- ur hans fór með aðalstjórn efna- hags- og fjármála allan tímann og hélt um alla þræði. Icesave- málið er því sem næst einkamál Sjálfstæðisflokksins. Svo segja menn að ábyrgð okkar hefði átt að útkljá fyrir dómstólum. Þar hefði málflutn- ingur okkar þurft að vera sá, að innstæðutryggingakerfið á Íslandi hefði aðeins verið fyrir íslenska viðskiptavini Lands- bankans en ekki þá erlendu. Halda menn að nokkur dóm- stóll hefði dæmt Íslandi í vil í slíku máli? Varla. Líklegra er að slík framganga hefði opinberað okkur sem ræningjaþjóð. Loks segja sumir að forsætis- ráðherra eigi að taka málið beint upp við leiðtoga Bretlands og Hollands. Biðja eigi griða því þjóðin ráði ekki við ábyrgðina (þó útreikningar sýni annað). Útlendingarnir vita betur. Þeir munu réttilega segja: Íslend- ingar lifðu um efni fram á ann- arra þjóða fé og nú er komið að skuldadögum. Lífskjör Íslend- inga verða um margt betri en lífskjör Breta þrátt fyrir þessar auknu byrðar. Mér sýnist af öllum gögnum málsins og vel rökstuddum grein- um Steingríms J. Sigfússonar og Indriða H. Þorlákssonar og fleiri að niðurstaðan sé skýr. Hártoganir um langsótta laga- klæki eða kvein um að við ráðum ekki við þetta koma okkur hvorki lönd né strönd. Það er því ekki viðeigandi að betla né hlaupa frá málinu. Í öllu falli er slíkt ekki tímabært. Við þurfum nú að sýna heiminum að við erum heiðarleg þjóð sem vill standa við skuld- bindingar sínar. Þeir sem vilja fella samninginn bjóða heldur ekki upp á neina vit- ræna lausn. Fullyrða einungis að hægt sé að fá betri samning, án þess að neitt bendi til þess. Þó var fyrri ríkisstjórn komin áleiðis með verri samning síðast- liðið haust. Markmið stjórnar- andstöðunnar er aðeins að skapa ríkisstjórninni erfiðleika og fella hana. Það er tímabært fyrir þjóðina að komast á lappir aftur og nú eins og siðað fólk. Fórnarlömb Icesave-útrásarinnar hafa boðist til að lána okkur fyrir skuldinni, að mörgu leyti á viðunandi kjör- um. Endurskoðun er möguleg síðar, meðal annars með eðlileg- um fyrirvörum Alþingis. Verkefnið við siðferðilega endurreisn Íslands er ekki síður viðamikið en björgun þjóðar- innar úr rústum „fjármálamið- stöðvarinnar“, sem hönnuð var á grundvelli róttækrar frjáls- hyggju í Sjálfstæðisflokknum. Gripdeildarsiðferðið sem af því spratt þarf að kveða niður. Frágangur Icesave-málsins snýst um að byggja á ný traust á Íslendingum. Það er gæfa við þessar erfiðu aðstæður að hafa fólk í forystu ríkisstjórnarinn- ar sem allir vita að er heiðarlegt og vinnur vel. Vonandi standa flokksmenn þeirra beggja við bakið á þeim alla leið. Þeir sem bera hina eiginlegu sök á því hvernig komið er fyrir þjóðinni eiga hins vegar enn eftir að biðjast afsökunar, svo ekki sé meira sagt. Höfundur er prófessor við Háskóla Íslands. STEFÁN ÓLAFSSON Í DAG | Getum bætt við nemendum á læknaritarabraut, lyfjatæknabraut og í nám í lyfjatækni með starfi Enn eru laus pláss í fjarnám á læknaritarabraut og í dagskóla á lyfjatæknabraut Fjölbrautaskólans við Ármúla. Einnig eru laus pláss í lyfjatæknanám með starfi þar sem kennsla fer fram síðdegis þrjá daga