Samvinnan - 01.05.1948, Page 14
Smáþjóðirnðr hafa mikið hlutverk innan Sameinuðu þjóðanna
Bókarkafli eftir prófessor ÓLAF JÓHANNESSON
t FORMÁLSORÐUM, sem prófes-
X sor Ólafur ritar fyrir bók sinni um
Sameinuðu þjóðirnar, kemst hann m.
a. svo að orði:
„Eins og kunnugt er, gekk ísland
haustið 1946 í bandalag Sameinuðu
þjóðanna. Þar var um merkan og ein-
stæðan atburð að ræða fyrir íslend-
inga, því að það var í fyrsta skipti, sem
íslenzka ríkið gerðist þátttakandi í svo
víðtæku alþjóðasamstarfi. Sennilega
hafa menn þó almennt ekki gert sér
grein fyrir því, hversu stórt og þýðing-
armikið spor var stigið, er landið gerð-
ist aðili í þessum allsherjarsamtökum.
En með inngöngu sinni í bandalagið
hefur ísland bæði öðlazt réttindi og
tekið á sig skyldur. Þessi réttindi og
þessar skyldur verða landsmenn að
þekkja. Þeir verða að gera sér grein fyr-
ir afleiðingum þess, að þeir hafa gerzt
þátttakendur að þessum alþjóðsamtök-
um. Þeir verða að átta sig á því, að
þeir standa ekki lengur álengdar sem
áhorfendur. Þeir hafa gerzt aðiljar að
alþjóðasamstarfi. Viðfangsefni þessara
allsherjarsamtaka eru því í rauninni
einnig orðin viðfangsefni íslendinga.
Þau viðfangsefni verða þeir að þekkja.
Það má einmitt telja frumskyldu
hverrar bandalagsþjóðar að afla sér
þekkingar á markmiði, skipulagi og
starfsháttum bandalagsins og stofnana
þess. Engin þjóð getur af heilum hug
og að gagni tekið virkan þátt í starf-
semi Sameinuðu þjóðanna, nema hún
þekki skipulag samtakanna og skilji
hlutverk þeirra.
Margar vonir eru tengdar við starf-
semi Sameinuðu þjóðanna. Mannkyn-
ið þráir varanlegan frið og andlegt og
efnahagslegt öryggi. Það á sjálfsagt
langt í land, að því marki verði náð.
En stofnun Sameinuðu þjóðanna er á-
reiðanlega stórt spor í rétta átt. Starf-
semi þeirra miðar hiklaust að hinu
lengi þráða, en þó fjarlæga marki.
Þjóðirnar hafa lært af reynslunni og
fyrri mistökum. Þess vegna hafa þær
aldrei áður átt þvílíka stofnun sem
Nýlega er komin út bók á vcgum
Norðra, sem er þess verð að henni
sé gaumur gefinn. Þetta er þó
ekki bók til skemmtilesturs, held-
ur er hún íhugunarefni fyrir alla
þá, sem vilja fylgjast með al-
þjóðamálum og láta sig nokkru
skipta sambúð þjóðanna og fram-
tíð heimsfriðarins. Þetta er bók
prófessors Ólafs Jóhannessonar
um Sameinuðu þjóðirnar. í bók-
inni gerir höfundurinn grein fyr-
ir stofnun Sameinuðu þjóðanna,
tilgangi þeirra og starfsaðferðum.
Er bókin einkar glögg og að-
gengileg frásögn um þessi efni.
SAMVINNAN flytur hér á eftir
nokkur atriði úr tveimur köflum
bókarinnar.
Sameinuðu þjóðirnar til varðveizlu og
eflingar alþjóðafriði. Aldrei áður hef-
ur verið stofnað til jafn víðtækrar sam-
vinnu þjóða á milli. Samt sem áður er
ekki sem bjart framundan sem skyldi.
Margar ískyggilegar blikur eru á lofti.
Útlitið er meira að segja ekki eins gott
nú, eins og það var fyrir tveim árum
síðan, er Sameinuðu þjóðirnar voru
stofnaðar. Ýmsir efast því um, að Sam-
einuðu þjóðirnar verði þess megnugar
að tryggja friðsamlega sambúð þjóða,
að þeim takist að vinna friðinn, eins og
það hefur verið orðað. Hér skal engu
um spáð. En á það skal aðeins xninnt,
að Sameinuðu þjóðirnar eru, þrátt fyr-
ir allt, það haldreipi, sem menn verða
að halda dauðahaldi í. Bregðist það, er
mannkyninu og menningunni voði
vís. Allar friðsamlegar og frelsisunn-
andi þjóðir verða því að standa sem
fastast um Sameinuðu þjóðirnar og
efla þá stofnun eftir því sem frekast er
unnt. En eitt nauðsynlegasta skilyrði
þess, að Sameinuðu þjóðunum takist
að leysa verkefni sín af hendi, er stuðn-
ingur, samúð og skilningur borgar-
anna í hinum einstöku bandalags-ríkj-
um. En skilyrði slíkrar samúðar og
skilnings er aftur þekking á byggingu
bandalagsins, markmiði þess og starfs-
aðferðum. Einstaklingarnir verða því
að kynna sér þessi atriði. Þeir þurfa að
eiga völ á fræðslu um þau.
Gengi Sameinuðu þjóðanna bygg-
ist auðvitað fyrst og fremst á stórveld-
unum. En smáþjóðirnar geta þar einn-
ig nokkru áorkað, einkanlega ef þær
standa saman. Þær vei'ða því að leggja
fram sinn skerf. Þess vegna er nauð-
synlegt, að einnig þeirra þegnar fvlg-
ist vel með störfum bandalagsins og
kynni sér skipulag og starfshætti þess
sem bezt. Þetta tekur til hinnar smæstu
bandalagsþjóðar og þegna hennar.
Engum dettur auðvitað í hug, að hlut-
ur íslands í þessu alþjóðasamstarfi
verði stór. En þrátt t’yrir það má eng-
inn ætla, að hluttaka þess sé þýðingar-
laus. Atkvæði þess getur ráðið úrslitum
í þýðingarmiklum málum. Það getur
lagt sitt lóð á vogarskálina til góðs eða
ills.
Þessar staðreyndir verða íslending-
ar að gera sér ljósar. Þeir þurfa að átta
sig. á því til fulls, að þeir eru orðnir
\irkir þátttakendur í samstarfi þjóð-
anna til varðveizlu friðar og öryggis.
Af þessu leiðir, að þeir verða að fylgj-
ast með í alþjóðamálum og taka af-
stöðu í þeim. Þjóðin öll, sérhver ein-
staklingur hennar, verður því hér eft-
ir að fylgjast með starfsemi Sameinuðu
jxjóðanna, kynna sér hvaða málefni
eru tekin til meðferðar af bandalag-
inu, hvernig þeim málum er íáðið til
14