Samvinnan


Samvinnan - 01.05.1948, Page 11

Samvinnan - 01.05.1948, Page 11
kór Aðaldæla söng undir stjórn Jónasar Guð- raundssonar bónda í Fagranesi. Þá komu fram 20 ungir toer.n ór Nfývatns- sveit og sýndu íslenzka glímu. Mátti sj.í, meðan á glímunni stóð, marga gamla glímukappa grá- hærða, titrandi af glímuskjálfta, svo hr-il 11e-.: fagra og gamla íþrótt þá ennþá. Kjartan Bergmann glímukennari sýndi íþrótta- kvikmyndir. Pétur Jónsson í Reynihlíð, formaður skemmtinefndar, las erindi eftir Jónas Baldurs- son. Jón Haraldsson bóndi á Einarsstöðum og Þórólfur Jónasson bóndi á Hraunkoti fluttu kvæði. Seinna kvöldið sýndi leikflokkur í Húsavík sjónleikinn „Syndir annarra". Bæði kvöldin var húsfyllir. Á þessum fundi gerðu þingeyskir samvinnumenn nokkrar álykt- anir, sem ekki hefur verið greint frá áður. Fara þær hér á eftir. VERZLUNARMÁLIN. „Aðalfundur Kaupfélags Þingeyinga haldinn í Húsavík dagana 20.-21 apríl 1948, lýsir mikilli óánægjuyfir því, að lillögur frá fundi verzlunar- staða vestan- norðan- og austanlands, er háður var í Reykjavík í sl. febrúarmánuði, um veitingu gjaldeyris- og innflutningsleyfa, hafa enn ekki verið teknar til greina af þeim er úthluta leyf- unum. Leyfir fundurinn sér að skora á stjórn ríkis- ins að verða nú þegar við áskorun nýafstaðins Alþingis um úrbætur í þessum efnum á grund- velli tillagnanna." Samþykkt í einu hljóði. SKEMMD VARA SELD BÆNDUM. „Aðalfundur Kaupfélags Þingeyinga 1948 lýsir yfir því, að síldarmjöl það, sem Síldarverksmiðjur ríkisins og aðrar verksmiðjur seldu bændum 'il til fóðurs á síðasta ári, var stórkostlega góliuð vara. Skorar fundurinn á stjórn félagsins og kaupfélagsstjórn að leita samvinnu við ó.mur kaupfélög og S. í. S. um það, að komið veiði á viðunandi gæðamati á því síldarmjöli, sem selt er innanlands til fóðurs." Tillaga þessi var samþykkt í einu hljóði. Kaupfélag Siglfirðinga. Á aðalfundi KFS kom það fram í skýrslu stjórnar og framkvæmdastjóra, að vörusala fé- lagsins hækkaði nokkuð á sl ári. Vörusala fé- lagsins hefir tvöfaldast á tveim árum. Árið 1945 var hún 1,6 milljónir króna en er nú 3,2 mill- jónir króna. Þó hafði umsetning tveggja deilda félagsins lækkað verulega á árinu vegna vöru- skorts. Sala Vefnaðar- og Fatadeilda var 678 þús. krónur 1946 en ekki nema 396 þús. kr. 1947. Sala Byggingarvörudeildar hækkaði um 400 þús. RANGLÆTI í SKIPTINGU INNFLUTNINGS. Það kom fram í skýrslu framkvæmdastjóra, að hann taldi þann hluta, sem kaupfélögin fá af heildarinnflutningi til landsins af vefnaðar- vöru og skófatnaði með öllu óviðunandi. Á sama tíma og félögin selja um 50% af allri kornvöru og almennum neyzluvörum, sem til landsins flytjast, fá þau aðeins 10 lil 20% af heildarmagni innflutts skófatnaðar og vefnaðarvarnings. Af- leiðing þessa er sú, að félagsmenn kaupfélaganna verða að kaupa þessar vörur hjá kaupmönnum, ýmist við hliðina á sínu eigin kaupfélagi eða hjá einhverjum