Samvinnan


Samvinnan - 01.02.1937, Blaðsíða 5

Samvinnan - 01.02.1937, Blaðsíða 5
2. HEFTI SAMVINNAN Oxford og Cambridge í Oxford og Cambridge eru „the colleges", þ. e. stúdentaheimilin, öll á víð og dreif um borgirnar. Þau elztu voru reist á 13. öld og voru þá klausturskólar. Jafnvel nýjustu stúdentaheimilin bera einnig mikinn keim af gömlu klausturbyggingunum. Hvert einasta þeirra hefir verið byggt vegna örlátra gjafa ríks fólks. Fyrst í stað voru Oxford og Cambridge svipaðar öðr- um gömlum háskólum. Á endurreisnartímanum var kennslu allra stúdenta hagað á svipaðan hátt, og þeir lásu á sama máli — latínunni —, hvar sem var í heim- inum. í Oxford, Padua, Bologua, París, Salamanca og Prag voru háskólarnir upphaflega reistir á sama grundvelli, því allir voru þeir klausturskólar. En á 20. öldinni eru Oxford og Cambridge einu háskól- arnir, sem bera enn hinn forna svip liðinna alda. Nú er að vísu mélri samvinna á milli allra stúdentaheim- ilanna og stjórnar háskólans, en þó er hvert stúdenta- heimili sjálfstætt ríki. Stúdentunum er ekki nóg að „vera í háskólanum"; þeir verða líka að vera félagar i stúdentaheimili. Æðstu valdhafar háskólans eru kanzl- arinn og varakanzlarinn. Þeir skipa prófessorana, sem halda fyrirlestrana og vinna að rannsóknum, án jjess þó að þeir séu í nokkru sambandi við stúdenta- heimilin. En hin raunverulega fræðsla stúdentanna fer fram í stúdentaheimilunum. í fyrstu voru þau ætluð félitlum námsmönnum, en á 18. öld fór að þjtkja „heldri manna bragur“ á að dvelja við háskólann. Á 19. öld urðu þessar menntastofnanir aðallega aðsetur hinna ráðandi stétta. Það helzt enn, þó að hægfara breyting miði til hins betra. Þegar kirkjuvaldið var sem mest, komu hinir merkustu trúmenu frá Oxford og Cambridge, á endurreisnartímanum hinir ágætustu fornfræðingar og nú á 20. öldinni stjórnmálamenn, lciðtogar eftir kröfum nútímans. í margar aldir hafa flestir hinir andlegu leiðtogar Bretlands inótazt í Ox- ford og' Cambridge. Mennirnir hafa ósjálfrátt breytzt samkvæmt aldarandanum, en hið ytra útlit stúdenta- heimilanna er ætið hið sama. Upp um gömlu, gráhvítu múrana vefjast víðitágar og bergfléttur, og í görðun- um eru grasvellirnir sefgrænir vegna sífelldrar um- önnunar gárðyrkjumannanna. Mörgum stúdentaheim- ilum fylgja garðar og íþróttavellir. Yfir öllu hvílir ró. Allt er fágað og samræmt. Umhverfið ber glæsi- legan vott um menningu án nokkurs óhófs. Sá, sem ber gæfu til að dvelja við nám í Oxford og Cambridge, hlýtur að verða fyrir varanlegum áhrifum, ekki sízt unglingurinn. Og ungu stúdentarnir eru aðeins stálp- aðir, þegar þeir koma þangað, og fá þess vegna líka nokkurt aðhald. Fyrsta missirið búa þeir alltaf í stúdentaheimilunum, en seinna leigja sumir herbergi hjá fólki, sem háskólinn mælir með. í Cambridge er enn meira aðhald með þessum húsum, og þar ræður háskólaráðið eiginlega mestöllu i bænurn. Hver nem- andi, sem býr í stúdentaheimilunum, hefir tvö her- bergi. Venjulega er það skylda bans að borða vissar máltíðir í hinum mikla borðsal stúdentaheimilisins, sækja guðsþjónustur í kapellu þess og að vera kom- inn heim á vissum tíma á kvöldin. Þetta eru regl- urnar, sem stúdentunum í Oxford og Cambridge er skylt að hlýða. Eftir þau þrjú eða fjögur ár, sem þeir eru í stúdentaheimilunum, breytast þeir frá ungling- um í unga menn, sem eiga að vera sannir enskir „gentlemen". í því augnamiði voru þeir sendir til gömlu háskólanna, og hin vísindalega þekking þeirra er aðeins einn þátturinn í uppeldinu. Þessi „gentle- Hallardyr og garður í Oxford 21

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.