Fréttablaðið - 17.08.2009, Qupperneq 6
6 17. ágúst 2009 MÁNUDAGUR
Nýtt leikár kynnt eir 3 daga
3
ÍRAN, AP Mahmoud Ahmadinejad,
forseti Írans, hefur lýst því yfir
að þrjár konur muni ganga til liðs
við nýja ríkisstjórn sína. Þetta
verður í fyrsta sinn síðan 1979
sem konur gegna ráðherrastöðum
í landinu. Réttarhöld yfir stjórnar-
andstæðingum hafa staðið yfir í
Íran og í gær var réttað yfir 25
manns. Þeir hafa ásamt fjölda
annarra mótmælt niðurstöðu for-
setakosninganna í landinu 12.
júní og telja að brögð hafi verið
í tafli. Alþjóðasamfélagið hefur
gagnrýnt réttarhöldin harðlega
og telja bandarísk stjórnvöld að
um sýndarréttarhöld sé að ræða.
Samanlagt hefur verið réttað yfir
135 manns í Íran síðan mótmælin
brutust fyrst út. - fb
Breytingar í stjórn Írans:
Þrjár konur
verða ráðherrar
MAHMOUD AHMADINEJAD Þrjár konur
munu ganga til liðs við nýja ríkisstjórn
Mahmoud Ahmadinejad.
Ætlar þú að fylgjast með enska
boltanum fyrstu leikhelgina?
Já 24,8%
Nei 75,2%
SPURNING DAGSINS Í DAG:
Ert þú sátt(ur) við fyrirvarana
við Icesave-samkomulagið?
Segðu þína skoðun á vísir.is.
LÖGREGLUFRÉTTIR
Ók á 183 km hraða
Karlmaður á þrítugsaldri var hand-
tekinn í Hveradalsbrekku laust eftir
miðnætti aðfaranótt sunnudags
eftir að hafa ekið bíl sínum á 183
kílómetra hraða. Hann var færður á
lögreglustöðina á Selfossi og sviptur
ökuleyfinu til bráðabirgða.
FÓLK Miklu fleiri hafa lagt leið sína
í Viðey í ár en í fyrra. 3.835 manns
komu til Viðeyjar í júlímánuði, en
það eru tuttugu prósentum fleiri
en í sama mánuði í fyrra.
Fyrstu sjö mánuði ársins komu
rúmlega tólf þúsund gestir til
Viðeyjar, innlendir sem erlendir
ferðamenn að því er fram kemur í
fréttatilkynningu. Afþreying fyrir
börn hefur verið vinsæl meðal
gesta. Þeir hafa einnig notið góðs
af því að göngustígar hafa verið
lagfærðir í eynni og merkingar
bættar.
Kveikt verður á friðarsúlu Yoko
Ono í október líkt og síðastliðið
haust. - þeb
Rúmlega tólf þúsund manns sóttu Viðey heim fyrstu sjö mánuði ársins:
Miklu fleiri fara til Viðeyjar
VIÐEY Mikil fjölgun ferðamanna hefur verið í Viðey það sem af er ári. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI
1. grein
Fjármálaráðherra veitir Tryggingasjóði ríkisábyrgð vegna
lána til að standa straum af lágmarksgreiðslum til inn-
stæðueigenda í Bretlandi og Hollandi. Ábyrgðin tekur til
höfuðstóls lánanna eins og þau munu standa eftir sjö ár.
Að öðru leyti afmarkast ábyrgðin af samningsákvæðum
og fyrirvörum, sem eru óaðskiljanlegur hluti af ríkisá-
byrgðinni.
2. grein
Þrjár forsendur eru fyrir veitingu ríkisábyrgðar. Sú fyrsta
að lánasamningar verði túlkaðir þannig að tillit verði
tekið til aðstæðna Íslands og nauðsyn þess að gera
landinu kleift að endurreisa fjármála- og efnahagskerfi.
Því verði orðið við beiðni Íslands um endurskoðun
samninganna. Önnur forsenda er að staða Íslands, sem
fullvalda ríkis, komi í veg fyrir að aðför sé gerð í þeim
eignum sem ríkið þarf nauðsynlega á að halda. Sama
eigi við um eignir ríkisins erlendis. Þriðja forsendan er að
hvergi verði haggað við yfirráðum Íslands yfir náttúru-
auðlindum og rétti ríkisvalds til að kveða á um nýtingu
og eignarhald þar á.
