Samvinnan


Samvinnan - 01.05.1948, Qupperneq 3

Samvinnan - 01.05.1948, Qupperneq 3
I'ulltnuir á fundinuin. talið frá vinstri: Vemharður Jónsson, Hallgriinui jónsson, ISjiirn Jónsson, Jó- haiinrs I'innsson, Villijiilniur Arnason, Halldór Sigurðsson, Ingui Ebenhardsson, Magnús Kristjáns- son, Ólafur Kristjánsson og Óskar Jónsson. Samvinnumenn ræða fræðslu- og félagsmál Fulltrúafundur sunnlenzkra kaupfélaga um eflingu fræðslustarfsins og nánari samvinnu kaupfélaganna AÐ TILHLUTAN Fræðslu- og £é- 19. marz sl., þar sem rædd voru lagsmáladeildar S. í. S. var fund- fræðslu- og félagsmál samvinnufélag- ur haldinn í Reykjavík dagana 18. og anna. Fundannenn sátu hádegisverð ásamt forstjóra S’. /. S. og framkvccmdastjórum. Talið frá vinstri: Standandi: Erlendur Eitiarsson, Helgi Þorsteinsson, Björn Jónsson, Vilhjálmur Þór, Ingvi Ebenhards- son, Hallgrimur Jónasson og Helgi Petursson. — Sitjandi: Halldór Sigurðsson, Vilhjálmur Árnason, Jóhannes Finnsson, Magnús Kristjánsson og Vernliarður Jónsson. Þetta mun vera fyrsti fundur, sem rnörg kaupfélög og S. í. S. halda, þar sem eingöngu eru rædd fræðslu- og fé- lagsmál. Fund þennan sátu fulltrúar frá S. í. S. og sambandsfélögum á Suðurlandi, að undanskildu Kf. Verkamanna, Vest- mannaeyjum, en ill veður komu í veg fyrir þátttöku þaðan. Þessir fulltrúar sátu fundinn: Halldór Sigurðsson frá Kf. Borg- lirðinga, Borgarnesi. Jóhannes Finnsson frá Kf. Suður- Borgfirðinga, Akranesi. Björn Jónsson frá K£. Reykjavíkur og nágrennis, Reykjavík. Ólafur Kristjánsson frá Kf. Suður- nesja, Keflavík. Ingvi Ebenhardsson frá Kf. Árnes- inga, Sigtúnum. Magnús Kristjánsson frá Kf. Hall- geirseyjar, Hvolsvelli. Hallgrímur Jónasson frá Kf. Rang- æinga, Rauðalæk. Óskar Jónsson frá Kf. Skaftfellinga, Vík. Vilhjálmur Árnason frá Sambandi ísl. samvinnufélaga. Ennfremur mætti á fundinum for- stjóri S. í. S., Vilhjálmur Þór, og nokkrir gestir. Tilgangur fundarins var fyrst og fremst sá, að finna leiðir til þess að fræðslu- og félagsstarf á vegum félag- anna gæti aukist og eflzt frá því sem nú er. Umræðuefni voru því einkum um fræðslu- og félagsstarfið eða skyld efni, svo sem um menningarhlutverk sam- vinnufélaga, grundvallaratriði þeirra o. s. frv. Fundurinn stóð í tvo daga, eins og fyrr segir. Hvorn daginn um sig stóð fundurinn frá kl. 10 f. h. og til kl. 6 e. h., að undanskildum matarhléum. — Umræður urðu mjög miklar og fjör- ugar og sýndu óskiptan áhuga fundar- manna. Kom þar margt fram, bæði í framsöguræðum og öðrum ræðurn fundarmanna, sem vert væri að minn- ast á liér, en verður þó að bíða að sinni. Það var einróma álit fundar- inanna, að mikla nauðsyn bæri til þess að auka fræðslu- og félagsstarf á vegum félaganná. Þeir töklu í því sambandi að æskilegt væri, að ákveðnir menn, einn eða fleiri í hverju félagi, tækju sérstaklega að sér að sjá um þessa starf- (Framhald á bls. 26) 3

x

Samvinnan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.