Samvinnan


Samvinnan - 01.05.1948, Síða 5

Samvinnan - 01.05.1948, Síða 5
eins til þess að draga úr atvinnuleys- inu, voru sett lög um stuðning við íbúðarhúsabyggingar 11. apríl 1933. Með því ákvæði í lögum þessum, að lán frá hinu opinbera skyldu einungis veitt félögum, sem hefðu fengið sam- þykktir sínar viðurkenndar af við- komandi ráðuneyti, var stigið alveg nýtt spor, að því er snerti byggingamál félagasamtaka. Eitt mikilvægasta atrið- ið, sem áskilið var, var það, að allt fjármagn félagsins, einnig það fé, sem fæst með endurveðsetningu, hverju nafni sem nefnist, skyldi notað í þágu byggingamálanna. Þannig urðu það ekki lengur einstaklingar, sem með tiltölulega lágu fjárframlagi urðu að- njótandi íbúða, sem reistar voru með rikisstyrk, heldur þjóðfélagið í heiid sinni — er með ríflegu fjárframiagi gerir byggingastarfsemina mögulega — sem kemur til með að njóta góðs af því fé, sem félögin hafa yfir að ráða. Stuðningur hins opinbera við byggingafélögin verður með þessu móti liður í framtíðarskipulagi, þar sem byggingastarfsemin á með tíinan- um að geta staðið straum af sér sjálf. Einnig er reynt með lögunum frá 1933 að sneiða hjá ýmsunr ágöllum, sem samfara voru fyrri löggjöf sama efnis. Eftirlit var strangara, lánin voru greidd út að fullu, svo að engin af- föll urðu. Hámarkslánsupphæð v.ar 95%, árleg afborgun 5l/2 þar af vextir. Lánastarfsemin samkvæmt lögum frá 1933 hefir gengið mjög farsællega, tap orðið hverfandi lítið. Eftir að þessi lög gengu úr gildi 31. marz 1936 liðu tvö ár svo að enginn opinber stuðningur var veittur til byggingaframkvæmda, en árið 1938 tók ríkið upp útiánastarfsemi að nýju samkvæmt lögum er nefndust Lög um byggingu íbúðarhúsa og lækkun á húsaleigu fyrir barnmargar fjölskyld- ur. Helztu nýmælin í lögum þessum eru ákvæðin um styrk til lnisaleigu- lækkunar fyrir barnmargar fjölskyld- ur. Er þetta byggt á þeirri skoðun, að auðveldasta ráðið til þess að tryggja það að barnmargar fjölskyldur geti búið í sæmilegum íbúðum, sé að sam- eina í eina löggjöf ákvæði um húsa- leigustyrk til marnmargra fjölskvldna og stuðning við byggingu íbúða er sérstaklega henti barnmörgum fjöl- skyldum. Dagstofa i ibúð, sem byggð var að forgöngu samvinnubyggingafélaganna. Til þess að fjölskylda geti talizt barnmörg, samkv. lögum, þurfa að vera að minnsta kosti 3 börn undir 16 ára aldri. ^íúGILDANDl byggingalöggjöf var samþykkt í apríl 1946 og á að gilda í 8 ár. Sveitarfélög og bygginga- félög fá árlega 75.000.000 kr. til bygg- ingaframkvæmda. Lánin eru allt að 97% af byggingarkostnaði og eru greidd úr ríkissjóði að fullu. Arlegar afborganir eru miðaðar við það, að halda húsaleigunni í því, sem hún var í september 1939, en vaxandi byggingakostnaður hefir gert þetta ó- framkvæmanlegt. Árleg afborgun er 1,7%—2,2%. Húsaleigustyrkur til barnmargra fjölskyldna er 30% til fjölskyldna með 3 börn, 40% fyrir 4 börn, 50% fyrir 5 börn, 60% fyrir 6 börn og þar yfir. Ennfremur er ein- stæðum framfærendum veittur 25% styrkur vegna 2 barna. Skilyrðin til þess að byggingafélög njóti stuðnings samkvæmt lögunum er það, að þau starfi samkvæmt samþykktum, sem ráðuneytið hefir látið gera úr garði, og eiga að tryggja að einstaklingar geti ekki gert félögin að féþúfu, jafn- framt eru félögin háð ströngu eftirliti. Einstaklingar, sem reisa hús til eigin afnota, geta einnig fengið lán, sömu- leiðis félög eða einstaklingar, er reisa (Framliald á bls. 27) íbúðir samvinnubyggingufélaga í dönskum kaupstað. 5

x

Samvinnan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.