Samvinnan


Samvinnan - 01.05.1948, Side 9

Samvinnan - 01.05.1948, Side 9
t „En þó er það dagsatt þetta, allt, hvert einasta orÖ,“ sagði Rósa. „Að hugsa sér,“ sagði bóndinn. „Ungur maður og ung stúlka. Og stúlkan sefur þarna undir vagninum á hálmpoka. Ung og lagleg stúlka eins og þú. Og svo eru þau harðgift og allt svo leiðis. Það er dásnoturt að heyra frú mín litla. Er rúmið ekki nógu breitt eða hvað er að?“ „Hann skilur ekkert," kjökraði Rósa. „Og hún, gyltan, gefur okkur aldrei næði til þes að vera svo lengi saman að hann geti lært að skilja." Bóndinn klóraði sér með vaxandi ákafa í hnakkanum. Þegar hann leit á tárvott og grátbólgið andlit slúlkunnar gat liann ekki annað en trúað sögu hennar þó erfitt væri að hugsa sér svona klókan grís og svona fá- kænan ungan mann. En rétt í þessu kom María lötrandi innan úr berjarunnunum með sjálfselskusvipinn á andlitinu, sem nú var allt atað í brumberjasafa. „Er þetta grísinn ykkar?“ spurði bóndinn. „Ja-há,“ sagði Rósa. „Eg var einmitt á göngu með honum." Hinn athuguli bóndi veitti strax athygli augnagotunum, sem María sendi Rósu þegar talað var um „Grísinn þeirra". Þær augna- gotur ásamt orðum Rósu sannfærðu þennan heiðursmann um að saga hennar væri sönn. „Jæja,“ sagði hann, „svo þið eruð á skemmtigöngu," og var auðheyrilega skemmt. „Ef þið yrðuð staddar hérna á sama tíma á morgun þá gætuð þið hitt mig á skemmti- göngu ásamt dálitlum hóp af ungum vin- um mínum. Þeir eru allir nauðalíkir henni þarna, og þið gætuð sem bezt slegist í hópinn. I honum eru tvær ungar gyltur gullfallegar skepnur, þó þær séu máske ekki eins hrífandi og þessi hérna, og þrír ungir geltir í æsku- blóma. Sá dömulausi er tiginn eins og prins. Já, hann er blátt áfram dásamlegur ung- göltur.“ „Nei, er það svo,“ sagði Rósa. „Já, hann er sannur prins, bæði að ætt og útliti," sagði bóndinn. „Það er afmælisdag- urinn þeirra á morgun, og eg ætla með þau til borgarinnar í tilefni af deginum. En eg býst við að ungfrúin þarna muni hafa öðru að sinna á morgun." „Já, hún á að sofa miðdegislúrinn sinn um þetta leyti á morgun," sagði Rósa og skellti nú skolleyrum við hrinunum í Maríu. „Það var leitt,“ sagði bóndinn. „Hún hefði fyllt svo vel upp í töluna í hópnum, og þetta verður svo skemmtilegt fyrir þau. Prýðilegar veitingar. Sykruð epli, kökur, tvíbökur og svo stór skammtur af súkkulaðibúðingi. Allt saman fyrsta flokks auðvitað og meira en nóg af öllu. Þú skilur hvað eg er að fara. Ef svo skyldi fara að hún yrði hér á skemmtigöngu á þessum slóðum um svipað leyti á morgun, þá....“ „Eg er hrædd um að af því geti ekki orðið,“ sagði Rósa. „Það er slæmt," sagði bóndinn, „en nú verð eg að fara leiðar minnar." Og svo kvaddi hann og tók kurteislega of- an hattinn fyrir Maríu, sem glápti á eftir honum og lötraði siðan fýlulega rítandi heim- leiðis. Næsta síðdegi teygði María makindalega úr sér í rúmi sínu í vagninum og dormaði með lokuð augu í stað þess að heimta að Rósa snerist í kringum hana eða klóraði henni. Rósa notaði því tækifærið og hljóp burtu með mjólkurfötuna til þess að kaupa í hana mjólk til kvöldsins. Þegar hún kom til baka var Fred önnum kafinn við að iðka fimleika sína úti fyrir vagninum. Rósa gekk aftur fyrir vaginn og leit inn um dyrnar. Hurðin var hálfopin of rúm Maríu var tómt. Rósa kallaði á Fred og þau hófu leit að grísnum. Þau leituðu á þjóðveginum því þau óttuðust að bíll kynni að hafa ekið yfir Maríu. Þau fóru kallandi um skóginn, ef vera mætti að hún hefði sofnað þar undir ein- hverju trénu. Þau leituðu í tjörnum og skurðum, bak við heystakka og undir brúm og í stuttu máli sagt alls staðar. Rósa minntist orða gamla bóndans, en hún vildi ógjarnan láta þeirra getið við Fred. Þau leituðu alla nóttina án þess að unna sér