Samvinnan


Samvinnan - 01.05.1948, Side 12

Samvinnan - 01.05.1948, Side 12
14. MAÍ, VINNUHJÚASKILDAGURINN, var um langt skeið einn þeirra daga, sem all- hátt bar á, og athygli vakti hjá íslenzku þjóð- inni. Yfir lionum gat verið ltjart, eða dapurt og dimmt, eftir atvikum. Hann var fyrir marga dagur skilnaðar, saknaðar og jafnvel sorgar. Á ára, eða ára- tuga gömlum böndum geðfelldrar kynning- ar slaknaði, eða þau brustu með öllu þann dag. Heimili leystust upp og fjölskyldur sundruðust. Hann gat J>ó verið dagur þráðra samfunda, fagnaðar og gleði, en einnig dagur þráðrar lausnar sumum, allt eftir því hvernig á stóð. Loks var hann dagur er ný kynning og góð vinátta oft hófst með manna á milli, ör- lagarík ýmsum. Af þeirri kynningu sem vaið til við flutninga fólks sveita og héraða á milli á vinnuhjúaskildaga, þróuðust t. d. stund- urn ástir hjá þeim sem ekkert þekktust áð- ur, sem leiddi af sér hamingjusamt einka- líf og xttarsambönd fjarskyldra ættliða, sem ella hefðu ekki orðið til. Að því leyti hetur vinnuhjúaskildagurinn markað allmerkileg spor í þjóðfélagi voru. Þennan dag mátti oft sjá fólk á ferð um sveitina með trússhesta í taumi. Þannig var það áður, og fram á daga okk- ar eldri mannanna, eða allt Jtar til að vistar- bandið var leyst með öllu um s. 1. aldamót, og enda nokkuð lengur. En nú er breyting orðin á þessu, sem miirgu öðru. Að vísu flytja einhverjir bændur búferlum um þetta leyti á ári hverju, Jjó eigi sé )>að fastbundið við 14. maí, heldur eins oft við fardagana, eða í byrjun júní. En sem vinnuhjúaskildagi er nú lítið orðið eftir af deginum utan nafnið eitt, með því að vinnuhjú í þcirri mynd sem áð- ur var, eru næstum engin til með J>jóð vorri, sem kunnugt er, og hlutverki dagsins því lok- ið. Enda gerir fólk sér lítinn dagamun nú, þó það þurfi að flytja sig til. Vinnuhjúaskil- daginn er að verða aðeins að sögulegu tákni, sem minnir á horfna háttu í Jjjóðlífinu, þegar vinnufólkið — hið fastráðna í sveitunum, var fjölmenn stétt, og setti svip á daginn. — EG MAN EFTIR MÖRGUM 14. maí dög- uni, einkum frá æskuárum rnínum. Eigi þó sakir þess að eg hefði sjált'ur oft vistaskipti, heldur aðrir í nágrenni við mig. Og þeir flutningar fólks heimila á milli á vinnuhjúa- skildagana, hafa suinir liverjir, í vissu tilfelli, ekki orðið með öllu þýðingarlausir fyrir mig, fyrir endurminningar mínar frá þeim árum. Þeim á eg, framar öllu öðru, það að þakka, að eg get nú ársett með vissu fjölmörg atriði, sem fyrir mig báru á æskuárum mínum, sem ég ella hefði ekki getað nú. Eg hefi getað sett at- burðina einn eða fleiri, á einhvern hátt, bein- an eða óbeinan, í samband við vissar persón- ur, sem eg veit að voru ákveðin ár á vissum heimilum, og miðað þá við dvöl þeirra þar. En minningin um einn atburð, sem hægt er að tímasetja, leiðir fleiri af sér. ■ Þó gnæfir einn vinnuhjúaskildagi liátt ylir aðra í huga mínum. Það er 14. maí 1898, eða fyrir réttum 50 árum. Þann dag urðu þátta- skipti í lífi mínu ,hin fyrstu og líklega þau mestu sem þar hafa orðið. Það vor neyddust foreldrar mínir til að hætta búskap, eftir 12 all-langa baráttu við fátækt og mikla van- heilsu sex barna móður. Börnin, hið elsta 10 en hið yngsta 3. ára, fóru á brott, voru tekin ýmist af skyldmennum eða vandalausum, góðu fólki ,og ólust Jjar upp. Þetta var mikil og eftirminnileg skilnaðarstund, annað og meira í mínum augum en venjulegur vinnu- hjúaskildagi. En slík hafa orðið örlög margra íslenzkra sveitaheimila og fjölskyldna, þegar líkt hefur staðið á og hér var. Og hefur þó hlutskipti yngstu aðiljanna oft orðið lakara en okkar systkinanna sex urðu. Þetta vor vildu ung og nýgift hjón í sveit minni hefja sjálfstæðan búskap. En jarðnæði var ekki fáanlegt þar, utan eitt eyðibýli er lá afskekkt upp í dölum, all-langt innan við aðra byggð. Þetta var ekki aðlaðandi bústað- ur, en þó kusu þau það heldur en að vera 14. MAÍ 1898 ★ Vitinuhjúskildaginn var eitt sinil merkisdagur i lifi þjóðarinnar á ári hverju, en nú er þýðing hans að mestu liorfin og merking hans mörgum gleymd. í þessari grein rifjar ÞOR- MÓÐUR SVEINSSON upþ minning- ar frá 14. maí 1898 og varpar Ijósi á þá gifurlegu breytingu, sem orðin er i þjóðlifinu á liðnum 50 