3. grein
Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn geri úttekt á stöðu þjóðarbús-
ins fyrir 5. júní 2015, til að meta forsendur fyrir endur-
skoðun samningsins. Ríkisábyrgð miðast við hámark,
árin 2017 til 2023 verður það fjögur prósent af vexti á
vergri landsframleiðslu vegna lánasamnings við Breta,
og tvö prósent vegna samnings við Hollendinga. Árið á
undan og eftir þessu tímabili verða hlutföllin helmingi
lægri. Ef greiðslubyrðin verður meiri en þetta hámark
verði teknar upp viðræður.
4. grein*
Fáist úr því skorið seinna að Íslandi og öðrum EES-ríkjum
beri ekki skylda til að tryggja innstæður fer ríkisábyrgðin
eftir viðræðum Íslendinga við Hollendinga og Breta.
Ef viðræður fara ekki fram getur Alþingi takmarkað
ríkisábyrgð.
5. grein*
Ef óskað verður eftir viðræðum um breytingar
samkvæmt endurskoðunarákvæðum þarf Alþingi að
samþykkja það.
6. grein*
Fjármálaráðherra geri Alþingi grein fyrir því hvernig endur-
heimtur á eignum Landsbankans standa. Heildarskuldir,
greiðslubyrði og skuldaþol skal vera metið reglulega.
7. grein*
Fjármálaráðherra setur Tryggingarsjóði skilyrði vegna
ábyrgðarinnar í sérstökum samningi.
8. grein*
Ríkisstjórnin grípur strax til aðgerða til að endurheimta
fé sem safnaðist inn á Icesave-reikninga. Hún skal starfa
með yfirvöldum erlendis og fá aðstoð til að rekja hvert
innstæðurnar fóru. Ríkisstjórnin á líka að sjá til þess að
þeir sem bera fjárhagsábyrgð vegna skuldbindinganna
verði látnir greiða það tjón.
* GREINAR 4 TIL 8 ERU NÝJAR VIÐBÆTUR FRÁ FJÁRLAGANEFND.
ÚTDRÁTTUR ÚR FYRIRVÖRUNUM
ÍTALÍA Átján mánaða gamall
breskur drengur lét lífið á eynni
Sardiníu á Ítalíu í gær. Hann datt
fram af svölum á annarri hæð á
hóteli þar sem hann dvaldist með
foreldrum sínum.
Drengurinn var fluttur á spít-
ala en var úrskurðaður látinn við
komuna þangað. Lögregla á Ítalíu
hefur sagt að drengurinn hafi
verið skilinn eftir úti á svölunum
á meðan foreldrarnir skiptu um
föt, en því hafa foreldrarnir neit-
að. Faðirinn segist hafa séð son
sinn detta. Dauði drengsins er í
rannsókn hjá lögreglunni á Sard-
iníu, en foreldrarnir hafa ekki
verið handteknir. - þeb
Breskt smábarn á Ítalíu:
Datt fram af
svölum og lést
STJÓRNMÁL „Það er algjört grundvallaratriði
í þessari samningagerð hvort íslenska ríkið
muni borga óháð þróun efnahagsmála í landinu
eða ekki. Þessi ströngu skilyrði í fyrirvörun-
um gjörbreyta öllum forsendum samningsins,
sem þýðir að sjálfsögðu að samningnum hefur
verið hafnað,“ segir Bjarni Benediktsson, for-
maður Sjálfstæðisflokksins, um frumvarp um
ríkisábyrgð á innistæðum Icesave-reikninga
Landsbankans. Frumvarpið var samþykkt úr
fjárlaganefnd á laugardagsnótt með stuðningi
allra flokka nema Framsóknarflokksins.
Í fyrirvörum við samninginn er meðal ann-
ars fallið frá ákvæði um að greiðslur skuli
miðast við 3,5 prósent af landsframleiðslu.
