Fréttablaðið - 17.08.2009, Síða 16

Fréttablaðið - 17.08.2009, Síða 16
 17. ágúst 2009 2 Þó að Dæli sé ekki fast við þjóð- veg 1 um Fnjóskadal hefur fólk lagt þangað leið sína í sumar til að heimsækja flóa- markaðinn hjá Margréti og verða sér úti um ódýra nytjahluti, bolla, diska, húsgögn eða skrautmuni. Margrét byrj- aði með mark- aðinn í vor eftir að hafa viðað að sér munum í allan vetur og ætlar að hafa hann opinn eitthvað fram í september. Segir hún við- skiptavinina koma víða að. „Ég er búin að fá fólk af öllu landinu í sumar, jafnt úr sumarbústöð- unum í Vagla- skógi, þá sem búa hér í kring og svo ferðafólk sem á leið um. Það voru hér Þjóðverjar áðan. Þeir höfðu ferð- ast um Noreg og Svíþjóð og sögðu þar allt fullt af svona mörkuðum en þetta væri sá fyrsti hér á landi. Þeir voru mjög ánægðir,“ segir Margrét. „Ég kalla þetta flóamarkað því það orð rúmar allt enda er hér sitt lítið af hverju.“ gun@frettabladid.is Sitt lítið af hverju Margrét Bjarnadóttir lífgar upp á sveitastemninguna í Fnjóskadal með flóamarkaðinum sem hún setti upp í bílskúrnum í vor. Forngripur til minja um Iðnaðar- bankann á Akureyri. Þessi er nú fín undir súkku- laðið á jólun- um. Það er ekki slæmt að eignast hnattlíkan á innan við þúsund krónur. Bækur, bollar og box. Bollar, diskar og annar borðbúnaður er í öndvegi en einnig fæst smávegis af hús- gögnum og fatnaði. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR KVÖLDIN verða stöðugt svalari eftir því sem daginn styttir. Til að geta átt sem flestar ánægjustundir á svölum eða ver- öndum er sniðugt að setja upp gashitara sem hlýjar vel. Kaffihúsið sem Tobias Rehberger hannaði og fékk verðlaun fyrir á listasýningu í Feneyjum myndi valda mörgum ógleði. Þjóðverjinn Tobias Rehberger hlaut nýverið verðlaunin Gullna ljónið sem besti listamaðurinn á 53. alþjóðlega Feneyjatvíæringn- um. Rehberger hlaut verðlaun- in fyrir kaffihúsið Was du liebst, bringt dich auch zum Weinen, sem yfirfærist á íslensku sem „Það sem þú elskar fær þig einnig til að gráta.“ Hann starfaði náið með Artek en þaðan fékk hann flest húsgögnin. Hönnun kaffihússins fær flesta til að svima enda svart og hvítt rönd- ótt með hallandi línur. Dómarar keppninnar sögðu Rehberger hafa hugsað laglega út fyrir kassann og því væri hann vel að verðlaununum kominn. Kaffihúsið er opið meðan á sýn- ingunni stendur, til 22. nóvember. Listrænt kaffihús sem veldur sjóveiki Spurning er hvort hin ólíku form og mynstur fá kaffið til að ólga í maga viðskiptavina. Borgartúni 25 | Reykjavík | Sími 570 4000 | raudakrosshusid@redcross.is | www.raudakrosshusid.is | Opið virka daga kl. 12-17 Ókeypis námskeið og ráðgjöf Mánudagurinn 17. ágúst Þriðjudagurinn 18. ágúst Miðvikudagurinn 19. ágúst Fimmtudagurinn 20. ágúst Qi – Gong - Viðar H. Eiríksson leiðir æfingar sem hjálpa fólki að afla, varðveita og dreifa orku um líkamann. Tími: 12.00-13.00. Einkatímar í söng - Fullt! Umsjón: Hulda Björg Víðisdóttir, söngkennari. Tími: 12.00-14.00. Sporin 12. – Tilgangur og mikilvægi - Ráðgjafar Lausnarinnar verða með fyrirlestur um mikilvægi sporanna 12 og notkun þeirra til uppbyggingar og sjálfshjálpar. Tími: 13.30-14.30. Genfarsamningarnir: úrelt plagg eða lifandi grund- völlur mannúðarlaga? Fjallað verður um innihald samninganna, þróun og hvaða þýðingu þeir hafa í nútímanum. Tími: 15:00-16:00. Uppeldi sem virkar- færni til framtíðar, þriðji hluti af fjórum - Foreldrar læra aðferðir til að skapa æskileg uppeldisskilyrði. Lokað! Tími: 12.30-14.30. Föndur, skrapp myndaalbúm - Lærðu að búa til skrautleg og skemmtileg albúm fyrir uppáhalds myndirnar þínar. Gott er að hafa skæri meðferðis. Tími: 13.00-15.00. Jóga - Viltu prófa jóga? Tími: 15.00-16.00. Einkatímar í söng - Fullt! Umsjón: Hulda Björg Víðisdóttir, söngkennari. Tími: 12.00-14.00. Endurlífgun og hjartarafstuðtæki - Stutt verklegt námskeið sem getur gert þér kleift að bjarga mannslífi þegar mínútur skipta máli. Tími: 12.30-14.00. Brjóstsykursgerð - Vissir þú að það er auðvelt að búa til sinn eigin bragðgóða brjóstsykur? Lærðu galdurinn og fáðu smakk með heim.- Tími: 14.00-15.30. Hláturjóga - Viltu losa um spennu og fylla lífið af hlátri og gleði? Tími: 15.30-16.30. Ódýrt og umhverfisvænt- Langar þig að gera heimili þitt umhverfisvænna á ódýran máta? Tími: 13.30-15.00. Bókaklúbbur - Spjallað verður um bókina Fótspor á himnum eftir Einar Má Guðmundsson. Tími: 14.00-15.00. Spænska og spænsk menning - Fjórði hluti af fjórum. Lokað! Tími: 15.00-17.00. Farsímakennsla - Viltu læra að nýta farsímann þinn betur? Tími: 12.30-13.30. Föstudagurinn 21. ágúst Tölvuaðstoð - Fáðu persónulega aðstoð. Tölvur á staðnum.Tími: 13.30-15.30. Facebook fyrir byrjendur - Langar þig að skilja hvað allir eru að tala um? Tími: 12.00-13.00. Sálrænn stuðningur - Fjallað er um áhrif alvarlegra atburða á andlega líðan fólks og viðbrögð þess í kjölfar slíkra atburða. Tími: 13.00-14.30. Prjónahópur - Við ætlum að koma saman, prjóna, hekla, fá okkur kaffi. Allir velkomnir. Tími: 13.00-15.00. Spænska og spænsk menning - Þriðji hluti af fjórum. Lokað! Tími: 15.00-17.00.

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.