Samvinnan - 01.04.1948, Síða 30
(Framhald.)
Annar hélt því eindregið fram, að hann hefði séð skips-
álfinn sjálfan þarna niðri, og slík sjón boðaði ávallt slys
og óhöpp á hverri fleytu. En matsveinninn stóð raunar á
því fastara en fótunum, að náunginn, sem hann hafði séð,
hefði ekki líkzt neinum skipsálfi, því að hann hefði verið
álíka stór og Andrés bátsmaður, að minnsta kosti. Og þegar
á það var drepið, svona á lægri nótunum, að hann hefði
verið svartur á lit og bæði haft horn og klaufir, var svo sem
ekki að því að spyrja, að skipshöfnin fylltist ugg og kvíða.
Það var harla mikið vafamál, hvort á það væri hættandi að
sigla á þessari skútu framar.
Beck skipstjóri leit svo á, að allar þessar sögur væru ekki
annað en nýjar tilraunir til þess að elta við hann sjálfan
grátt silfur, og svaraði þeim árásum með nýrri „hegningar-
vinnu“.
Þótt Sölvi væri of greindur til þess að leggja sjálfur trún-
að á alla þessa hjátrú, hafði hann ekkert á móti því, að
hún blés daglega í þær glæður óánægju og uppreistarhugs,
sem þegar brunnu undir niðri í huga skipverja, og lét hann
orð falla á þá leið, bæði í gamni og alvöru, að ekki væri það
óeðlilegt, þótt öll áhöfnin stryki af skipinu í Rio.
Þegar Beck skipstjóra barst til eyrna frásögnin um síð-
ustu sýn matsveinsins niðri í skipslestinni, benti hann með
tuggnu munnstykkinu á merskúmspípunni sinni á sögu-
manninn og sagði liarla háðslegur á svipinn:
„Það vantar svo sem ekki, að heimskan gangi aftur í ljós-
um logum í lestinni á ykkur öllum saman! Þorir enginn
ykkar að fara niður í kolabyrgið? Eða á eg að fara þangað
sjálfur og gera ykkur öllum skömm til?“
Fyrsti stýrimaður bauðst til þess að fara með honum.
En þá gaf Sölvi sig fram og bauðst til að fara þangað einn,
og var það boð þegið. Þegar hann svipaðist um þar niðri
með skriðljósinu sínu, kom hann að lokum auga á harla
eymdarlegan náunga á rauðri peysu, sem hnipraði sig sam-
an í kaðlahrúgu bak við vatnsgeyminn. Hann var svartur
sem negri af kolnum og skýrði skjálfandi frá því, að hann
hefði strokið frá herdeild sinni í Montevideo, og þannig
bakað sér dauðarefsingu, og nú hefði hann haft í hyggju
að leynast um borð í skipinu, unz það kæmi til Rio. Hann
Hann liafði læðzt um borð í myrkrinu síðasta kveldið, sem
„Júnó“ gamli lá í höfn, og falizt í kolunum. Þegar lestinni
var lokað, hafði lionum legið við köfnun af kolagasinu og
ekki getað varizt stunum og andvörpum. Síðan hafði hon-
um tekizt að laumast á nóttum, meða ndimmt var, upp á
þilfar og falizt þar í skipsbátnum. Þar hafði hann svo legið
og dregið að sér ferskt loft, unz sól reis úr hafi. Stöku sinn-
um hafði hann stolizt inn í eldhúsið og fensrið sér matar-
bita, og stundum hafði hann laumazt að leiðarsteininum
og gægzt á hann, til þess að fullvissa sig um það, að skipið
sigldi þó enn í norður — í áttina til Rio, en hann hafði
þó heyrt á tali manna niður við höfnina, áður en hann
laumaðist um borð, að þangað væri ferðinni heitið.
Laumufarþegi þessi var ungur, grannvaxinn maður,
smáeygður og hvatlegur, álíka hár og Sölvi, Spánverji eða
Portúgali að ætt, eftir útlitinu að dæma. Hann gat þó gert
sig skiljanlegan á ensku. Beck skipstjóri þótti þó saga hans
harla vafasöm, því að honum fannst hann líta mannbor-
legar út en óbreyttur hermaður, og ennfremur fannst hon-
um ótrúlegt, að hann liefði lagt svo mikið kapp á að felast,
eftir að skipið var komið út á rúmsjó, ef liann hefði engu
öðru að leyna en stroki sínu úr herþjónustu. Af þessu gizk-
aði skipstjórinn á, að hann myndi vera pólitískur flótta-
maður, en margir þeirra höfðu gilda ástæðu til þess að fel-
ast í Rio um þetta leyti sem oftar. Hann lét gefa stroku-
manninum að borða og lofaði, að liann skyldi fá að fara
frjáls ferða sinna í land af skipinu, þegar honum bezt
þóknaðist, ,en ekki mætti hann vænta annarar hjálpar, því
að Beck skipstjóri óskaði ekki eftir því að komast í kast
við yfirvöldin hans vegna.
Sölvi Kristjánsson gat fleytt sér talsvert í ensku, eins og
raunar flestir sjómenn. Gaf hann sig því oft á tal við Spán-
verjann, og tókst með þeim góður kunningsskapur, enda
var strokumaðurinn greindur og skenrmtilegur félagi.
XV.
Þar kom að lokum, að skipið skreið fyrir mildri kveld-
golu gegnum hið þrönga sund, er liggur inn á höfnina í
Rio de Janeiro — eina fegurstu höfn heimsinis. Þeir sigldu
milli forngrýtis-fjallanna miklu, er rísa þar sitt til hvorrar
handar við innsiglinguna, en annað þeirra var baðað í eld-
rauðu aftanskini, en hitt gnæfði fjólublátt við himin upp
úr kveldskuggunum, er þyrptust að fótum þess undir sólar-
lagið.
Öll þessi náttúrufegurð hafði mikil áhrif á Sölva, og
fannst honum á bili, að hann iðraðist þeirrar ákvörðunar
að strjúka af skipinu.
Þegar hafnarverðirnir komu um borð í skipið, var
strokumaðurinn hinn rólegasti að verki með hinum háset-
unum og var kominn í föt, sem Sölvi liafði lánað honum.
Engan hafnarvarðanna grunaði, að ekki væri allt með
felldu um veru lians á skipinu. Hins vegar komst hafn-
sögumaðurinn — montinn múlatti með eldrautt blóm á
hvíta Panamahattinum sínum — fljótt á snoðir um það,
30