Fréttablaðið - 17.08.2009, Qupperneq 33
MÁNUDAGUR 17. ágúst 2009 21
Playboy-kanínan fyrrverandi,
Kendra Wilkinson, og eiginmaður
hennar, ruðningskappinn Hank
Baskett, tilkynntu fyrir stuttu
að þau ættu von á sínu fyrsta
barni. Á dögunum ritaði Kendra á
bloggi sínu að þau ættu von á litl-
um dreng. „Við Hank eigum von á
strák! Dagurinn í dag verður án
efa einn eftirminnilegasti dagur
lífs míns. Þessi litli drengur verð-
ur mömmustrákur, það er öruggt,
og myndarlegur verður hann
líka, sjáið bara pabba hans. Við
bíðum með óþreyju eftir fæðingu
hans. “
Eignast lít-
inn dreng
VILL MÖMMUSTRÁK Playboy-kanínan
fyrrverandi, Kendra Wilkinson, á von á
dreng í desember.
Líkt og flestir vita láku nektar-
myndir af leikkonunni ungu
Vanessu Hudgens á Netið fyrir
stuttu. Þetta er í annað sinn sem
slíkt gerist og hefur leikkonan
sætt mikilli gagnrýni fyrir hegð-
un sína upp á síðkastið. Nú hafa
vinir Vanessu komið henni til
varnar. „Hún er mjög indæl
stelpa og á ekki skilið að það sé
talað illa um hana. Hún reynir að
láta þetta ekki á sig fá og ber höf-
uðið hátt, sem mér finnst gott hjá
henni,“ sagði mótleikari hennar,
Charlie Saxton.
Náin vinkona
Vanessu telur að
þetta slæma umtal
hafi eitthvað með
kærasta leikkon-
unnar að gera.
„Ég held að þetta
sé bara af því
að fólki finnst
gaman að tala illa
um aðra … og ef
til vill líka vegna
þess að hún er
kærasta Zacs
Effron,“ sagði
vinkonan.
Vinirnir verja
grey Vanessu
Quentin Tarantino segist ekki
vera tilbúinn að segja skilið við
kvikmyndaiðnaðinn alveg strax
en langar til að stofna fjölskyldu.
Leikstjórinn, sem er 46 ára, er ein-
hleypur eins og stendur, en hann
langar að gerast rithöfundur og
finna réttu konuna til að eignast
börn með.
„Ég hætti þegar ég verð sex-
tugur. Það er góður aldur til að
hætta að búa til kvikmyndir. Þá
gæti ég farið að skrifa skáldsög-
ur og gerst kvikmyndagagnrýn-
andi. Þá gæti ég loksins stofnað
fjölskyldu,“ segir Tarantino í við-
tali við breska dagblaðið Times og
viðurkennir að hafa langað í barn
fyrir nokkrum árum síðan. „Fyrir
svona fimm árum síðan langaði
mig mikið í barn. Í dag langar
mig ennþá til að verða faðir en ég
vil að vinnan sé í fyrsta sæti
að svo stöddu,“ segir leik-
stjórinn sem hefur verið
kenndur við Miru Sor-
vino, Sofiu Coppola og
Kathy Griffin.
Nýjasta mynd hans,
Inglorious Basterds, er
væntanleg í kvikmynda-
hús í lok ágúst. Brad Pitt
fer með aðalhlut-
verk í mynd-
inni, sem
segir
frá hópi
banda-
rískra
her-
manna af gyðingaættum sem er
sérstaklega valinn til að drepa
og pynta nasista hvar sem þeir
ná til þeirra á tímum seinni
heimsstyrjaldarinnar.
Tilbúinn að stofna fjölskyldu
VINNAN Í FYRSTA SÆTI
Quentin Tarantino
langar til að verða
faðir, en vill
einbeita sér að
vinnunni þangað
til hann verður
sextugur.
Hin 27 ára Beyoncé segist vera bæði
feimin og óörugg með líkama sinn
þegar hún er ekki uppi á sviði. Bey-
oncé, sem er gift rapparanum Jay-Z,
er heimsfræg og kemur fram fyrir
milljónir aðdáenda á hverju ári, en
segir að sér líði illa í stórum hópi
fólks þar sem hún átti ekki eðlilegt
félagslíf á uppvaxtarárum sínum.
Samkvæmt heimildum breska
tímaritsins The Sun segist söng-
konan oft fitna um of á röngum
stöðum, en æfir stíft til að halda
sér í formi. „Eftir áramótin fer ég á
stigvél. Það er besta æfingin fyrir
rasskinnarnar,“ segir Beyonce.
Feimin og óörugg
Tími fyrir hjól og línuskauta
30% til 50% afsláttur
af barnahjólum, barnalínuskautum, fjallahjólum
og fullorðinslínuskautum.
Hjóla- og línuskautadeildin er í Holtagörðum.
Komdu og sjáðu úrvalið – gerðu kostakaup.
T H E S K A T E C O .
ÍS
L
E
N
S
K
A
/S
IA
.I
S
/U
T
I
46
84
9
07
/0
9
HOLTAGÖRÐUM GLÆSIBÆ KRINGLUNNI SMÁRALIND SÍMI 545 1500
BEYONCÉ Henni líður illa í stórum hópi
þegar hún er ekki á sviði.