Samvinnan


Samvinnan - 01.04.1948, Síða 15

Samvinnan - 01.04.1948, Síða 15
þér þangað í fyrramálið," sagði frú Hedges, og var nú orðin hin vingjarnlegasta í garð unga mannsins. Og næsta morgun hafði Rósa auðvitað nægati tíma til þess að fylgja Fred í berjamóinn, og einnig til þess að tína með honum berin. Þcgar Fred kom til baka fní Andover, síðar um daginn, skýrði hann frá því að María hefði hámað í sig bcrin með beztu list, og hann sagði einnig að liann vxri alveg viss um, að ef María hefði getað talað liefði hún beðið hann að skila beztu kveðju og þakklæti fyrir sig. Fkkert er jafn gripandi og þaklækti ómálga dýrs svo Rósa mátti til með að fara á hverjum morgni í berjamó með Fred til þess að hjálpa honum við að tína ber handa litla sjúklingnum. í jiessum berjaferðum sagði Fred lienni margt frá Maríu, dálítið um hjólahúsið og ofurlitið um sjálfan sig. Og Rósa fann að hann var hugrakkur maður, sem vissi heil- mikið um suma hluti, en var aftur á móti á- kaflega íáfróður og óframfærinn í suníum efnum. En hún komst að þeirri ákveðnu nið- urstöðu að liann væri einkar hjartagóður maður. VIKAN leið með ótrúlegum hraða, og þeg- ar minnst varði voru þau á leiðinni heim úr berjamónum í síðasta sinn. I-'red sagði að hann mundi aldrei gleyma Ufferleigh eða þeim dásamlegu dögum, sem hann hefði jif- að þar. „Þú ættir að skrifa okkur á’ bréfspjaldi þegar þú verður farinn að ferðast á nv,“ sagði Rósa. „Já,“ sagði hann. „Það var ágæt hugmynd. Það skal ég einmitt gera.“ „Já, gerðu það,“ sagði Rósá. „Já,“ sagði liann aftur. „Það skal eg gera. Eg var farinn að kvíða svo mikið fyrir því ;ið fara, en nú óska eg næstum því að eg væri kominn af stað svo eg gxti sent ykkur póstkortið strax.“ ,,Annars gætir þú líka," sagði Rósa og leit undan, „gætir þú líka gjarnan skrifað bréf.“ „Ja-há,“ sagði hann, „og veiztu hvað eg mundi skrifa í endirinn á bréfinu? Það er að segja ef þú værir stúlkan mín. En það ertu nú auðvitað ekki. Eg hefi aldrei átt neina." „Hvað?“ sagði Rósa. „Stúlku," sagði Fred. „Hvað var það, sem þú ætlaðir að skrifa?" spurði hún. „Hvað eg ætlaði að skrifa? Veiztu hvað eg mundi skrifa? — Um, .... jjú skilur, ef þú værir stúlkan mín.“ „Nei,“ sagði Rósa. „Um hvað?“ „Eg veit ekkf hvort eg á að segja þér það.“ sagði hann. „Jú, segðu það,“ sagði luin. „Þú þarf ekki að vera liræddur." „Jæja þá,“ sagði Fred. „En mundu að það er EF“. Og svo teiknaði hann þrjá krossa í rvkið á yeginum með stafnum sínum. ,,Ef eg væri stúlka einhvers," sagði Rósa, „mundi eg ekki finna neitt athugavert við það. Maður verður að fylgjast með tímanum." Hvorugt Jteirra sagði meira og voru gildar ástæður til |>ess. I fyrsta lagi gat hvorugt Jjeirra sagt meir, og í öðru lagi Jjurftu þau ekkert meira að segja. Þau gengu heinileiðis með brennandi vanga og sársaukablandna hamingjukennd í brjósti. Fred flutti mál sitt við frú Hcdges, sem strax frá fyrsta degi hafði fengið mætnr á honum. Reyndar hafði luin alltaf litið smá- um augum á paðreimsfólk. Og hefði einh.ver sagt henni að luin ætti eltir að gifta dóltur 'sína manni úr Jieim liópi mundi hæglega hafa mátt slá hana um koll mcð hanafjöður. En rétt skal vera rétt. Þessi Ered var af öðru sauðahúsi en venjulegir trúðar, J)að fannst henni hver maður geta séð með hállu auga. Það var auðheyrt á tali hans að hann var sak- laiis eins og barn, enda hafði hann sneitt hjá féjagsskap annarra manna, jafnvcl um of. Auk Jjess höfðu ýmsir skynbærir menn í þorpinú látið í ljós að fyrirætlanir lians með Mariu væru á engan hátt fjarstæða. Margir höfðu heyrt talað um svona gáfuð dýr, sem hvíldust á drifhvítum voðum í bcztu gisti- húsum heimsborganna, drukku kampavín eins og mjólk og unnu fvrir tíu til tuttugú pundum á viku, sem runnu í vasa liinna gæfusömu eigenda Jieirra. Frú Hcdges gaf Jjví brosandi samjiykki sitt til