Þess í stað kemur inn ákvæði um þak á greiðsl-
ur Íslands, þannig að ef engin aukning verði í
landsframleiðslu og hagvöxtur aukist ekki falli
greiðslur niður á því tímabili. Bjarni segir að
nú verði lagt upp með allt annan grundvöll að
samkomulagi, sem kalli á nýjar viðræður við
Hollendinga og Breta. „Þetta eru sanngjarnar
kröfur sem Hollendingar og Bretar hefðu átt
að sætta sig við í sjálfu samningaferlinu. Að
þingið skuli hafa afgreitt ríkisábyrgðina með
þessum hætti er auðvitað hrein falleinkunn
fyrir samningana,“ segir Bjarni Benediktsson.
Birgitta Jónsdóttir, formaður þingflokks
Borgarahreyfingar, segir ekki annað koma til
greina en að gera nýja samninga. „Því hefur
alltaf verið haldið fram að fyrirvarar þýddu
nýja samningagerð. Nú eru komnir ansi stór-
ir fyrirvarar, og það hlýtur að kalla á nýjan
samning.“
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður
Framsóknarflokksins, segir vafann sem ríkir
um hvort fyrirvararnir kalli á nýjar samn-
ingaviðræður eða ekki, helstu ástæðu þess að
Framsókn bendi á að lagalegu fyrirvararnir
séu ekki nógu skýrir. „Við erum ekki sátt
við þessa óvissu. Ef fyrirvararnir eru innan
ramma samningsins, þá sitjum við uppi
með mjög slæman samning. Ef þetta er nýtt
samningstilboð, þá hefðum við þurft að taka
mið af því í fyrirvörunum, því þeir munu
væntanlega verða okkar aðalkröfur í þeim við-
ræðum sem fara þá í hönd,“ segir Sigmundur
Davíð Gunnlaugsson.
Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra
lítur ekki svo á að samningurinn hafi verið
felldur. Spurður hvort fyrirvararnir kalli á
nýjar samningaviðræður segir hann svo ekki
vera. „Það er litið svo á að við getum staðið
við þetta samkomulag, og ég bind vonir við
að málið þurfi ekki að fara í þann farveg.
Auðvitað er augljóst að þetta getur kallað á
að útskýra þurfi málin, en ég tel að það sé
best að segja sem minnst um það fyrr en það
kemur í ljós hvernig því verður tekið,“ segir
Steingrímur J. Sigfússon.
Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra
segir málið nú í miðri meðferð Alþingis. Ef í
ljós komi að frekari viðræðna við Hollendinga
og Englendinga sé þörf, eftir endanlega
afgreiðslu Alþingis, þá verði einfaldlega að
takast á við það. „Við höfum verið í látlausum
samskiptum við samningastjóra Breta og
Hollendinga frá því seinni partinn á föstu-
dag, og á morgun verður öllum sendiherrum
hér á landi kynnt hvernig staðan er, meðal
annars til að undirstrika að málið er ekki
búið,“ segir Össur. Að hans sögn var Franek
Rozwadowski, sendifulltrúa AGS á Íslandi,
kynntir fyrirvararnir ítarlega í gærmorgun.
Auk þess verði málið kynnt fyrir Evrópusam-
bandinu, Svíum, Þjóðverjum og Frökkum á
næstu dögum. Þá verði staðan kynnt fyrir
öllum utanríkisráðherrum Norðurlandanna
og Eystrasaltsríkjanna síðar í vikunni, þegar
þeir koma hingað til lands á árlegan fund
utanríkisráðherra ríkjanna.
kjartan@frettabladid.is
Ósammála um áhrif fyrir-
vara Icesave-samningsins
Formenn tveggja stjórnarandstöðuflokka segja Icesave-samninginn hafa verið felldan með fyrirvörum fjár-
laganefndar og þörf sé á nýjum samningaviðræðum við Englendinga og Hollendinga. Fjármálaráðherra er
því ósammála. Utanríkisráðherra segir að bíða þurfi endanlegrar afgreiðslu Alþingis á frumvarpinu.
ALÞINGI Frumvarp um ríkisábyrgð á innistæðum Icesave-reikninga Landsbankans var samþykkt úr fjárlaganefnd á
laugardagsnótt með stuðningi allra flokka nema Framsóknarflokks. Frumvarpið verður rætt á þingi á morgun.
FR
ÉT
TA
B
LA
Ð
IÐ
/G
VA
KJÖRKASSINN