árum. Þar er margt fagnaðarefni — en lika nokliurs að sakna. ★ annarra hjú. Hjón þessi þekktu foreldra mína, og eg hafði kvnnst Jaeim ofurlítið, að góðu. Þau buðust nú til að taka mig, ásamt eldri bróður mínum, og varð það að ráði. Þótti mér bót í máli að þurfa ekki að skilja við bróður minn. Dagurinn 14. maí 1898 var Jmrr en svalur og lítil sólarsýn. Faðir minn fylgdi okkur bræðrunum til þessa nýja heimilis, sem eg hafði ekki áður séð, og eg hugsaði með nokkr- um kvíða til. A miðri leið hittum við hjónin, hina tilvonandi húsbændur mína. Var svo haldið áfram, með nokkrum viðkomum á sumum bæjum, að eyðikotinu um kvöldið. Því meir sem við nálguðumst ákvörðunarstað- inn, því ljósar varð mér, að bernskuheimilið mitt var að baki, en æskuheimilið, eða heim- ilin, ókunn og óráðin, ef til vill, framundan. Að sjálfsögðu hafa J>ær hugsanir þó verið dá- lítið lausar í reipunum hjá mér, eins og verða vill hjá 81/2 ára gömlum börnum. „Hér sé Guð í góðum bæ“, varð ungu kon- unni að orði er komið var að túnjaðrinum um kvöldið, og bæjarhúsin sáust fyrst. Þess- um orðum hefi ég aldrei gleymt. Og er ég viss um að hún hefir verið bænheyrð. Þar bjó góður andi innan veggja svo lengi sem að ég vissi til. Hópurinn sem flutti að þessu eyðikoti þentt- an dag til að setjast þar að, var ekki stór, að- eins hjónin og við bræðurnir tveir. Þó átti fólkinu þar eftir að fækka. Bróðir minn hvarf þaðan eftir fárra vikna veru, sakir sjúkleika sem vart varð við hjá honum, og kom ekki Jjangað heim aftur. Það varð nýtt áfall fyrir mig. Eftir það urðum við þrjú á heimilinu þar til J>eim hjónum fæddist dótt- ir, 1. desember um veturinn. Hún er nú hús- freyja á höfuðbólinu Reykhólum í Reykhóla- sveit. Ekki er hægt að segja að aðkoman þarna ]>etta kvöld væri vistleg né hlý. Hús voru að vísu öll uppistandandi, en gömul og hrör- leg orðin, köld og vanhirt eftir tveggja ára auðn. Ekki þarf að taka J>að fram að þetta var torfbær. — Tilgangslaust ætla ég að sé að reyna að skýra það fyrir almenningi hvað það var í raun og veru að flytja inn í afvega- liggjandi afdalabýli, sem staðið hafði autt undanfarin ár, og setjast [>ar að. Það er svo fjarskylt lífinu sem rnegin þorri Jjjóðarinnar lifir nú. Það er sem að aldir séu þar á milli. En þeir sem enn gista, eða liafa gist, gömul húsakynni í dreifbýli dalanna þekkja það, að vissu marki. Þeim, sem fluttu inn í [>essi yfirgefnu býli, var hollt að geta borið út úr bæjarhúsunum J>ar myrkrið og kuldann, en inn ljósið og ylinn, eins og Bakkbræður vildu gera. Og þetta tókst vonum fyrr þarna, þó eigi væri með sama hætti og ]>eir ætluðu sér. Með [>reklyndi sínu og hlýhug tókst þess- um ungu lijónum, þrátt fyrir ýms veraldleg vanefni, að gera heimili Jjetta vistlegt og hlýtt, svo að þar þótti jafnan gott að koma og gista þeim sem erindi áttu Jjangað á næstu árum. Og að vísu gerðist liér ekki annað en |>að sem oft hafði gerzt áður í landi hér. í sögu Islandsbyggðar hefir efalaust skipzt á sókn og undanhald. Sóknin liefir yfirleitt hafizt með batnandi árferði, byggðin færzt út og upp að mörkum heintahaga og afréttarlanda, eða inn í J>au, þegar sveitin var orðin full- setin. En J>egar bliku óára og drepsótta dró á loft, létu menn undan siga, og byggðin dróst saman. Talandi vott þessa má telja að séu hin mörgu hrundu og yfirgrónu eyði- býli, sem enn markar fyrir ofan við núver- andi byggð, svo og ýmsar skráðar sagnir og kunnar þessu viðkomandi. En nú virðist sóknin í þessa átt vera úr sögunni, og undanhald hafið sem er af ann- arri rót runnið en áður var, og niiklu stór- stígara, svo að til fullra og alvarlegra vand- ræða horfir, ef ekki fæst rönd við reist. Eg kunni brátt sæmilega vel við mig þarna, og söknuðurinn yfir horfnum foreldraranni, sem fylgt hafði mér þangað heim, hvarf smám saman. Eg skildi að Jjetta gat ekki farið á ann- an veg. Og eg fann að eg hafði ekki ástæðu til að kvarta yfir mínu hlutskipti. Enn lifðu á vörum fólks sagnir um misjafna liðan sumra þeirra barna sem orðið höfðu að fara frá foreldrum sínum, og sveitastjórnir sáu fyrir samastað, ef til vill ýktar, en ef til vill sumar haft við einhver rök að stvðjast. Jafn-

x

Samvinnan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.