Samvinnan


Samvinnan - 01.04.1948, Blaðsíða 18

Samvinnan - 01.04.1948, Blaðsíða 18
A FORNUM VEGI IFEBRÚARHEFTI Samvinnunnar var birt myncl af leikfangasýningu, sem húsmæðra- deild sænska samvinnusambandsins efndi til vífísvegar um landið. Leikföngin liöfðu verið smíðuð eftir nákvæmar rannsóknir og lil- raunir á því, hvers konar leikföng börnum á ýmsum aldursstigum væri hentast að nota. Uppeldisfræðingar og sálfræðingar höfðu ver- ið kvaddir til ráða. Jafnframt því, sem gerð leikfanganna var rniðuð vifí Jjörf barnanna, var stefnt að því, að vinna þau eins traust og mefífærileg og frekast var unnt, og selja þau ódýrt. Með þessu starfi hafa sænsku kaup- féíögin stuðlað að úrlausn þýðingarmikils verkeínis fyrir heimilin í landinu. Leikfóng- barna eru merkileg uppeldistæki. Þau eru ekki, eins og stundum Iteyrist haldið fram liér á landi, gagnslaus „lúxus“, lieldur nauð- syn liverju barnaheimili, sem vill að hin upp- vaxandi kynslóð geti svalað efílilegri starfs- þrá sinni og notið hamingjuríkrar bernsku. En það er vitaskuld ekki sama, hvernig leik- föngin eru. Sumt af þeim crlendu leikföng- um, sem flutzt hefur hingað til lands, og selt hefur verifí fyrir ærna peninga, hefur verið til lítils gagns. Þau hafa varið óvönduð smíði, sem liefur dottið sundur og verið fleygt eftir ótrúlcga skamman tíma. Barnið hefur líuls notið, þótt miklu liafi verifí til kostað. Hið sama má segja um alltof margt af þeim inn- lendu ieikföngum, sem á boðstólum liafa ver- ið hér á liðnum árum. Það var til þess að beina leikfangasmfðinni og leikfangakaupun- um á heppilegri brautir, sem sænsku sam- vinnufélögin hófust handa. Það var eðlilegt, að liúsmæðradeildin liefði forgöngu í mál- inu. Húsmæðurnar þekkja þetta vandamál og skilja nauðsyn endurbóta. Með þessu starfi hafa sænsku félögin aukið og treyst samband sitt vifí lieimilin í landinu, minnt á það, að þau vinna að heill þeirra og ham- ingju, ekki aðeins með því afí útvega ód/rar lífsnauðsynjar, lieldur einnig að vera sífellt á verfíi fyrir þeirra liönd og hafa forgöngu um úrlausn hvers konar verkefna, sem við blasa, og fært er aö leysa með samhjálp og sam- starfi. IDANMÖRKU liafa samvinnufélögin svíjj- aða starfsemi með liöndum. Þau hafa, í samvinnu við mjög færa arkitekta og lista- menn, liafið framleiðslu húsgagna, sem ertt í senn traust, smckkleg og tiltölulega ódvr. Einföld, smekkleg og hagnýt húsgögn setja meiri menningarbrag á lieimili en ósamstæð og ósmekkleg húsgögn, þótt dýr séu. Sama máli gegnir um ýmsan annan húsbúnað. Dönsku samvinnumennirnir framleiða, eoa útvega félagsmönnum sínum ýmis konar keramik-varning til dæmis, þar sem gerð og mynstur eru valin af kunnum listamönnum. Vegna þess, að dönsku kaupfélögin eru í sambandi við svo mörg heimili í landinu, geta þau keypt mikið í einu, efía látið frain- leiða vöruna í stórum stíl, og þess vegna selt hana ódýrt. Með þessu veita þau lieimilun- um þjónustu, sem mikils er metin og liefur mikla þýðingu fyrir samheldni samvintiu- rnanna og skilning þeirra á því, að það eru miklu fleiri verkefni, sem hægt er að levsa nteð samhjálp, en kaup og sala helztu lífs- nauðsynja. Samvinnunni er raunar ekkert óviðkomandi. Hún getur létt lífsbaráttuna og aukið lífsgleðina á svo ótal mörgum sviðum. HÉR hefur verifí drepið lauslega á tvo þætti í samvinnustarfi nágrannaland- anna til þess að vekja athvgli á því, að samvinnustarfið er fjölþætt og nær langt út fyrir búðarborð kaupfélaganna. Okkar sant- vinnustarf er að vísu allfjölþætt, en þó mætti margt fleirtt gera, t. d. á þessutn vettvangi. Það er mikils unt vcrt, að auka tengsl heimil- anna við kaupfélögin, efna þar til gagn- kvæmrar samvinnu. 1 því efni þurfa kaup- félögin ekki aðeins að láta til sín taka í hin- um stæri verzlunarmálum, heldur einnig í liiniim umfangsminni málefnum, sem þó eru svo þýfíingarntikil fyrir hverja fjölskyldu. Þafí væri t. d. ekki einskis vert framlag til heimilis- og uppeldismála landsins, að kattp- félögin beittu sér fyrir framleiðslu einfaldra. sterkra og hentugra tréleikfanga fyrir börn á öllum aldri, og notfærðu sér þar reynslu frændþjóðanna á Norðurlöndum. Þetta er verkefni, sem bíður úrlausnar. Ótal margt fleira mætti nefna. Hér eru verkefni fyrir hugmyndaauðuga, framsýna og duglega sam- vinnumenn. Hvaða kaupfélag verður það, sem ríður hér á vaðið? ÞA ERU ÍTÖLSKU KOSNINGARNAR um garð gengnar og er langt síðan almennar þingkosningar liafa vakið aðra eins athygli um víða verölcl. F.n þótt hin stórpólitíska þýðing úr- slitanna skipti vitaskuld mestu máli og sé aðalatriðið í sambandi við þessar kosningar, er þó fróðlegt að athuga ýmislcgt annað í sambandi við þær. Flokkarnir bera hver aðra ýmsum á- sökunum um ósæmilegar starfsaðferðir. Þetta er enginn nýlunda, þekkist víst hvarvetna sem leiður fylgifiskur þing- ræðisins, einnig hér úti á íslandi. ít- ölsku flokkarnir hafa sakað liver ann- an um að liafa flutt gamalmenni og óþroskaða unglinga á kjörstaðinn, beitt mútum, föndrað við kjörskrárnar og jafnvel hafa sótt kosningarnar af svo miklu kappi að liafa ekið fárveiku fólki með smitandi sjúkdóma að atkvæða- kössunum. Það hefur einkum vakið at- hygli manna hér, í sambandi við þess- ar kosningar, að bókvísi almennings á Ítalíu stendur ekki á hærra stigi en það, að merkja varfí hvcrn flokk á kjör- seðlinum með sérstökum myndatákn- um, þar sem fjöldi kjósenda var ólæs. Hið sama gerðist í Rúmeníu fyrir skemmstu. Fólk hér undraðist Jietta, og lineykslaðist á því. Er það raunar ekki nema efílilegt. Slíkan kosningahátt þarf ekki afí viðliafa hér, en er þá ekki líka óþarft hér, í þcssu upplýsta landi, að stunda kosningaáróður og mannflutn- inga á kjörstafíi af Jjví kappi, sem gert hefur verifí hér við sumar kosningar? Því ekki að láta kjóseridurna sjálf- ráfía einu sinni? „Við œtlum ekkert að stoppa ah — hangikjöt!“ „Slysavarnadeild kvenna var hcr með námskeið i „hjálp i viðlugum“ i gtvr“ „Hvað var ]>að fyrir herrann?“ 18

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.