Reykjavíkurkaupmanni. Sýndi framkvæmdastjórinn raeð ljósum dæmum, hversti miklu meiri nettóhagnaður er að sölu vefnaðar varnings og skófatnaðar, heldur cn sölu matv-Lu og byggingarefnis. — Ranglæti það, sc.m framið er með þeirri skiptingu innflutningsins, sem til þessa hefir verið ríkjandi, er því tvíþætt. Annars- vegar eru félagsmenn kaupfélaganna neyddir til að kaupa þessar vörur hjá kaupmannaverzlunum, og samtímis gefa þcim þau viðskipti, sem mestur hagur er að og félagi þeirra meira fjárhagslegt tjón að missa heldur en nokkra aðra verzlun. FJÁRMAGNID OG EIGENDUR ÞESS. í yfirliti, sem framkvæmdastjóri gaf um það. hverjir cru eigendur þess fjár, sem bundið var í rekstri félagsins og eignum miðað við siðustu áramót kom fram, að félagsmenn cigt sj-’lfir ,m 60% af fjármagninu. Sjóðirnir eru nú orðnir um 25% og Innlánsdeild félagsmanna um 35% af heildarfjármagninu miðað við niðurstöðu eigna- hliðar efnahagsreiknings. INNLÁNSDEILDIN. Innlánsdeild félagsmanna hækkaði á árinu um 80 þúsund krónur og var í árslokin 733 þúsundir. Félagið hækkaði nýlega vexti af Innlánsdeild- inni og greiðir nú 4%% af innstæðufé. Það virðist auðsætt, að meðan félagið þarf á lánsfé að halda, sem það verður að greiða 5 til 6% vexti af, er því nokkur hagur að því, að félags- menn eigi fé í Innlánsdeildinni. Jafnhliða er gott fyrir félagsmennina að fá í Innlánsdeildinni hærri vexti en annarsstaðar eru yfirleitt greiddir. Á árinu höfðu innlög í Innlánsdeildina verið 470 þúsund krónur. Úttekið fé nam 415 þús. og vextir, sem kaupfélagið greiddi innstæðueig- endum voru samtals 25 þúsund krónur. SÍLDARSÖLTUNIN. í fyrsta skipti saltaði félagið sjálft fyrir reikn- ing á árinu. Síldveiðirnar gengu illa og söltunin varð lítil, enda rekin með tapi. Beint tap varð um 29 þúsundir. Þrátt fyrir þessa niðurstöðu voru fulltrúar á aðalfundi einhuga um. að fé- lagið héldi söltun áfram og gerði ályktun þess efnis, sem samþykkt var með samhljóða atkvæð- um. Félagið hafði endurbætt stöð sína all mikið á árinu. Byggt upp pallana, sem féllu niður árið 1946, endurbætt íbúðarbraggann verulega, komið sér upp nýjum söltunaráhöldum og gert ýmsar smálagfæringar aðrar, sem að sjálfsögðu höfðu þau áhrif, að úlkoma ársins varð nokkru lakari en ella hefði verið, en koma hinsvegar til góða framhaldsrekstri stöðvarinnar. BRAUÐGERÐIN OG ÚTSALAN. Á aðalfundinum var gefin skýrsla um kostnað við byggingu brauðgerðarhússins og greint frá horfum með vélar og tæki til brauðgerðarinnar. Gera forráðamenn félagsins sér vonir um, að brauðgerðarhúsið geti tekið til starfa fyrir næst- komandi síldarverlíð Auk þess sem brauðbúð verður í binni nýju byggingu félagsins við Hvanneyrarbraut, hyggst félagið að setja á fót brauðbúð þar sem það áður hafði Fatabúð í Suðurgötu 4. Það kom fram á fundinum, að félagsmenn eru ánægðir með þessar miklu framkvæmdir félagsins og hyggja gott til þeirra, bæði með tilliti