Samvinnan - 01.02.1937, Blaðsíða 10
SAMVINNAN
2. HEFTI
Frh. af 20. bls.
vegna verða lánsviðskiptin að
hverfa, ef þeirri reglu á að vera
hægt að fylgja til lilítar.
Sökum staðliátta er örðugt að
koma við staðgreiðslu til sveita á
íslandi, nema þar sem mjólk er
seld og hændur fá mánaðarlega
greitt fyrir framleiðslu sína. Þar
er staðgreiðslan sjálfsögð og jafn-
auðvelt að koma henni við og í
kaupstöðum, þar sem menn fá
laun sín greidd viku- eða mánaðar-
lega. En annarsstaðar í sveitum,
þar sem framleiðsluvörurnar selj-
ast ekki nema tvisvar á ári, er
erfitt að gæta þess, að það, sem
fyrir vöruna fæst, hrökkvi hálft
árið eða níeira.
Nú er því þannig varið, að flestir
bændur eru búnir að taka út á
alla framleiðsluvöruna fyrir fram.
Augljóst er, að betra væri, ef ekki
væri keypt fyrir vöruna fyrr en
liún er komin i verð. Við það
myndi kaupfélagið spara dýrt
rekstursfé, sem nú er bundið í
vörum, sem lánaðar eru út og ekki
fást greiddar fyrr en framleiðslu-
vörurnar, er úttektin á að greið-
ast með, eru seldar. Ef bændur
gætu komið því þannig fyrir, að
þeir væru heldur hálfu ári á undan
kaupunum með sölu heldur en á
eftir, yrði það rnjög mikill rentu-
sparnaður fyrir félagið og hefði
bætta afkomu og lækkað vöruverð
í för með sér, bæði sökurn þess,
að ekkert tapaðist þá af skuldum
og minna þyrfti að greiða í rentur.
Ef bændur, sem fá kjöluppbót-
ina að haustinu árið eftir að
kjötið var selt, væru ekki búnir
að taka út á uppbótina fyrir fram,
en notuðu liana til vörukaupa
eftir á, gætu þeir þokað viðskipt-
unum í áttina til staðgreiðslu og
þyrftu minna að taka út á óorðna
eða óselda vöru.
Milcil framför og allmikið öryggi
er að vísu að gjaldeyris-ávísunun-
um, sem mörg kaupfélög liafa nú
þegar tekið upp, og allmikið munu
þær draga úr skuldatöpunum, ef
aðgæzla er á mati liins væntanlega
gjaldeyris. — Fyrirkomulag þetta
hefir reynzt vel, þar sem því hefir
verið framfylgt með festu. En
gjaldeyris-ávísanirnar eru ekki
lausn á skuldamálinu, því með
þeim er rentutapið sökum skuld-
anna ekki afnumið, og menn kaupa
þá vöruna löngu áður en hún er
í raun og veru greidd. Nei, að slað-
greiðslunni þarf að keppa, því það
er öruggasta, heilbrigðasta og rétt-
látasta verzlunaraðferðin.
Islenzkir samvinnumenn þurfa
því að vinna að því, að staðgreiðsl-
an verði tekin upp hið allra fyrsta
í öllum þeim kaupfélögum, þar
sem því verður við komið.
Guðl. Rósinkranz.
að afgreiða og senda daglega eða annan livern dag
samskonar vörur lil sömu heimilanna. Vinnan verður
liér um bil sú sama, livort sem mikið eða litið er
afgreitt af vörunni í einu.
Vöxtur félagsins hefir verið mjög ör bæði livað tölu
félagsmanna snertir og sölu.
Meðlimatala í árslok 1935 var 1064, en í árslok
1936: 1812. Aukning félagsmanna hefir verið rúm
70°/o- Viðskiptaveltan hefir einnig aukizt mjög mikið.
Vörusala á árinu 1935 var 382 600 kr., en árið
1936 800 000 kr. Aukning vörusölunnar hefir þannig
aukizt um nær því 110 °/0. Fyrir jólin komst eins
dags sala i matvörubúðinni á Skólavörðustíg upp í
7000 kr.
Tekjuafgangur var á síðastliðnu ári rúm 40 þús.
kr. Þar af fer 1 °/o af viðskiptaveltunni í varasjóð, og
verður það því 8000 kr., en 3/s af þeim tekjuafgangi,
sem þá er eftir, fara í stofnsjóð félagsins. Sjóðeignir
félagsins liafa því aukizt á árinu 1936 um rúm-
lega 27 þús. krónur. I sjóðurn félagsins voru um
næstu áramót á undan rúm 15 þús. kr. í varasjóði,
vaxtabréfum og s. k. félagssjóði. Tekjuafgangur, sem
verður síðan til ráðstöfunar og kemur til útborgunar
til félagsmanna, mun því verða 12—13 þús. kr., en
tekjuafgangi verður þó ekki úthlutað af öðrum við-
skiptum en i pöntunardeild. Á þessu ári tekur félagið
síðan upp þá aðferð að afhenda kvittanir fyrir öllum
kaupum í búðinni, og greiðist þá tekjuafgangur til
félagsmanna i árslok í lilutfalli við gerð kaup.
Kaffibrennslu er félagið hyrjað á og hefir kaffi, er
kallast Bláa kannan. Auk þess liefir það litla efna-
gerð, þar sem framleitt er eggjaduft, gerduft, malað og'
blandað krj'dd o. s. frv.
Félagið heíir frá byrjun eingöngu selt gegn stað-
greiðslu, og má óefað mest þakka þeirri reglu liið
góða gengi félagsins ásamt góðri stjórn. Vöxtur
félagsins er bezta sönnun fyrir þvi, að hægt er að
ná viðskiptum hér í Reykjavík, þólt staðgreiðslu
sé krafizt, aðeins ef vörurnar eru góðar og ódýrar.
Fólk finnur fljótt, hvar það gerir liagkvæmust kaup.
Á þessu ári er tilætlunin að bæta við útibúi í
Vesturbænum. Þá mun það ákveðið að breyta lögum
félagsins, og mun í ráði, að það sæki um upptöku í
S. í. S. Félagið liefir þegar mikil viðskipti við S. í. S.
Stjórn fél. skipa: Þorlákur Ottesen, verkstjóri, form.,
Sveinbjörn Gunnlaugsson, bilstjóri, Ásgrímur Gíslason,
bílstjóri, Bergur Hjörleifsson, verkamaður, Jón Einars-
son, verzlunarm., og Ragnar Snjólfsson, verzlunarm.
Framkvæmdarstjóri er Jens Figved. Hann er ungur
maður, rúmlega þrítugur, mjög ötull og framtakssamur,
enda ber félagið það með sér, að því er vel og rösklega
stjórnað. Er það ósk mín, að félaginu megi auðnast
jafnmikill vöxtur og víðgangur á komandi árum og
hingað til. Gl. R.
26