Samvinnan


Samvinnan - 01.05.1948, Side 25

Samvinnan - 01.05.1948, Side 25
14. MAÍ 1898 (Framhald af bls. 13). Æskuheimilið mitt gamla er aftur komið í auðn. Og nú eru bæjarhúsin þar fallin llest og túnið farið að láta litinn. Engar líkur eru til þess að þar verði numið land að nýju. — Engan mun fýsa framar að sækja á þann bratta. — Og dalajarðirnar, sum- ar hverjar a. m. k. ,eiga ekki rétt á sér, að ýmsra dómi. Enda hafa þær fleiri týnt töl- unni nú á síðustu árum en þessi eina, bæði í þessari frágreindu sveit og annarsstðar. Þó er undanhaldið ekki algert. Athyglis- vert viðnám er veitt þarna. Eg sé t. d. háaldr- aða móður og miðaldra son á einu heimili, og ekki fleira manna. Þau hafa verið þar tvö ein síðari árin. Þau vilja ekki yfirgefa dala- jörðina sína, enda hefur konan átt þar heima hart nær hálfa öld, og sonurinn borinn þar og barnfæddur. A öðru heimili sé eg ekkju með dætur sínar 7 og einn son, öll ung. Ann- að fólk hefur ekki verið þar, nema þá stutta stund í einu, síðan heimilisfaðirinn lézt fyrir 5 árum. Ekkjan vill ekki láta jörðina sína af hendi. — Og eg sé jafnvel á einu heimili að- eins einn karlmann. Og á flestum öðrum dalajörðum þar, sem enn eru í byggð, má telja fólkið á fingrum annarrar handar sér. En þetta fólk mun yfirleitt veita viðnám í undanhaldinu, meðan þess nýtur við. Það viðurkennir ekki að dalajarðirnar eigi engan rétt á sér. — Enda hafa þar víða verið gerð stór og myndarleg átök til bættra lífskjara. Hugur manns þarfnast ekki húsaskjóls þó hann leggi í leiðangra um rúm og tíma. Þess vegna hefi eg getað vitjað hins hrunda æsku- heimilis míns úr fjarlægð, og dvalið þar nú þessa köldu maídaga, séð mig þar um, og minnzt 50 ára kornu minnar þangað. Eg hefi yljað mér við arinn minninganna. 16. maí, 1948. Þortnóður Sveitisson. ÚT V ARPSÞÁTTURINN (Framhald af bls. 13) Vel má vera, að þcim, sem þama ciga hlut að máli þyki miður að þcssuin málum sé hreyft. En hitt væri þó mikl- um mun lakara, ef sú skoðun færi að ryðja sér til rúms, að útvarpshlustend- ur Iáti bjóða sér allt, án þess að þcir láti til sín heyra. Kæruleysi er ekki eigin- leiki, sem óþarfur er I útvarpssölum. Þegar hlustendur verða hans varir, cr réttmætt að þeir komi aðfinnslum sín- um á framfæri. Útvarpið cr til orðið fyrir þá, en hlustendumir ekki fyrir stofnun og starfsmenn. Þjóð, sem metur sjálfa sig og menningu sína mikils, hlýt- ur að gera miklar kröfur til ríkisút- varps sínns. Annar mælikvarði á þar ekki við. FROSTI. KONURNAR OG SAMVINNAN (Framhald af bls. 23). man Street í London, var svar henn- ar jafnan eitthvað á þessa leið: Heið- urinn er ykkar allra, samvinnu- kvenna landsins, og gildasamband- inu hefur verið sýndur mikill sórni og störf þess metin með því að veita mér O. B. E.-heiðursmerkið (Order of the British Empire). Og þetta er viðurkenning fyrir allar samvinnu- konur landsins og þau miklu og margvíslegu störf, sem þær vinna landi og lýð til hagsbóta. f þakkarávarpi frú Cook segir hún: Hinn mikli heiður og viður- kenning, sem samvinnukonum lands- ins hefur verið sýndur, mun verða til þess að hvetja okkur aliar til auk- inna starfa og átaka. ,yá/du eklii svona hraít, maður, fólkið hefur eklii tima lil að skoða barnið." „Við höfum til það, sem hún er að biðja um; hvað á ég þá að gera?" ÚR ÝMSUM ÁTTUM Ársþingi brezku samvinnufélaganna og brezka samvinnuflokksins er nýlokið. Sam- kvæmt skýrslum varð félagsmannatala brezku kaupfélaganna í árslok 1947 9.970.000 eða rétt innan við 10 millj. manna. Vörusala allra félaganna nam 443.000.000 sterlings- punda, og er það um 40.000.000 sterlings- pundum meira en árið áður, eða um 10% aukning. ★ Sjálfsala. Ýmsir halda, að sjálfsala eða sjálf- afgreiðsla viðskiftamanna í verzlun geri nauðsynlegan heljarstóran gólfflöt og marg- brotinn útbúnað. í nýlegu hefti af banda- ríska samvinnublaðinu The Cooperator eru birtar myndir og lýsingar, sem sýna, að svo þarf ekki að vera. Nýlega er tekin til starfa slík sjálfafgreiðslubúð hjá Morningside-kaup- félaginu í New York. Þar starfa sex manns í búð og 650 manns verzla þar að jafnaði á dag. Verzlunin nemur 5700 dolluruin á viku. Gólfflötur verzlunarhússins er 20x40 fet, og þar fást á sömu hæðinni nýlenduvörur, græn- meti og mjólkurvörur úr sérstökum kæli- skápum. Aðeins þrír af þessu sex manna starfsliði eru starfandi í búðinni sjálfri. Þeir eru deildarstjórinn, aðstoðarmaður hans og stúlka, sem telur peningana. Þessi aðferð við vöruafhendingu, að láta viðskiftamennina afgreiða sig sjálfa, ryður sér talsvert til rúms, er ódýrari en gamla aðferðin og virðist ekki þurfa mikið húsrúm. ★ Frosið grœnmeti. Bretar eru nú farnir að fá hraðfryst, amerískt grænmeti og ávexti, og segir samvinnublaðið Cooperative Nevvs ný- lega, að þetta sé hin mesta dýrindisfæða ög mikil framför. Nokkra aðgæzlu þarf við með- ferð vörunnar, en lnin er sem ný og heldur næringargildi sínu að mestu. í Bandaríkjun- um eru komnar upp sérstakar verzlanir, sem verzla eingöngu með þessa vöru. Eru búðar- borðin þá sérstakir kæliskápar, og ganga liús- mæðurnar um og velja tegundirnar. Varan er mjög smekklega innpökkuð, í vaxbornar umbúðir, og skammtarnir hæfilega stórir. ★ Brezki samvinnuflokkurinn. Á nýliðnu þingi brezka samvinnuflokksins lét einn af helztu forvígismönnum flokksins, A. V. Alex- ander landvarnarmálaráðherra, í Ijós þá skoðun sína, að sunnudagsblað samvinnu- manna, „Reynolds News“, væri í hættu frá kommúnistískum áhrifum. Ritstjóri blaðsius svaraði Alexander í blaði sínu og sagði m. a.: „Reynolds News“ vill ekkert hafa saman að sælda við brezka kommúnistaflokkinn. Að áliti blaðsins er hann alveg eins liysterískur og skilningssljór á sinn liátt og sumir anti- kommúnistarnir okkar eru að verða á sinn hátt. .. . “ 25

x

Samvinnan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.