til félagsins sjálfs svo og félagsmanna þe-s og anrtarra bæjarbúa. RÁÐSTÖFUN ÁRSARÐSINS. Aðalfundirinn sainþykkti að verja tekjuafgangi ársins þannig, að til afskrifta á tapi söltunar o. fl., gengju kr. 42.405.60, til sameignarsjóða kr. 66.333.23 og til félagsmanna sjálfra 6% af ágóða- skyldum viðskiptum, eða samtals kr. 62.038.76. Arðurinn til félagsmanna átti að renna að hálfu eða 3% inn til stofnsjóðs þeirra og hinn hlutur- inn skyldi greiddur hverjum félagsmanni inn á Innlánsdeildarreikning. Var svohljóðandi til- laga samþykkt á fundinum í því sambandi: „Aðalfundur KFS samþykkir að greiða félags- mönnum 3% arð af ágóðaskyldri úttekt. Arður- inn greiðist inn á Innlánsdeildarreikning hvers félagsmanns og reiknist vextir 4i/2% af upphæð- inni frá deginum í dag að telja." FUNDARLOK. Að fundarlokum bauð félagið fulltrúum og öðrum fundarmönnum til sameiginlegrar kaffi- drykkju. — Þar var þess meðal annars getið, að félagið verður 20 ára á næsta ári og kom það fram, að félagsmönnum finnst sjálfsagt og eðli- legt, að þess verði á einhvern hátt minnzt í sambandi við næsta aðalfund félagsins. Kaupfélag N-Þ>ingeyinga. Aðalfundur Kaupfélags Norður-Þingeyinga var haldinn í fundarsal félagsins á Kópaskeri dagana 26.-27. apríl 1948. Fundinn sátu 42 fulltrúar frá öllum deildum félagsins auk stjórnar, framkvæmdastjóra og úti- bússtjóra svo og allmargir gestir. Tala félagsmanna var í árslok 444. Vörusala árið 1947 var 3.239.000 kr. og hifði aukizt um full 70 000 kr. á árinu. Sala innlen.ha afurða og framleiðsluvara félagsins nain 1 r. 2.783.000. Samþykkt var tillaga frá stjórn félagsins um 5% arð af ágóðaskyldri vöruúttekt, er rcuni óskipt í stofnsjóð félagsmanna. Sjóðeignir félagsins höfðu vaxið um 72 þús kr. og nema alls kr. 949.000 að meðtöldum slofn- sjóði félagsmanna. Á árinu var lokið byggingu gistihúss á Kópa- skeri og komið upp húsi fyrir vélaverkslteði og keypt nokkur áhöld og vélar til þess. í ráði er að hefja bvggingu nýs slátur- og frysti- húss á Kópaskeri á komandi sumri. Fundurinn gcrði eftirlarandi samþykkt: „Aðalfundur Kaupfélags Norður-Þingeyinga, haldinn á Kópaskeri dagana 26.-27. april I9-.8, lýsir fylgi sínu yfir við það höfuðtaktnark I verzlunarmálum, að allir borgarar þjóðlélagst.is hafi jafna aðstöðu til kaupa á erlendum vöruta, hvar á landinu sem þeir búa og við sem lægsi.i:n innflutnings- og dreitingarkostnaði. Fiiiiduriim átelur harðlega afskipti og ábyrgðaleysi Aljiingis og ríkisstjórnar í veizlunarmálum og skorar á stjórnarvöldin að gera umbætur tafarlaust. Til þess að ráða bót á ríkjandi verzlunarólagi leggur fundurinn til: í fyrsta lagi, að innflutningsverzlun landsins sé breytt í það horf, að verzlunarfyrirtæki i hverju héraði fái stoínleyfi innkaupa á erlend- um vörum í samræmi við verzlunarþörf og rétt viðskiptamanna. (Framhald á bls. 26) 11

x

Samvinnan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.