Samvinnan


Samvinnan - 01.05.1948, Síða 24

Samvinnan - 01.05.1948, Síða 24
tfrá Persíu IGAMLA DAGA réði fyrir Persíu voldugur konungur, sem átti þrjár dætur og einn son. Á ári hverju liélt konungurinn mikla hátíð. Var þar margt til skemmtunar, og menn gáfu hver öðrum stórar gjafir,, og allir skemmtu sér ljómandi vel. En einu sinni, meðan á hátíðinni stóð, komu þrír menn til konungsins með gjafir. Sá fyrsti kom með geysi fagran páfugl, sem baðaði út vængjun- um og gól alltaf þegar klukkan sló. Sá næsti kom með látúnslúður, sem blés af sjálfu sér, þegar óvinir komu nálægt höllinni. Þriðji maðurinn kom með hest úr skínandi fílabeini, sem gat far- ið þangað, er sá óskaði, sem á honum sat. Konungurinn varð himinlifandi. Hann gaf manninum, sem kom með páfuglinn, eina af dætrum sínum, og þeim, sem kom með lúðurinn, aðra, en þegar hann var í þann veginn að gefa þeim, sem kom með fílabeinshestinn, þriðju dótturina, kom sonur hans og bað hann að bíða og sagði: „Lofaðu mér fyrst að reyna hestinn, faðir minn, til þess að sjá, hvort hann fer í raun og veru með mig þangað, sem ég óska.“ Konungurinn varð við beiðni sonar síns. Þegar kóngssonur sté á bak hest- inum, sá hann tvo hnappa, annan á hægra bógi hestsins, en hinn á þeim vinstri. Hann studdi nú á hnappinn á hægra bógnum, og viti menn! Hestur- inn sveif af stað upp í loftið! Þegar kóngssonur studdi á vinstri hnappinn, sveif hesturinn aftur niður til jarðar. Konungssonurinn varð frá sér num- inn af fögnuði. Hann kvaddi nú föður sinn og systur og sté á bak hestinum. Síðan studdi hann á hægri hnappinn og hesturinn sveif upp í háloftin. Konungssonur ferðaðist yfir öll lönd jarðarinnar. Loksins, þegar kvöld var komið, ákvað hann að stíga aftur nið- ur til jarðar. Fyrir neðan sig sá hann undur fagra konungshöll. Konungsson studdi á vinstri hnappinn og sveif þá hesturinn með hann niður til jarðar. Þegar hann hafði komið liestinum vel fyrir á leyndum stað, fór hann heim til hallarinnar. Hann gekk um stóru salarkynnin og virti fyrir sér allt skrautið. Allt í einu heyrði liann mannamál frá einu herbergjanna. Hann opnaði hurðina og sá undur fagra konungsdóttur sitja þar á gull- ofnum púðum. Hún var miklu fegurri en nokkur konungsdóttir, sem hann hafði nokkurn tíma séð. Konungsson- urinn varð þegar í stað svo ástfanginn af henni, að hann hugsaði sér að kvænast henni. Og konungsdótturinni leizt svo vel á þennan unga og laglega mann, að hún gat vel hugsað sér að verða konan hans. En varðmennirnir, sem áttu að gæta konungsdótturinnar, komu og tóku konungssoninn höndum og leiddu fyrir konunginn, föður stúlkunnar. „Eg er sonur Persakonungs,“ sagðí ungi konungssonurinn. „Mig langar til kvænast henni dóttur þinni.“ „Kvænast dóttur minni!“ sagði kon- ungurinn og fór að hlæja. „Það fær nú enginn nema sá, sem getur varist vopn- um hermanna minna.“ „Það get eg,“ svaraði konungsson. Hann var svo hrifinn af ungu kon- ungsdótturinni, að hann vildi allt tii vinna að fá hennar. Daginn eftir kallaði konungurinn fram allan her sinn, og fólk þyrptist að úr öllum áttum til þess að sjá þennan unga konungsson berjast við her kon- ungsins. Sjálf konungsdóttirin kom líka. Hún var svo hrædd um konungs- soninn, af því að henni þótti svo vænt um hann. Konungssonurinn sjálfur var nú samt hvergi smeykur. Hann var mjög fallegur í skrautlitu fötunum sínum og horfði djarflega á 40.000 manna her. Láttu okkur sjá vopnin, sem þú vilt berjast með,“ sagði konungurinn. „Látið ná í hestinn minn, sem er uppi á þaki hallarinnar," svaraði konungssonurinn. Varðmaðurinn náði í hestinn, og þegár fólkið sá hann, fór það að hlæja, því að hvernig gat hest- ur úr fílabeini barist á móti fjölmenn- um her, spurði það. (Framhald d bls. 26) 24

x

Samvinnan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.