Samvinnan - 01.05.1948, Síða 7
Flóðbylgjan 1948.
menn höfðu þá nýlega sigrað i mexíkanska
stríðinu og höfðu lokið við að sameina ríki
sitt með inntöku suðvesturríkjanna og ICali-
forníu. Þá var uppi þar í landi þjóðfélags-
legur órói, sem innan tíðar hlaut útrás i hug-
sjónaátökum þeim, sem nefnd hafa verið
þrælastríðið. Bandaríkjamenn áttu eftir að
leysa verklýðsmál sín. En þar ríkti þá þegar
pólitískt lýðræði og þjóðfrelsi, og baráttu-
málin í Evrópu 1848 virtust þegar levst
heima fyrir í augum Bandaríkjamanna. í dag
er heimurinn orðinn dvergur, samanborið
við það, sem hann var fyrir 100 árum, fyrir
atbeina vísinda og tækni. Af þessum ástæð-
um, og fyrir mikla fólksfjölgun víðast hvar
og með sköpun „eins heims“ að verulegu
leyti a. m. k., hafa Bandaríkin nú gerzt þátt-
takandi í ókyrrð og umróti samtímans.
Þrátt fyrir hinn augljósa mismun þessara
tveggja tímabila, eru undirstraumarnir á
hvoru þeirra fyrir sig nijög áberandi líkir,
einkum ef maður setur orðin „veröldin 1948“
í stað „Evrópu 1848“. Byltingarnar 1848 voru
að nokkru leyti uppreist þess fólks, sem bjó
við kúgun og fann að það var svikið um
réttlátan skerf af gæðum lífsins. Kreppa
hafði gengið yfir. Vinnuskilyrði voru bág-
borin. En það er vert að taka eftir því, að
samkvæmt efnahags- og afkomumælikvarða
einum saman, voru verkamennirnir 1848
mun betur settir en feður þeirra og afar
höfðu verið, og miklum mun betur en þjóð-
irnar utan Evrópu og Norður-Ameríku. Þess-
ari staðreynd ganga sumir sagnfræðingar
framhjá. Öreiganafnið var að verða til, en
byltingin var ekki gerð vegna þess að þeir
væru örsnauðasta fólkið á jörðinni, heldur
vegna þess, að þeir höfðu nægilega miklu úr
að spila, bæði efnalega og andlega, til þess
að kunna að kreijast betri skilyrða.
JÓÐIRNAR, sem lifa þetta ár, 1948, hafa
líka gengið í gegnum mikla kreppu, og
þar að auki hörmungar og eyðileggingar hins
mesta heimsstríðs sögunnar. Þær kjósa sér
líka betra hlutskipti, betri afkomuskilyrði.
Þær krefjast öryggis og margs fleira, sem
þeim finnst frá þeim tekið. Það er mikils
um vert, að Bandaríkjamenn, sem hafa að
verulegu leyti forðast þessar hörmungar,
skilji hugarástand Evrópuþjóðanna og það
þá fyrst og fremst, að þær vilja ekki aðeins
frið, heldur líka hamingjuríkt líf. Það mundi
e. t. v. auðveldara og krefjast minni vísdóms
og framlags af þeirra hálfu, ef Evrópuþjóð-
irnar gerðu sig ánægðar með lágmarksfjölda
af kalóríum, vítamínum og öðrum líkam-
legum nauðsynjum. En slíkt er fjarri öllum
raunveruleika. Engin þjóð unir slíku. Eins
og þær þjóðir, sem við allsnægtir búa nú,
eru þær afkomendur upplýsingar 18. aldar-
innar, sem fyrst benti hinum almenna borg-
ara á þau sannindi, að hann á rétt til frið-
samlegs og hamingjuríks lífs.
Þegar við lítum yfir rás heillar aldar, get-
um við séð að byltingarnar 1848 settu á dag-
skrá mannkynsins ýms verkefni, sem ennþá
eru óleyst. Þær vöktu einkum tvær spurn-
ingar, sem áður höfðu ekki komið eins
greinilega fram: Geta lýðræðisþjóðfélög lif-
að í sátt og samlyndi? Og geta þau þróast
frá pólitísku til félagslegs og efnahagslegs
lýðræðis?
Fyrstu spurningunni var varpað fram af
byltingunum 1848 í Miðevrópu og á Ítalíu,
þar sem almenningur greip til vopna til þess
að skapa sjálfstæð ríki í Þýzkalandi, ítaliu,
Ungverjalandi, Tékkóslóvakíu og Póllandi.
Síðari spurningunni var varpað fram í bylt-
ingunni í Frakklandi 1848, eða að minnsta
kosti í París, Lyons og öðrum stórborgum,
þar sem menn risu upp til þess að reyna að
tryggja sér efnahagslegt öryggi og betri lífs-
kjör.. Þá skaut upp hinum stóru, óleystu
þrautum sósíalismans og nasjónalismans.
OKKAR tíð er ekki, af auðskiljanlegum
ástæðum, bjartsýnistímabil. Við kenn-
um til í þrautum okkar tíða, eða eins og
Arnold Toynbee segir, við lifum á „tímum
vandamálanna". En eigi að síður sjáum við,
er við lítum hlutlægt á viðburði jjeirra
hundrað ára, sem liðin eru síðan langafar
okkar vörpuðu fram þessum spurningum, að
okkur hefur, þrátt fyrir allt, skilað nokkuð
áleiðis til þess að leysa þessar þrautir. Við
höfum a. m. k. lært, að sum svörin við spurn-
ingunum, eru röng. Við höfum lært, að svör-
in eru ekki einföld og koma ekki af sjálfu
(Framhald á bls. 27)
1848 i Þýzkalandi. Byltingamenn byggja götuvigi.
' IP v
■EV’, l - . "T Wlíí'A'iS-' ' i '
7