Samvinnan


Samvinnan - 01.05.1940, Page 4

Samvinnan - 01.05.1940, Page 4
S AMVINNAN 5. HEFTI önnum var lokið. Og í meðferðinni stækkaði þessi eftirmáli minn nokkuð frá því, sem ráðgert var í vetur. Ég afréð að gera ekki aðeins eftirmála um þau héruð, sem Odhe hafði ekki ferðast um, heldur rita stutta sögukafla um alla helztu forvígismenn ís- lenzkrar samvinnu, og birta myndir af þeim, og af öllum núverandi forstöðumönnum samvinnufélag- anna. Bók Odhes er rituð fyrir útlendinga. í henni eru markaðar allar meginlínur í verzlunarsögu landsins. Hann sér íslenzku samvinnuna frá háum sjónarhól. Dómur hans um íslenzku samvinnufélögin er miklu meira virði fyrir okkur íslendinga, heldur en ef bók hans hefði verið rituð af innlendum manni. Hann hefur hið glögga gestsauga. Hann þekkir af sjón og reynd ástand samvinnufélaganna í mörgum löndum og hefur ritað ágætar bækur um samvinnufélögin í nokkrum löndum. Bók hans er svo þýðingarmikil fyrir ísland, af því að hann hefur aðstöðu til að mæla íslenzku samvinnuna á alþjóðlegan mælikvarða. En mér fannst einsætt, að úr því Sambandið gaf út þessa merkilegu bók, þá væri æskilegt, að gefa þjóðinni nokkrar myndir úr heimahögum, og það áleit ég, að bezt væri hægt að vinna að með stuttum æfisöguköflum helztu forgöngumannanna. Ég hef orðið var við um greinda unglinga, sem notið hafa nokkurrar skólagöngu, að þeir vita sama og ekkert um störf og baráttu hinna eldri samvinnumanna. Slíkir menn ganga inn í samvinnufélögin, þegar þeir fá aldur til, eins og kæmu þeir í annað og framandi land. Úr þessu vildi ég freista að bæta með því að láta æfisöguþætti fylgja hinu skýra yfirliti hins er- lenda fræðimanns. Það má vitaskuld gagnrýna þessa tegund sögu- ritunar, enda er það oft gert, og segja: Þróun mann- félagsins er ekki nema að litlu leyti verk hinna svo kölluðu leiðtoga. Þróunin er vefur, þar sem þúsundir og miljónir sækja fram að settu marki. Ýmislegt má færa fram til stuðnings þessari skoðun. En svo undar- lega vill til, að þeir menn, sem mest hafa haldið á lofti hinni sögulegu efnishyggju, en það eru læri- sveinar Karls Marx, hafa í verki tekið upp hina stór- kostlegustu hetjudýrkun, sem sagan hermir frá. En hvað sem líður fræðilegum kenningum um sögu- ritun, þá vildi ég miklu fremur reyna að vekja skiln- ing og samúð hinnar yngri kynslóðar í landinu á verkum forfeðranna, með því að rita um þessi efni eftir gamalli íslenzkri venju, lýsa, eftir því sem unnt er í stuttu máli, baráttu forgöngumannanna og láta að sinni óumtalað þá miklu og óhjákvæmilegu hjálp, sem forystumennirnir fá frá samtíðar- og samverka- mönnum sínum. Næst á eftir þeirri viðbót, sem ég hef hér lýst og verður alllöng, kemur stutt hagfræðilegt yfirlit eftir Ragnar Ólafsson, endurskoðanda Sambandsins um aldur félaganna, félagsmannatal og fleira, sem snert- ir fjárhag þeirra. Að lokum kemur svo síðasti kafl- inn eftir þá dr. Þorkel Jóhannesson og Guðlaug Rósin- kranz yfirkennara. Það verður stutt yfirlit með mörg- um ártölum um æfiferil þeirra íslenzku samvinnu- manna, sem getið er í bókinni. Slík heimild er nauð- synleg þeim, sem vilja fá nákvæma fræðslu um sögu forgangsmannanna. En mjög margir menn hugsa ekki um menn og sögulega atburði í sambandi við ártöl. Þeir hugsa um mennina í sambandi við verk þeirra. Hvað á við á sínum stað, og verður reynt með þessu móti að verða við sanngjörnum kröfum allra. Mér þykir sennilegt, að bók þessi verði aðeins seld í bandi, og mér þætti ekki ólíklegt, að hún yrði svo að segja eingöngu til sölu í búðum samvinnumanna. Hún er rituð fyrir félagsmenn og til að auka skilning á þýðingu samvinnustefnunnar fyrir alla þjóðina. Ég vona fastlega, að ef þessi bók kemur á nokkuð mörg þúsund heimili á landinu, eins og nú er ráðgert, þá muni hún verða til að styrkja þá byggingu, sem nútímakynslóð samvinnumanna er að reisa á þeim grunni, sem fyrri kynslóðir hafa lagt með mikilli elju og þungum fórnum. J. J. Félagsmannatala sænsku kaup- félaganna eykst mikið. Á síðastl. ári fjölgaði félagsmönnum í sænsku kaupfélögunum um 35 þús. og eru nú 634.689. í Stokkhólmi fjölgaði félags- mönnunum um tæp 10 þús. Á erfiðleika- tímum fjölgar jafnan mest í kaupfélög- unum, þá finnur fólk það bezt hver þörf er í að spara, svo þá bætast margir í hóp- inn, sem ekki hugsa um að spara þegar vel gengur. Þannig hefur það oftast reynzt í Svíþjóð og víðar. Sænsku samvinnufélögin auka mikið vöruforða sinn. Um síðustu áramót höfðu sænsku kaup- félögin meiri vörubirgðir heldur en nokkru sinni fyrr, eða vörur fyrir um 58 milj. kr. og höfðu vörubirgðirnar aukist um 15 millj. kr. þessi aukning hefur verið gerð vegna hættunnar á að viðskipti Svíþjóð- ar við önnur lönd tepptist sökum stríðs- ins. Þetta er nú komið á daginn, svo það kemur sér nú vel fyrir félögin að eiga nokkurn forða af nýlenduvörum og öðr- um vörum, sem ekki er hægt að fram- leiða í landinu sjálfu. Með því geta þau líka haldið vöruverðinu á þessum vörum niðri. 68

x

Samvinnan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.