Samvinnan


Samvinnan - 01.05.1948, Qupperneq 26

Samvinnan - 01.05.1948, Qupperneq 26
SAMVINNUMENN RÆÐA FRÆÐSLU- OG FÉLAGSMAL (Framhald af bls. 3) semi. — Yrði það m. a. gert með fund- arhöldum um félagsmál með því að koma upp safni samvinnurita á vegum félaganna o. s. frv. Fundarmenn voru einnig sammála um það, að samstarf kaupfélaganna við hvers konar menn- ingarleg félagssamtök á félagssvæðum þeirra væri æskilegt. AMVINNUMENN eru sammála það, að annar höfuðþáttur sam- vinnunnar er sá, að auka félagsþroska einstakhnganna, auka sanngirni þeirra og skilning í skiptum sínum liver við annan; ekki sízt í fjárhagsskiptum, og koma því til leiðar, að þeir verði betri menn og hæfari. — Fræðslu- og félags- starf innan félaganna á í þessu efni að geta borið mikinn og góðan árangur. Fræðslustarf íslenzkra samvinnufé- laga hefur einkum verið á vegum Sam- bandsins, þótt sum kaupfélög hafi haldið uppi öflugu starfi til mikils gagns og sóma. Höfuðþættir fræðslu- starfs Sambandsins eru skólarnir, Sam- vinnuskólinn og Bréfaskólinn, svo og útgáfa Samvinnunnar og annarra rita. Einnig hefur nokkuð verið um fyrir- lestraferðir, kvikmyndasýningar o. þ. h. á vegum S. í. S. — Þó virðist augljóst að full þörf er á því að enn aukist áliugi félagsmanna á málum kaupfé- laganna. Þátttaka í félagsslarfinu og raunveruleg stjórn félagsmanna á sín- um stofnunum fylgist að. En á því, að svo haldi áfram að vera, bvggist gildi samvinnuskiptilagsins. Að þessu stuðl- ar bezt aukið fræðslu- og félagsstarf. Það var frá upphafi samvinnufélag- anna liugsað, sem höfuðtrygging þess að virk þátttaka félagsmanna flýðræð- isstjórn) í starfi og stjórn félaganna gæti staðist. IL ÞESS að stefnt verði í rétta átt þurfa allir félagsmenn, sem vilja og geta, hver einstaklingur, að leggja fram sinn þátt í félagsstarfsemi. Þann- ig kallast fram og notast verðleikar manna, en það er einstaklingum vissu- lega oft og tíðum meinað vegna órétt- láts peningavalds í öðrum félagsform- um og fjárhagsstarfi ýmiss konar. Þetta sýnir þá möguleika og yfirburði, sem samvinnufélögin hafa fyrir almenning. Fundur sá, er á var minnst, á að verða byrjun nýs þáttar í íræðslu- og félagsstarfi kaupfélaganna. Fundir með líku sniði verða væntanlega haldnir á þessu sumri með fulltrúum frá öllum kaupfélögum, sem eru í Sam- bandi ísl. samvinnufélaga. Það starf er hér verður um að ræða, þarf að skipu- leggja og það krefst áhugasamra félags- manna í kaupfélögunum til þess að liafa forystu og halda starfinu áfram. Um allt þetta getum við stuðst við reynslu samvinnumanna í öðrum löndum t. d. Norðurlöndum og í Eng- landi, en samvinnufélög allra þessara landa hafa um mörg ár haft margs kon- ar fundastarf með líku sniði og hér er fyrirhugað. Starfsemi þessi getur gert gagn. Það sannar m. a. reynsla frá þeim löndum er áður voru nefnd. V. Á. TÖFR AHESTURIN N (Framhald af bls. 24) Konungsonurinn sté nú á bak hest- inum sínum, og þegar herinn þusti fram með sverðin á lofti, studdi hann á hægri hnappinn, og þá sveif hestur- inn með hann upp í loftið. Og svo flaug hann heim til Persíu til þess að undirbúa brúðkaup sitt. En þegar konungsdóttirin sá kon- ungssoninn hverfa, leið hún í ómegin. Hún varð síðan ákaflega sorgbitin og lá lengi í rúminu alveg óhuggandi. — Svo var það eitt kvöld, þegar hún sat við gluggann sinn, að lnin sá hina furðulegustu sýn úti fyrir. Það var konungssonurinn, sem kom þarna svífandi ofan úr skýjunum á töfrahest- inum. Þegar