Fréttablaðið - 17.08.2009, Blaðsíða 10
17. ágúst 2009 MÁNUDAGUR
AFGANISTAN, AP Á fimmtudaginn
verða haldnar forsetakosning-
ar í Afganistan. Fáir reikna með
að þær gangi snurðulaust fyrir
sig. Meira að segja kosningaeft-
irlitsmenn segjast geta sætt sig
við kosningasvindl í einhverjum
mæli.
„Ef spilling eða kosningabrot
verða innan við tíu prósent, þá
get ég sætt mig við það,“ segir
Jandad Spinghar, framkvæmda-
stjóri stærstu óháðu kosninga-
eftirlitssamtaka landsins,
„Mín persónulega tilfinning er
að við getum ekki búist við því að
kosningarnar verði í samræmi við
þá staðla sem tíðkast í Bandaríkj-
unum eða Þýskalandi eða Frakk-
landi, en að minnsta kosti ættum
við að reyna að standa að kosning-
unum með sambærilegum hætti
og tíðkast í þriðja heiminum,“
segir hann.
Vandinn er sá, að leiki vafi
á réttmæti kosningaúrslitanna
má búast við að frambjóðendur
og stuðningsmenn þeirra láti í
sér heyra og mótmæli harðlega.
Framhaldið gæti orðið langvar-
andi óvissa og umrót í stjórnmál-
um landsins, þar sem stjórnvöld
eiga nú þegar í mestu vandræð-
um með að halda um stjórnar-
taumana.
Meðal þess sem óvissa ríkir um
er fjöldi kjósenda, en á opinberri
kjörskrá eru meira en sautján
milljónir manna. Stuðningsmenn
eins frambjóðendanna, Abdullah
Abdullah utanríkisráðherra,
segja hér vera maðk í mysunni,
því skráðir kjósendur séu fleiri en
kosningabærir menn í landinu.
Bandaríska leyniþjónustan CIA
telur að íbúar landsins séu 33,6
milljónir og helmingur þeirra sé
yngri en átján ára. Enginn getur
þó verið viss um þessar tölur, því
manntal hefur ekki verið tekið
síðan 1979.
Þetta verður í annað skiptið
sem haldnar eru forsetakosning-
ar í þessu stríðshrjáða landi. Árið
2004 vann Hamid Karzai örugg-
an sigur, með ótvíræðum stuðn-
ingi Vesturlanda.
Samkvæmt nýrri skoðanakönn-
un er Hamid Karzai áfram sigur-
stranglegastur, með 44 prósenta
stuðning, en næstur honum kemur
Abdullah utanríkisráðherra, sem
hefur unnið verulega á og er kom-
inn með 26 prósenta stuðning.
Úrslitin eru engan veginn örugg,
því nái Karzai ekki helmingi
atkvæða þá verður að kjósa að nýju
milli þeirra tveggja frambjóðenda
sem flest atkvæðin fá. Væntanlega
þeirra Karzais og Abdullahs.
Í síðustu viku bauð Karzai helstu
mótframbjóðendum sínum ráð-
herrastól ef þeir tapa, en Abdullah
er reyndar þegar ráðherra í ríkis-
stjórn Karzais.
gudsteinn@frettabladid.is
Erfiðar forsetakosn-
ingar í Afganistan
Fáir reikna með að forsetakosningarnar í Afganistan gangi snurðulaust fyrir
sig. Erfitt verður að koma í veg fyrir kosningasvindl og búast má við árásum á
kjörstaði sem fæla kjósendur frá. Karzai forseti telst varla öruggur með sigur.
HELSTI KEPPINAUTUR KARZAIS Abdullah Abdullah, utanríkisráðherra í stjórn Hamids
Karzai, á kosningafundi í borginni Mazar-i-Sharif. Abdullah á möguleika ef Karzai
nær ekki helmingi atkvæða og efna þarf til annarrar umferðar milli tveggja efstu
frambjóðendanna. FRÉTTABLAÐIÐ/AP
SAMFÉLAGSMÁL Fleiri en 600 börn á aldrinum átta til
tólf ára hafa ræktað sitt eigið grænmeti í Skólagörð-
um Reykjavíkur í sumar. „Sumarið hefur gengið
mjög vel en börnin hafa oft þurft að vökva garðana
vegna þess að sumarið hefur verið svo þurrt, er
haft eftir Auði Jónsdóttur hjá Skólagörðum Reykja-
víkur í fréttatilkynningu. Uppskeruhátíð hefst í
görðunum í dag og lýkur á miðvikudag.
Alls stóðu 620 garðar skólabörnum til boða og átti
það að vera meira en nóg, því í fyrra voru ónýttir
garðar á flestum stöðum þar sem garðarnir eru
starfræktir. Ásóknin var hins vegar svo mikil í
sumar að allt fylltist.
Skólagarðarnir hefjast í byrjun júní og fær hvert
barn úthlutað átján fermetra garði, plöntum og
fræjum. - shá
Uppskeruhátíð Skólagarða Reykjavíkur hefst í dag:
Skólagarðarnir fullir í sumar
FRÁ SKÓLAGÖRÐUM Mun meiri áhugi er nú en í fyrra.
MYND/HRÖNN AXELSDÓTTIR
SJÁVARÚTVEGSMÁL Það er álitamál hvort makrílveiðar
Norðmanna, Færeyinga og strandríkja Evrópusam-
bandsins eru ólöglegar í ljósi þess að þjóðirnar hafa
tekið sér kvóta í tegundinni sem er langt umfram
veiðiráðgjöf Alþjóðahafrannsóknaráðsins (ICES).
Veiðiráðgjöfin fyrir 2009 er 443-578 þúsund tonn en
þessi lönd hafa ákveðið að veiða 642 þúsund tonn.
Hluti kvóta þeirra er ákveðinn einhliða. Þessari
spurningu veltir Friðrik J. Arngrímsson, fram-
kvæmdastjóri LÍÚ, upp.
„Strandríkin hafa gagnrýnt makrílveiðar Íslend-
inga harkalega og ákveðnir aðilar hyggjast snið-
ganga íslenskar makrílafurðir með vísan til þess að
makrílveiðar okkar séu ekki lögmætar,“ segir Frið-
rik. „Hins vegar hlýtur öllum að vera ljóst að Ísland
er strandríki og veiðar í okkar lögsögu byggja á
sömu rökum og réttur Norðmanna og aðildarríkja
ESB til að veiða makríl í sinni lögsögu.“
Eins og kunnugt er hafa strandríkin neitað
Íslendingum um sæti við samningaborðið þegar
kemur að kvótaúthlutun á makríl. Hins vegar ber
þeim skylda til að semja við Íslendinga um stjórn
makrílveiðanna samkvæmt Hafréttarsáttmála SÞ
og úthafsveiðisamningnum, segir Friðrik. Það er
ekki enn ljóst hvort Íslandi verður meinuð þátt-
taka um stjórnun veiða fyrir árið 2010. „Þar til
strandríkin viðurkenna Ísland sem fullgildan aðila
að stjórn veiðanna og réttmæta hlutdeild okkar
munum við stunda lögmætar makrílveiðar á okkar
forsendum,“ segir Friðrik. - shá
Framkvæmdastjóri LÍÚ spyr hvort makrílveiðar strandríkja standist lög:
Makrílveiðar okkar löglegar
SIGHVATUR BJARNASON VE 112 þúsund tonna makrílkvóti
okkar er svo gott sem allur kominn á land. FRÉTTABLAÐIÐ/HARI