vikunnar. Nánari upplýsingar má fi nna á heimasíðu skólans www.fa.is og hjá kennslustjórum námsbrautanna: Bryndís Þóra Þorsdóttir kennslustjóri lyfjatækna- brautar, netfang: binna@fa.is og Guðrún Narfadóttir kennslustjóri læknaritara- brautar, netfang: gnarfa@fa.is Siðfræði Icesave-málsins Icesave-málið Á sínum tíma þurftu Íslendingar að heyja baráttu til að tryggja að íslensk tunga yrði stjórnsýslu- og verslunar- mál. Við þurftum að berjast fyrir því að hér ríkti virð- ing fyrir íslenskri þjóðmenningu og íslenskum aðstæð- um. En Íslendingar hafa alltaf verið fúsir til að leita aðstoðar, ráðgjafar og þekkingar erlendis. Námsfólk hefur leitað í miklum mæli til útlanda. Og hér eru jafnan margir erlendir ráðgjafar og sérfræðingar. Íslendingum finnst ekki mótsetning eða andstæða í þessu. Við viljum standa á eigin fótum og virða móðurmálið, en hins vegar höfum við metnað til að sækja okkur þekkingu og ráð þar sem best verður á kosið erlendis sem hérlendis. Nýlega sagði erlendur sérfræðingur í hagfræði, sem hlotið hefur vegtyllur hér, að Íslendingar gætu varla séð fótum sínum forráð vegna fámennis, einhæfis atvinnuvega, fjarlægða, kunn- ingjavalds og skorts á sérfræðiþekkingu. Ummæli þessa sérfræð- ings minntu mjög á sjónarmið dönsku stjórnarinnar fyrir tvö hundruð árum. Hér er reynt að beita áhrifastöðu sem vopni gegn þrótti og metnaði þjóðarinnar. Slíkt er vindhögg og Íslendingar munu ekki hlaupa eftir þessum goluþyt. Lýsingin á íslenskum aðstæðum sem hér var rakin minnir þvert á móti á stöðu mála meðal milljónaþjóða þar sem fámennir forystuhópar sitja að öllum valdastöðum í krafti auðs og háskóla- göngu. Meðal þeirra þjóða eru dæmin líka alræmd um spillingu, hyglun og kostnaðarsöm mistök af slíkum sökum. Smáþjóðir eins og Íslendingar hafa líka við sína drauga að fást. En öll reynsla Íslendinga, Færeyinga, Sama, Grænlendinga, Maltverja, Lúxembúrgara, Baska, Katalóna, Sikileyinga, Kórsíku- manna, Azoreyinga, Slóvena, Albana, Eista, Letta, Skota, Bret- óna og margra fleiri smáþjóða hnígur eindregið í þá átt að fjöldi og atgervi fari ekki saman með þeim hætti að fámenn samfélög standi höllum fæti af þeim sökum. Allar þessar þjóðir hafa fengið að kynnast yfirdrottnunarhug stórþjóðanna. Allar hafa þær feng- ið að kynnast drambinu í sumum erlendum sérfræðiráðgjöfum. Smáþjóðir sækjast eftir þátttöku í Evrópusambandinu, ekki til að samlagast eða hverfa inn í stærri heild, heldur til að eflast og finna metnaði sínum verðugt viðfang. Reynsla þeirra í Evrópu- sambandinu hefur staðfest þetta. Nú þarf að örva og efla Íslendinga og auka þeim metnað og þrótt. Það þarf að tala kjark í þjóðina. Það þarf að efla íslenskan þjóðarmetnað og íslenskt þjóðarstolt. Íslendingar vita eins og aðrar smáþjóðir að þróttur, metnaður og árangur vinnast innan að, og að fullveldi og sjálfstæði eru sívirk uppspretta kraftaverka. Einmitt þannig eflumst við til samstarfs við aðra. Smáþjóðirnar vita fullvel að ófriðarsaga stórþjóðanna stað- festir orð Ólafs pá, að því verr muni duga heimskra manna ráð er þau koma fleiri saman. Að undanförnu hafa ýmsir hagfræð- ingar, erlendir