Samvinnan


Samvinnan - 01.04.1948, Blaðsíða 21

Samvinnan - 01.04.1948, Blaðsíða 21
11111111111111111111111111111 iiiiiiiiiiiiiiiiimmiiiiiiiimiiiiiimiiiimii • Lestrarsalur bama í ríkisbókasafninu í Tannerfors í Finnlandi. Barnabókasöfn MÁLSHÁTTURINN, „Segðu mér með hverjum þú ert, og eg skal segja þér, hver þú ert“, hei'ur að geyma mikil sannindi. Fjölmörg dæmi úr lífinu sýna okk- ur, hve óendanlega miklu máli það skiptir, sérstaklega fyrir ungt fólk, að lenda í góðum félagsskap Það ætti því að vera mikið áhugamál foreldra að börn þeirra eignist góða félaga, þegar á unga aldri, og styrkja og hlúa að hverjum góðum félagsskap, en vera á verði gagnvart hinum slæma. En félagsskapur er fleira en liinir holdi og blóði klæddu félagar. Maö- urinn getur átt félagsskap við ótal margt annað. Sjálfa náttúruna er þar kannske fyrst að nefna í allri dásemd sinni og margbreytileik. Hinar ýmsu greinar listarinnar munu og mörgurn dýrmæt- ur félagsskapur og loks eru það bœk- urnar sem eru geysilega stór aðili og mikilvægur í þessu sambandi. Víða erlendis eru starfrækt sérstök barnabókasöfn og mörg hinna al- rnennu bókasafna hafa einnig sérstak- ar deildir og lestrarsali fyrir börn. Þetta er gert til þess að venja börnin á unga aldri að umgangast bækur og kenna þeim að nota bókasafn. í barnabókasafninu er vandað til alls. Salurinn sjálfur er fallegur og bjartur, smekklega innréttaður og lit- irnir þægilegir. — Bókunum er komið fyrir á sem allra haganlegastan hátt og í öllu er miðað við þarfir hins unga manns. Bækurnar eru flokkaðar eftir efni, eins og gerist á venjulegu bóka- safni, en þar sem hægt er, er sérstök deild fyrir yngstu lesendur, þar sem mikið úrval er af lesefni og jafnframt mynda-söfn af hinu og öðru, bæði límd í þar til gerð hefti eða á laus- um spjöldum. — Alger þögn ríkir hér eins og í safni hinna stóru, það var fyrstu gestunum kennt, þegar safnið var opnað, og nú eru það óskráð lög, sem aldrei þarf að minna á, nema þeg- ar einhver ærslabelgur gleymir sér í skemmtilestrinum og skellir upp úr! En góðlátlegt augnaráð eftirlitsmanns- ins minnir á hin óskráðu lög, og svo er haldið áfram að lesa. Sum barnna koma til að sækja sér bók — önnur til að skila, og þá venju- lega ná sér í nýja. Þau ganga hljóðlega um, færa inn í spjaldskrána, kveðja og halda leiðar sinnar. Það er eitthvað töfrandi við að koma inn í barnabókasafn, og það er dásam- 'egt hve vel er búið að börnum sums staðar í þessum efnum, og hve skiln- ingur á málinu verður rneiri og betri með hverju ári sem líður. Félagsskapur sá, sem börn eiga á grðu bókasafni, þar sem tiker vandað, j dýtur að verða því dýrmætur og eiga ! .rjúgan þátt í að búa það sem bezt undir það sem koma skal. Vonandi verða íslenzkir forráða- menn svo framsýnir að hugsa fyrir jörfum barnanna þegar reist eru ný bókasöfn. Vor í Parts. Það vorar snémma í tízkuhúsum Parísar. Löngu áður en nokkrum dett- i ur vor í liug og vetrarríki ræður í land- 1 inu, eru tízkuhúsin í óðaönn að und- | irbúa komu vorsins, og oft hefir vor [ tízkuhúsanna orðið á undan hinu É raunverulega vori. Það fór svo í ár — voriðkom snemma. i Vortízkan er óvenju kvenleg segja í þeir, sem mest og bezt vit hafa á mál j unum. \ Smárúðóttar dragtir og dökkbláar j eru mikið notaðar og við þær hand- i saumaðar blúsur. Christian Dior, sem i nú er konungur allra tízkukonunga, i sendir frá sér marga útsaumaða kjóla. i Sniðin eru mjög einföld: Þröng mitti, i hringsniðin pils og sléttar ermar með i uppslagi. Litimir eru mjög ljósir og | einnig notaðir hvítir, og síðan eru i saumuð út smá-Móm um allan kjólinn. [ Stungin pils og smá fellt eru mjög í i tízku. Yfirhafnir eru víðar og síðar og pils- i in oft hringsniðin. Ulster-snið eru } einnig notuð með víðu baki. Eftir [ myndum að dæma af Parísar-tízkunni | í vor, hefir heldur dregið úr því allra [ „síðasta“, en þó er síddin meiri en við i þekkjum hér enn. Sumir segja: „Kven- [ legt“. — Aðrir „Kauðalegt". II11111IIIIIIIIIIIIIKII* 21 ^"iiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiii 1111111111111111111111111 11111111111111iii11111111111111111111iiiiii111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111 1111111111111111111111111111111111111111111111111

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.