Samvinnan - 01.04.1948, Qupperneq 12
„ALDREI Atí VÍKJA“
kallar JÓNAS BALDURSSON
þessa grein. Þar ræðir hann
skyldleika samvinnustefnunnar
og héraðsskólahreyfingarinnar
°g segir frá endurreisn Laugar-
vatnsskólans.
OLL ÞRÓUNARSAGA er baráttu-
saga, sem ávallt er gædd bæði
sigrum og ósigrum.
Oft er á það bent og til þess vitn-
að, hversu margþætt og stórstíg þró-
unin hefir orðið í hinum ýmsu grein-
um hér á Islandi síðustu áratugina.
Því lengur, sem líður og því betur,
sem sagan skýrist, því ljósar sjást og
skiljast hinar örlagaríku orsakir fyrir
því nútímaþjóðlífi, sem tekist hefur
að skapa hér á landi á tiltölulega stutt-
um tíma.
Þróunin hófst og henni voru búin
framtíðarskilyrði, J)egar framsýnir
menn og einarðir tóku upp baráttu
fyrir rétti fólksins, einmitt þar sem
harðast að kreppti — í verzlunarmál-
unum.
Með satrfsdögum samvinnumanna á
síðustu áratugum seinustu aldar, byrj-
aði glæsilegasti kapítuli Islendinga-
sögunnar.
Samvinnuhreyfingin barst um í ís-
lenzka þjóðlífið eins og vorþeyr í vetr-
arríki, og áhrifin urðu þau sömu. Þeir
menn sem skipuðu sér undir hennar
merki urðu sannkallaðir vökumenn
Jrjóðarinnar.
Þeir vöktu liana af Þyrnirósar-svefni
aldanna, vöktu hana til vitundar um
mátt sinn og rétt og hvöttu hana til
dáða.
Ekki með orðunum einum, heldur
með skipulegum og skapandi sam-
tökum, þar sem einstaklingarnir
'fundu livers þeir voru megnugir og að
þeir gátu, ef þeir aðeins vildu, orðið
frjálsir menn og barist fyrir sigri þess
réttlætis, að fá uppskorið sitt eigið
korn á sínum eigin akri eftir því sem
þeir höfðu sjálfir sáð.
ÞÓ AÐ kaupfélögin hafi frá önd-
verðu verið aðal bækistöðvar
hinnar efnahagslegu frelsisbaráttu ís-
Laugarvatnsskólinn eins og hann leit út veturinn 1947—1948
„ALDREl AÐ VÍKJA”
lenzks almennings, fer því samt fjarri
að þau séu hinn eini árangur af fé-
lagsstarfssemi og samtökum samvinnu-
manna, eins og svo oft og grunnfærn-
islega er þó ályktað af mörgum.
Þau eru aðeins einn þáttur af þeirra
framsóknarstarfi — að vísu veigamikill
þáttur.
Mig langar til Jress að minnast liér
lítillega á annan þátt, sem ekki er síð-
ur mikilsverður og Jrað ekki sízt fvrir
okkur Islendinga, einmitt nú í dag.
Allt lýðræði krefst lýðþroska eigi
gæfa að fylgja frelsinu. Enginn felur
óvitum varðveizlu dýrra fjársjóða.
Þessi sannindi hafa þeim löngum ver-
ið Ijós, sem sönnu lýðræði hafa unn-
að.
Þessvegna gerðust samvinnumenn
Islendinga, þegar í upphafi lýðfræðar-
ar eins og samvinnumenn voru og hjá
öðrum þjóðum.
Þeim verður seint tileinkuð nokk-
ur fræðsla, sem alveg eru áhugalausir
fyrir náminu, enga löngun hafa til að
læra.
Fyrsta skrefið hlaut því að vera það
að vekja fólkið, fá það til þess að hugsa
kveikja hjá því sjálfsbjargarviljann,
baráttugleðina, sigurvissuna.
Og þetta tókst.
Ar ÞEIM árum, sem samvinnumenn
budust sínumfyrstusamtökumvar
Jrorri þjóðarinnar í sveitum landsins.
Þar varð því fyrst að blása í eldinn,
og Jrað gerðu þeir með stofnun ung-
mennafélaganna um gervallar byggðir
landsins.
Þó að vel starfrækt ungmennafélög
séu sólskinsblær í hverju þjóðfélagi
uppfylla þau enganvegin öll skilyrði,
sem þarf til menningarlegs gróanda
handa æsku einnar þjóðar.
Þetta sáu og skildu manna bezt ung-
mennafélagarnir sjálfir og samvinnu-
mennirnir. Þessvegna hófu þeir sókn-
ina fyrir æskulýðsskólum sveitanna —
héraðsskólunum.
Héraðsskólarnir voru í uphafi al-
gjör nýlunda í þjóðfélaginu. Þeir voru
fyrsta stóra tifraunin til þess að gefa
fjölda unglinga úr sveitum landsins,
aðstöðu til nokkurrar bóklegrar upp-
lýsingar og annarrar skólamennta.
Hlutverk þeirra var strax það, að
leggja grundvöll að almennri fræðslu
meðal æskufólks, svo Jrað fyllti betur
sitt rúm, sem frjálsir þegnar íslenzks
lýðríkis.
Nú hafa skólar þessir starfað í öll-
um landsfjórðungunum um tveggja
áratuga skeið.
12