Samvinnan


Samvinnan - 01.05.1940, Side 6

Samvinnan - 01.05.1940, Side 6
SAMVINNAN 5. HEFTI Þættir úr samvinnusögu Fljótsdalshéraðs Eftir Þórhall Jónasson FRAMHALD. Stofnun þessa nýja félags var í rauninni ráðin á einum af síðustu fundum Pöntunarfélags Fljótsdals- héraðs, þegar sýnilegt var hver afdrif „Pöntunarinn- ar“ á Seyðisfirði, eins og það var nefnt í daglegu tali, mundu verða. Mörgum góðbóndanum þótti þá gerast þröngt fyrir dyrum, ef hverfa skyldi að viðskiptum við kaupmenn eftir allt, sem á undan var gengið. Þeim þótti frekar tiitækilegt að reyna að yrkja á nýjan stofn, setja á laggirnar nýtt félag með nýju aðsetri, nýju viðhorfi og skipulagi, byggt á dýrri reynslu undangenginna ára. Menn vissu, að „Pöntunin“ hafði árum saman haldið niðri verðlagi útlendrar vöru um langt skeið, og nærri alla tíð frá byrjun. Og að bezt væri borgið vöruvönd- un framleiðsluvara landbúnaðarins í höndum bænd- anna sjálfra. Fulltrúar þessara manna komu saman 19. apríl 1909, a'ð Skeggjastöðum í Fellum. Höfðu þeir áður haldið fundi og rannsakað hugi manna í hverri sveit fyrir sig. Til fundarins hafði boðað Sigurður Jónsson hrepp- stjóri í Hrafnsgerði, eftir ákvæðum fundar, sem hald- inn var á sama stað 27. fyrra mánaðar. Á fundinum voru mættir: Úr Fljótsdal: Síra Þórarinn Þórarinsson, Valþjófs- stað. Úr Fellum: Sigurður Jónsson hreppstjóri, Hrafns- gerði og Brynjólfur Bergsson bóndi, Ási. Úr Hróarstungu: Pétur Stefánsson bóndi, Bót og Björn Hallsson hreppstjóri, Rangá. Af Völlum: Jón Bergsson bóndi, Egilsstöðum og Nikulás Guðmundsson oddviti, Arnkellsgerði. Úr Eiðaþinghá: Þórarinn Benediktsson hreppstjóri, Gilsárteigi. Síra Þórarinn var kosinn fundarstjóri og Þórarinn Benediktsson hreppstjóri ritari. Samþykkt var að stofna nýtt félag, pöntunarfélag f.vrir Héraðið. Síðar í fundargerðinni er samþykkt, að nafn þessa nýja félags sé „Kaupfélag Héraðsbúa“, með sérstökum deildum í Fljótsdal, Fellum, Völlum, Eiða- þinghá og Hróarstungu. Fundurinn ákvað að panta vörur í tvennu lagi upp t:l Reyðarfjarðar. Framkvæmdarstarf fyrir félagið var falið Jóni Bergssyni bónda á Egilsstöðum. Átti hann að leigja húsrúm fyrir vörur félagsins, innlendar sem útlendar, og kaupa nauðsynlegustu verzlunaráhöld til afnota við úthlutun varanna á Reyðarfirði. Á Reyðarfirði er, eins og kunnugt er, ein bezta höfn landsins. Á þessum árum var verið að leggja fyrsta akveginn á Austurlandi af Reyðarfirði til Egilsstaða og Lagarfljótsbrúar. Lagningu brautarinnar var lokið haustið 1909. Það var því ekki út í bláinn, þegar að- setur var valið á Reyðarfirði fyrir hið nýstofnaða félag og að nokkru á Egilsstöðum. Bændur, um Miðhérað, hugðu gott til með að breyta til um flutningshætti: frá erfiðum klyfjaflutningi yfir Fjarðarheiði og Vestdalsheiði af Seyðisfirði og að vagnflutningi á Fagradal til Egilsstaða og lengra til um Héraðið, eftir báti á Lagarfljóti og eftir því sem akvegir lengdust á Héraðinu með árunum. Á stofnfundinum voru strax ráðagerðir uppi um að flutningar þungavöru yfir Fagradal yrðu sem mest á i . ' 1 mk j viti og bóndi í Arnkelsgerði jHHÉfe. .'JEr .; á Völlum, íæddur 1858. dáinn Sigurður Einarsson á Haf- 20. okt. 1927. Oddviti Valla- B.. JraáM ursá (Einarssonar bónda á hrepps 1891—1924. Einn af H Hrafnkelsstöðum), fæddur deildarstjórum Pöntunarfé- 1854, stundaði búnaðamám lags Fljótsdalsliéraðs og alla við búnaðarskólann á Stend tíð í félaginu. Einn af stofn- jHuHlnf' J0g& -.>«Í í Noregi. Sigurður var at- endum Kau]5félag.s Héraðs- kvæðamaður. Hann dó árið búa, 19. apríl 1909. Nikulás BHHUII^Iv . ^HIHHHI 1905. var traustur samvinnumaöur. ^^^^^^I^I^HHHHI^I^HI 70

x

Samvinnan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.