ráðahagsins. Og þar með var Rósa föstnuð Fred eftir öllum réttum reglum. Fred ætlaði að afla fjár og spara saman allt hvað hann gæti næsta vetur, en Rósa skyldi sitja' heima og sauma til búsins. Þegar vor- aði skyldi Fred koma til baka og brúðkaupið standa. „Um páskana," sagði Fred. „Nei,“ sagði frú Hedges og taldi á fingrum sínum. „í maí, þá hafa illar tungur ekkert um Jjetta að segja." Fred hafði enga hugmvnd um hvað fyrir frúnni vakti. Hann hafði svo litla lífsreynslu og enginn hafði orðið til Jiess að fræða liann um Jjá hluti, sem hver ungur maður ætti )>ó að vita. Samt skildist lionum að þessi lrestur væri óvenjuleg stuttur á mælikvarða Ufferleighbúa og sámþykkti hann og liélt síðan leiðar sinnar í burtu. „Elsku bezta Rósa mín. Jæja, nii erum við stödd í Painswic.k eftir að hafa haft laugardagssýningu, sem tókst prýðilega, í Everham. María er allt- af jafn dugleg. Hún er búin að læra að stafa í fjögur ný orð, og kann nú alls J>rjá- tíu og sex. Og Jjegar eg segi við hana: Jæja María, hvernig lýzt ]>ér nú á Everham eða Painswick eða hvar sem við annars erum nú stödd, stafar hún strax VEL, og það hrífur. Henni líður ágætlega, og eg vona að ]>ér líði líka vel. Hún virðist skilja hvert einasta orð, sem eg segi við hana og likist allt af meir og meir manneskju. Nú verð eg víst að fara að hugsa um kvöld- matinn handa henni. Hún kallar alltaf sérstakleg hátt á mig á meðan eg er að skrifa )>ér. Með ástarkveðjum, Fred xxx. í ðf.\í stóðu öll eplatrén í Ufferleigh blóma, svo brúðkaup J>eirra Frecl og Rósu var sannarlcgt vorbrúðkaup, en á þessuin slóðum var ]>að skoðað sem fyrirboði utn gæfuríka framtíð. Þegar giftingin var afstað- in óku J>au ungu hjónin með áætlunarbílnum til borgarinnar og sóttu húsvagninn, sem J>ar var geymdur. Á leiðinni brá Fred sér inn í brauðsölubúð og kom að vörmu spori til baka mcð stórar súkkulaðiöskjur undir hcndinni. Rósa brosti út undir eyru af gleði og sagði: „Á J>etta að vera handa mér?“ ,,Já,“ svaraði Frcd, „svo að J>ú getir gefið hcnni súkkulaði strax og þið sjáist. Súkku- Jaði er hennar stærsti veikleiki. Mig langnr svo mikið lil að J>ið verðið góðir vinir.“ „Já,“ samsinnti Rósa, liún hafði svo gott hjartalag. Augnabliki síðar gengu J>au inn í garðinn J>ar sein lnisvagninn var geymdur. „Ó, ]>etta er dásamlegt," hrópaði Rósa J>egar liún sá vagninn. „Nú færðu bráðum að sjá hana,“ sagði Fred. Þegar hann sagði J>etta heyrðist gjallandi öskur og lirinur innan úr vagninum. „Nú komum við stelpan mín,“ sagði Fied og opnaði vagnhurðina. „Og liérna kemur vinur minn með mér, sem ætlar að hjálpa mér að annast ]>ig. Sjáðu bara hvað liún fær- ir ]>ér.“ Rósa sá meðal stóran grís hreinan og snyrtan með fallegt silkiband linýtt í slaufti um hálsinn. Augun voru smá og slægðar- leg. Rósa rétti súkkulaðið og grísinn tók á móti J>ví án J>ess að sýna hinn minnsta þakk- lætisvott. Fred beitti gömlum jálki fvrir vagninn og brátt voru ]>au á leiðinni upp langar og af- líðandi brekkur í vesturátt frá borginni. Rósa sat við hliðina á Fred í ekilssætinu, en María svaf síðdegisblundinn sinn inni í vagninum. Ivvöldroðinn færðist yfir liim- ininn. Fred beygði inn á gróinn skógarstíg og valdi þeim þar náttstað. Fred kveikti upp í eldstónni, en Rósa setti kartöflupottinn yfir eldinn. Það var auðsjá- anlega mikið verk að afhýða kartöflurnar því María hafði góða matarlist og varð J>ví að ætla henni drjúgan skammt til kvöld- verðarins. Rósa bakaði heljarstórann rís- búðing í steikarofninum og brátt var kvöld- verðurinn tilbúinn. Fred brciddi dúk á borðið og lagði diska á J>að handa þremur. „En?“ sagði Rósa spyrjandi. „Hvað?“ sagði Fred. „Á hún að borða með okkur?" spurði Ré>sa. „Grísinn?" Fred fölnaði. Hann benti Rósu að koma (Framhald á bls 26) 15

x

Samvinnan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.