Samvinnan


Samvinnan - 01.04.1948, Blaðsíða 22

Samvinnan - 01.04.1948, Blaðsíða 22
••Illllllllllllllllllllllllll FORELDRAR og BORN iiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiitiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiii iiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiii lllUllilllLill 1111111111111111 III 1111111 II IP Ihl lllllllllllllllll llllllllllllllll 1 'lllll,,. . “trr* PÉTUR LITLI, sem er 5 ára og móðir hans leika veizlu-undir- búning. Móðirin segir: „Ó, það er hringt,“ og þrífur upp barnasíma Péturs. — Hún heldur áfram talinu: „Halló, já, þetta er frú Kristín. Það var leiðinlegt að heyra að Sigga skuli vera lasin og ekki geta komið. Eg vona að hún hressist sem fyrst.“ Pétur læzt heyra hringingu; hann tekur símann og svarar: „Halló, Jón. Og þú getur ekki komið? Jæja, það verður að hafa það.“ Síðan ræða þau saman, Pétur og móðir hans. Mamma: „Hver var þetta í síman- um?“ Pétur: „Það var Jón. Hann getur ekki komið.“ Mamma: „Heldurðu ekki að Jón hefði orðið glaður, ef þú hefðir sagt að þér þætti leiðinlegt að hann skyldi ekki geta komið og að þú myndir bráðum heimsækja hann, eða eitthvað slíkt?“ Pétur: „Eg hefði átt að þakka hon- um fyrir kortið, sem hann sendi mér. Því gleymdi eg alveg.“ Þetta litla dæmi sýnir aðferð, sem ýmsir uppeldisfræðingar telja heppi- lega til að fá ýms atriði daglegrar um- gengni inn í barnið á sem auðveldast- an og eðlilegastan hátt. Þessi óbeina kennsluaðferð er talin miklu heppilegri heldur en ef barn- inu er kennt bókstaflega hvernig það eigi að hegða sér og hvað það eigi að segja undir ýmsum kringumstæðum. Þar sem þetta hefur verið reynt er upp á ýmsu fundið: Með því að leika kött eða kanínu lítils snáða, er auðvelt að kenna hon- um ýmislegt um dýr og hvernig fara eigi með þau. Með því að leika slys og að barnið slasist og þurfi að liggja og ná sér o. s. frv. er því gert auðveldara með að skilja bæklað barn eða sjúkt. Ef barnið, einhverra hluta vegna, verður æst eða hrætt, þegar ferðalag, með bíl, flugvél eða skipi, stendur fyr- ir dyrum, er hægt að létta undir með því og undirbúa það með því að leika þetta atriði. — Sama er að segja um heimsókn til læknis, tannlæknis o. s. frv. Að leika heimsóknir og að taka á móti gestum hjálpar barninu og losar við ýmis konar vandræðanlegheit og feimni þegar gesti ber að garði. Nú á að hjálpa Gunnu litlu, sem er 2ja ára, hvernig bregðast eigi við sí- endurtekinni beiðni um að heilsa — rétta hendina. — (Spurningar: „Hvað heitirðu?“ „Hvað ertu gömul?“ eru einnig mjög algengar og þessi litlu skinn vita oft ekki hverju þau eiga að svara). .s> Mamma: „Jæja, Pétur og Gunna, nú eigið þið og og amma að koma í heimsókn til mín. — Þið eigið að fara út og hringja dyrabjöllunni. Eg mun koma til dyra og bjóða ykkur inn. — Fyrst heilsa eg ömmu með handa- bandi, síðan heilsa eg Pétri og rétti honum höndina ftekur í hönd Péturs svo að Gunna sjái). Þá sný eg mér að Gunnu og tek í hönd hennar og heilsa (tekur í hönd Gunnu og heilsar henni brosandi) og svo spyr eg, hvernig hef- ur þú það, og þá segir þú: „Eg hef það ágætt, þakka þér fyrir,“ og svo mun eg bjóða ykkur inn og bjóða ykkur að fá ykkur sæti, og við munum tala um það, sem við höfum gert í dag.“ Amma fer nú út með börnin og þau hringja bjöllunni. Mamma opnar hurðina: „Nei kom- ið þið blessuð og sæl og velkomin!“ (heilsar ömmu með handabandi). Og þetta er Pétur. Komdu sæll, Pétur minn.“ Pétur „Komdu sæl.“ fHeilsar með handabandi). Mamma: „Hvernig hefur þú það, litli vinur?“ Pétur: „Alveg ágætt, en hvernig líð- ur þér?“ Mamma: „Prýðilega, þakka þér fyr- ir.“ Mamma snýr sér að Gunnu: „Komdu sæl, Gunna mín.“ Gunna :„Komdu sæl.“ Mamma: „Hvernig hefur þú það, dúfan mín?“ — Hún réttir Gunnu höndina, sem tekur í hana brosandi út undir eyru: „Alveg ágætt,“ segir Gunna himinglöð yfir þessum skemmtilega leik. Nú fara þau inn í stofu og samræð- urnar halda áfram. Áherzla er lögð á við aðferð þessa, að hafa allar aðstæður og háttu margbreytilegast, svo að framkoma barnsins verði ekki „föst“ — lærð — og þar með glatist eðlileg viðbrögð og náttúrleg framkoma. Gunna litla heldur áfram þrep úr þrepi, hvernig eigi að koma fram við ókunnugt og á frjálsmannlegan hátt, eins og allt væri aðeins skemmtilegur leikur, í stað þess að áður var haldið ;ilIIIIIIIIMIIIIIIMIIIIIIHIIIIII"l"ll|lll»l|ll,l,l,il"l ""l•"MIII•l•llllll"l""••ll•llllllllll■lllllllllllllllllllllllllllllllllllll IIIIIMIIIIII! 1111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111 22

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.