sem íslenskir, ekki bætt við virðingu eða traust á menntun sinni. Guði sé lof að orð Ólafs pá eiga ekki við um þá alla líka. Fjölmenni er ekki trygging fyrir hagsæld þjóða. Heimskra manna ráð? JÓN SIGURÐSSON SKRIFAR UMRÆÐAN Hjörtur Hjartarson skrifar um Icesave Eitt mesta hagsmunamál þjóðarinnar fyrr og síðar,“ sagði Jóhanna Sigurð- ardóttir forsætisráðherra um Icesave- samningana. Steingrímur J. Sigfússon sagði þau vera að ráða fram úr „mesta óláni Íslandssögunnar“. Fólk allra flokka lýsti ábúðarfullt yfir hve mikil- vægt væri að „FLOKKARNIR næðu sátt um málið“. Ekki var minnst einu orði á þann sem á að borga brúsann og búa við „sátt“ flokkanna, nefnilega almenning í landinu. Hann er einskis spurður. Almenningur skal – að rótgróinni venju – bljúgur lúta niðurstöðu þeirra sem stýrt hafa landinu svo „gæfulega“ undangengin ár. Rétt er að halda til haga í því sambandi að stjórnarand- staða gegnir hlutverki í ríkjum sem kenna sig við lýðræði. Í stuttu máli: Mikilvægast er að almenningur nái sátt um niðurstöðu í Icesave-krísunni. Sáttin næst með því að ganga til þjóðaratkvæðagreiðslu. Niðurstaða sem sátt er um er rétt niðurstaða. Niðurstaða sem magnað ósætti ríkir um er röng. Almenningur á stjórnarskrárbundinn rétt til að gera út um málið. Þann rétt má heimta á vef- síðunni www.kjosa.is. Gerum það. Höfundur er talsmaður „Í okkar hendur“ á www.kjosa.is. Rétt niðurstaða er sú sem þjóðin nær sátt um HJÖRTUR HJARTARSON Ofvirkt upplýsingastreymi Síðustu vikur hafa verið í meira lagi viðburðaríkar hjá Borgara- hreyfingunni, og nýliðin helgi var engin undantekning. Gárungar veraldarvefsins hafa ekki setið auðum höndum heldur keppst hver um annan við að henda gaman að innan- og utanhúsdeilum hins unga stjórnmálaafls. Til að mynda hefur gengið milli manna í tölvupósti skýringarmynd, þar sem nýkjörnum þingmönnum er kennt að forðast í lengstu lög „reply all“ hnappinn í skeytum sínum, og þar vísað til ógæfu Bjarna Harðarsonar og Margrétar Tryggva- dóttur í tölvusamskiptum. Einhverjir hafa líka bent á að sú lenska að senda persónuleg bréf á fjölda manns hljóti að vera liður í viðleitni Borgarahreyfingarinnar til að „efla upplýsingastreymið“ og efna þannig eitt af helstu kosningaloforðum hreyfingarinnar. Liggur í augum úti Lítið hefur heyrst frá Lýðræðis- hreyfingu Ástþórs Magnússon- ar undanfarið. Í gær rauf Ást- þór þó þögnina, í það minnsta á bloggi sínu, og birti þar nýtt bréf til Páls Magnússonar útvarpsstjóra. Eins og kunnugt er sakaði Ástþór Ríkisútvarp- ið um það í kringum kosningar að hefta lýðræðislega umræðu, og halda hreyfingu hans úti í kuldanum. Í gær ítrekaði hann kröfur sínar um að Silfri Egils verði vikið úr dagskrá Ríkisút- varpsins. Ástæða ítrekunarinnar var sú að Egill Helgason upplýsti á Bylgj- unni í gærmorgun að hann hefði kosið Borgarahreyfinguna í kosningum í vor. Þar telur Ástþór vera komna líklegustu skýringuna á því „hvers vegna Lýðræðishreyfingin var úti- lokuð frá þættinum“ í aðdraganda kosninga. kjartan@frettabladid.is thorunn@frettabladid.is

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.