Samvinnan - 01.02.1937, Side 8
SAMVINNAN
2. HEFTI
Pöntunarfélag verkamanna
í Reykjavík
Eftir Guálaug Rósinkranz
Samvinnufélagsskapurinn er, sem kunnugt er, rúm-
lega 50 ára hér á landi, og hafa samvinnufélög verið
starfandi í nær því öllum héruðum landsins nú í
alhnörg ár. Höfuðstaður landsins hefir til þessa verið
eftirbátur annara héraða um samvinnumál. Nokkur
kaupfélög hafa að vísu verið stofnuð hér, en orðið að
hætta störfum eflir stultan tíma sökum mistaka og
áhugaleysis. Nú fyrst virðist breyting vera að verða
á. Reykvíkingar eru nú farnir að gefa gaum að, hvert
Matvörubúá Pöntunarfélagsins á Skólavöráustíg 12
kaupgildi krónunnar er, og að það er ekki sama,
hvort þeir fá mikið eða lítið fyrir hana.
í Reykjavík eru nú 2 kaupfélög starfandi, annað
Kaupfélag Reykjavíkur, sem liefir starfað í 5 ár og
eflzt með ári hverju, og hitt, Pöntunarfélag verka-
mann, sem nú er rúmlega tveggja ára. Skal hér gerð
nokkur grein fyrir starfsemi pöntunarfélagsins.
Upphaf
Sökum þess háa vöruverðs, sem jafnan hefir verið
á nauðsynjavörum hér í Reykjavík, fóru verkamenn
að stofna smá pöntunarfélög og kaupa vörur í lieil-
um sekkjum og kössum, og skiptu svo vörunni á milli
sín. Þannig fengu þeir margar nauðsynjar fyrir lægra
verð en með því að kaupa lijá kaupmönnunum.
Pöntunarfélog þessi urðu fjöldamörg, en öll lítil. Jens
Figved, núverandi framkvæmdastjóri Pöntunarfélags
verkamanna, vann svo að því að sameina þessi félög
í eitt, og var Pöntunarfélag verkamanna stofnað upp
úr öllum þessum smáfélögum og tók til starfa í
nóyember 1934. Jens Figved varð þá strax fram-
kvæmdarstjóri félagsins og hefir verið það siðan.
Fyrst liafði félagið aðsetur í Vallarstræti 4, en
íluttist í febrúar 1935 í lilla búð í nýju húsi á Skóla-
vörðustíg 12 og byrjaði þá jafnframt á útsölu. Síðan
Vefnaáarvörubúá félagsins i Alþýáuhúsi Reykjavíkur
24