hvíldar, og þau héldu leitinni áfram næsta dag þangað til dimma tók. Þá gaf Fred upp alla von. Þau gengu hægt heim að vagninum. Fred settist á rúmið sitt og fól andlitið í höndum sér. „Eg finn hana aldrei framar," sagði hann. „Einhver hefir stolið henni. Og eg sem vænti mér svo mikils af henni." „Þegar eg hugsa um allt sem þú gerðir fyrir hana og hvers virði hún var þér...." sagði Rósa. „Eg veit að hún hafði sína galla, en hún var listagrís, og það var bara listamannslund- erni hennar sem réði. Hún bjó yfir snilli- gáfum,-----en nú et hún horfin," sagði Fred og brast í grát. „Ó, Fred,“ hrópaði Rósa, „Gráttu ekki.“ Og nú varð henni allt í einu ljóst að hún elskaði hann alveg jafn mikið og áður, — já miklu meira en fyrr Hún settist við hlið hans og vafði handleggjunum um hálsinn á hon- um. „Ó, elsku Fred, gráttu ekki,“ sagði hún livað eftir annað. „Eg veit að þetta hefir allt verið svo ó- hugnanlegt fyrir þig,“ sagði hann. „En það var aldrei ætlun mín að svo skyldi vera.“ „Svona, svona," sagði Rósa og kyssti hann, fyrst einu sinni, en síðan oft og mörgum sinn- um. Það var langt síðan þau liöfðu nálgast hvort annað svona mikið. Nú voru þau bara tvö ein í húsvagninum, þar sem litli lamp- inn lýsti, en myrkrið grúfði úti fyrir. Þau voru þarna ein með harm sinn og kossa. „Slepjuu mér ekki,“ sagði Fred .„Þetta er svo mikið betra svona." „Eg sleppi þér ekki,“ sagði hún. „Rósa,“ sagði Fred. „Eg er svo, eg.... eg veit eiginlega ekki hvernig eg er.“ „En eg veit það,“ sagði Rósa. „En vertu nú ekkert að tala.“ „Rósa,“ sagði Fred, en það var löngu seinna. „Hvern hefði getað grunað þetta?" „Já,“ sagði Rósa. „Hvern liefði getað grun að það?" „Hvers vegna sagðir þú ekkert við mig?" spurði Fred. „Hvernig gat eg það?“ spurði hún. „Ivannske við hefðurn aldrei reynt þetta ef henni hefði ekki verið stolið.“ „Talaðu ekki um hana,“ sagði Rósa. „Eg get ekki að því gert,“ sagði Fred. „Það er kanske ljótt af mér, en eg er í rauninni glaður yfir því að hún er týnd. Þetta hérna er sannarlega þess virði. Er er viss með að græða nóg á loftfimleikunum, og svo get eg þá líka riðað körfur og bundið sófla til þess að vinna fyrir ofurlitlu að auki.“ „Já,“ sagði Rósa. „En sjáðu, nú er þegar kominn morgun og þú hlýtur að vera svo þreyttur, Fred, þú, sem hefir hlaupið um allt til þess að leita, liggðu nú kyrr í rúminu, en eg fer til borgarinnar kaupi eitthvað gott í morgunmatinn handa þér.“ „Látum svo vera í dag,“ sagði hann, en á morgun geri eg innkaupin." Og Rósa fór til borgarinnar, og keypti mjólk og brauð og ýmislegt fleira. Þegar hún gekk fram hjá einni kjötbúðinni sá lnin al- veg nýjar fleskpylsui, sem voru svo freistandi, í einum glugganum. Hún keypti nokkrar af þeim og liafði með sér heim. Ylmurinn af pylsunum var alveg dásamlegur þegar hún fór að sjóða þær. „Þetta er matur, sem við gátum aldrei borðað meðan hún var hér hjá okkur,“ sagði Fred um leið og hann lauk af diskinum sín- um. „Við gátum ómögulega borðað svína- pylsur hennar vegna, slíkt hefði sært tilfinn- ingar hennar. Og sannarlega bjóst eg ekki við því að sá dagur mundi koma að eg gledd- ist yfir hvarfi hennar. En eg vona bara að hún hafi lent hjá einhverjum, sem kann að meta hana.“ „Það hugsa eg að hún hafi,“ sagði Rósa. „En viltu ckki svohtið meira af fleskpylstt?" „Jú, hvort eg vil,‘ sagði Fred. „Eg veit ckki hvort það er nýnæmið eða matreiðlsulist Jn'n, sem veldur, en Jrað er staðreynd að eg liefi aldrei bragðað fleskpylsu, sem mér liefir Jiótt jafn góð og þessi. Þó að við ferðuðumst til London og byggjuin þar á fínasta gislihúsi efast eg um að við mundum nokkurn tíina fá Jrar jafn dásamlega fleskpylsu og Jressa." (Þórir Friðgeirsson þýddi). 9

x

Samvinnan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.