Samvinnan


Samvinnan - 01.04.1948, Blaðsíða 9

Samvinnan - 01.04.1948, Blaðsíða 9
Hér heldur erindreki S. í. S. áfram frdsógn sinni frá Fljóts- dalshéraði. Segir hérfrá deilda- búa, mönnum og málefnum. fundum Kaupfélags Héraðs- Fundarvestir að Straumi i Hróarstuns,u Fundarfólk að Strönd MEÐAL SAMVINNUMANNA Á FLJÓTDALSHÉRAÐI EFTIR. minuisstæðar viðtökur og þessa ánægjulegu dvöl á Skriðuklaustri, héld- um við í næturhúminu áleiðis til náttstaðar. Veður var hið bezta. Óli „sló í“, og eftir skamma stund vorum við komnir að Geita- gerði, þar sem Vigfús kvaddi okkur. Eftir það héldurn við áfram eins og leið liggur aiður með Lagarfljóti. Tíminn leið fljótt við hugleiðingar um lífið og tilveruna, milli þess, sem við Þorsteinn upphófum raust okkar og sungum af hjartans lystisemd. Var gott að leggjast til hvíldar á Egilsstöðum eftir langan og ljúfan dag. Næsta dag, föstudaginn 9. maí, var haldinn fundur í Skriðdalsdeild. A leiðinni fram í dalinn staðnæmdust við um stund að Ketils- stöðum á Völlum; þekktum bæ og greiða- sölustað. Þar var áður kirkjustaður, en er nú ekki lengur talinn slíkur; fyrirfinnst þar samt ennþá kirkja, þótt enginn þjóni prest- urinn. Að Ketilsstöðum var gott að koma, og skemmtilegt, til Bergs bónda — bróður Þor- steins kaupfélagsstjóra — og Sigríðar konu hans, að ógleymdum föður hennar, öldungn- um og öðlingnum Hallgrími Þórarinssyni. (Hallgrímur lézt á s. 1. hausti). Seinna áttum við þó eftir að reyna þetta betur. Næsti áfangastaður var Stóra-Sandfell. Þar býr deildarstjóri þeirra Skriðdælinga, Bjöm Guðnason, ásamt bróður sínum Kristjáni, og aldaðri móður þeirra. Á öðrum bæ á Héraði býr bróðir þeirra, aleinn, en af miklum myndarskap og dugnaði. Það, sem einkum einkennir Stóra-Sandfellsbræður, fyrir utan dugnaðinn, er einstakur þrifnaður og snyrti- mennska í allri umgengni. Fannst mér furðu- legt, að slíkir fyrirmyndarmenn skyldu ekki. ennþá hafa staðfest ráð sitt. Björn fór í ,,jeppa“ sínum til fundarins, en þar sem hann var óvanur að aka, gerðist Þorsteinn hans einkabílstjóri. Við Óli fylgd- umst með á okkar fák, i humátt á eftir, og Eftir Baldvin Þ. Kristjánsson var strákurinn stundum að gagnrýna keyrslu- lag frænda síns, sem hann vissi óvanari sér í meðferð á ,,jeppum“, þrátt fyrir mikla öku- reynslu, að öðru leyti. Fundurinn var haldinn í samkomuhúsinu við Arnhólsstaði, ekki langt frá kirkjustaðn- um Þingmúla í Skriðdal. Þarna virtist kald- hranalegra en niðri á Héraðinu, enda var líka hálfhryssingslegt veður. En fallegur er Þingmúlinn sjálfur; fjall á sjötta hundrað metra yfir sjávarmál, og sést langt að, eins Björn Kristjánsson i Grófarseli og margir kannast við af myndum. Fólkið er dugnaðarlegt og afkoma manna í Skriðdaln- um sízt lakari en annarra, sem þó búa við blíðara veðurfar, á mýkri mold. Það er mér minnisstæðast frá Skriðdals- fundinum, sem fór á milli Þorsteins og Snæ- bjarnar bónda í Geitdal. Var þar sem oftar Ijóst, að Þ. J. þekkir sína menn og jreir hann. Gætir þess ekki hvað sízt í viðureignum á vettvangi kaupfélagsmálanna, þar sem margt flýgur bæði í gamni og alvöru. Nú fann Snæbjörn að því, að í K. H. B. væri sjóður, sem aldrei væru neinir peningar í, jrrátt fyrir vissar álögur á kaupfélagsmenn lians vegna. Vildi hann fá að vita, hverju slíkt sætti. Þor- steinn lét ekki þarna frekar en endranær standa á svörum og upplýsti, að hér væri að- eins um að ræða afskriftarreikning vegr.a bygginga kaupfélagsins. Snæbjörn vildi ekki algjörlega taka þetta sem góða og gilda vöru, og sérstaklega kæmi ekki til nokkurra mála að nefna óbermi það, er ekki þjónaði öðrum tilgangi, „Byggingarsjóð“ væri slíkt algjór- lega ótækt! Þorsteinn taldi hins vegar, að nafnið skipti engu máli; hitt væri aðalatrið- ið, hvaða gagn reikningurinn gerði. Kom hann þá með jretta snjalla dæmi, sem ég held mig muna nokkurn veginn orðrétt: „Það er nú t. d. með þig, Snæbjörn minn — þú heitir Jressu kalda og hráslagalega nafni, sem getur jafnvel sett hálfgerðan hroll í mann. En Jressi áhrif liverfa strax eins og dögg fyrir sólu, þegar maður kynnist þér. Þá kemur í ljós þessi inndæli og hlýlegi maður, og þá sér maður, að nafnið skiptir bara engu máli, og Jrú ert jafngóður, hvað sem þú heitir. .. . Eins er það með reikninginn!" — Þessu gat Snæbjörn ekki mótmælt! Skriðdalsfundurinn var ekki langur, þótt hann væri skemmtilegur. Að honum loknum héldum við niður að Ketilsstöðum, þar sem við áttum eftir að gista þrjár næstu næturnar. Eftir mát sáum við Þorstein í rökkrinu, með 9

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.