hún sá hann stefna í átt- ina til sín, hrópaði veslings konungs- dóttirin upp yfir sig af fögnuði. Konungssonurinn sveif nú niður á hallarþakið og læddist hljóðlega niður til konungsdótturinnar. En varðmenn- irnir steinsváfu og vissu ekkert um það, sem var að gerast. En þegar þau voru á leiðinni upp á þakið aftur, þar sem töfraliesturinn beið þeirra, vöknuðu verðirnir, sein áttu að gæta konungsdótturinnar. Konungssonurinn barðist við þá alla og sigraði þá að lokum og tók af þeim öll vopnin. Síðan flýttu þau sér upp á hallarþakið og stigu á bak töfrahestin- um, sem flaugmeð þau til Persíu. Nú var haldið mikið brúðkaup, og konungssonurinn og konungsdóttirin urðu kóngur og drottning í Persíu og stjórnuðu landinu vel og viturlega. En töfrahesturinn var geymdur vel og vandlega og enginn fékk að koma honum á bak eftir þetta. FRÁ aðalfundum kaupfélag- ANNA (Framliald af bls. 11) í öðru lagi, að hvcrjum þjóðtélagsborgara só heimilt að afhenda verzlunarfyrirtæki skömmt- unarreiti sína sem pöntun á þeim vörum er scðlarnir gilda um, en eru ekki fyrirliggjandi til sölu. í þriðja lagi, að skömmtunarreitir, sem verzl- unarfyrirtæki skilar, skuli gilda sem innflutnings- og gjaldeyrisleyfi fyrir viðkomandi vöruin, jg hafi verzlunarfyrirtækið fullan ráðstöfunarrétt yfir leyfum þessum og gildi ekki önnur leyfi um þær vörur nema stofnleyfi. Samþykkt samhlj. KAUPFÉLAG ÖNFIRÐINGA. Aðalfundur Kaupfélags Gnfirðinga á I'lateyri var haldinn þann 7. maí. Fullgildir félagar voru á áramótum 116. Stjórn félagsins skipa nú sr. Jón Ólafsson, Holti, for- maður, Guðm. Gilsson, Hjarðadal, varaformað- ur, Finnur Finnsson, Hvilft, Hjörtur Hjálmars- son, Flateyri og Guðm. Ingi Kristjánsson, Kirkju- bóli, sem nú gekk úr stjórninni en var endur- kosinn. í varastjórn eru Jón Jónsson, Þórustöð- um og Jóhannes Kristjánsson, Hjarðadal, sem nú gekk úr en var endurkosinn. Endurskoðendur eru Sveinn Gunnlaugsson, Flateyri, sem nú gekk úr en var endurkosinn og Halldór Kristjánsson, Kirkjubóli, og til vara eru Daníel Benediktsson, Flateyri og Kristján G. Brynjólfsson, Flateyri, sem nú var kosinn í stað Halldórs Þorvaldssonar Kroppsstöðum, sem fluttur er af félagssvæðinu. Framkvæmdastjóri félagsins er Þórður Magnús- son. 1 félagið gengu á árinu 14 nýir meðlimir en 3 höfðti lálizt. Vörusalan var nálægt 950 þús. kr. auk kolasölu 450 þús. kr. Sú nýbreytni var tckin upp á árinu að selja kol til skipa og gekk sú verzlun vel. Meðalálagn- ing á seldar vörur (ekki kol) var 13,9%. Þrátt fyrir vöruskort var vörusala um 200 þús. kr. hærri en s. 1. ár. Umboðslaun af innlendum vörum fer stöðugt minnkandi sökum lifandi fjár- sölu, scm félagið hefir ekki umboðslaun af og breyttra búskaparhálla, þar sem mjólkurmark- aður er nú tryggur allt árið og bændur breyta búum sínum stöðugt meira í kúabú, og af mjólk- ursölunni hefur félagið ekki umboðslaun. Á fundinum var mættur um helmingur allra félagsmanna og var rætt um ýms máiefni, s. s. atvinnumál á félagssvæðinu, byggingarfram- kvæmdir, sem fyrirluigaðar eru og fleira. Þá var samþykkt einróma svohljóðandi tillaga í sambandi við vöruinnflutninginn: „Aðalfundur Kaupfélags Unfirðinga, hald- inn að Flateyri 7. mai 1948 skorar á Fjárhags- ráð og ríkisstjórn að láta tillögur fulltrúa- fundar landsf jórðunganna koma til frain- kvccmda nú pegar". Að lokum skal pess getið, að félagið verður 30 ára á pessu sumri og liefur stjórnin í hyggju að minnast pess opinberlega. 26

x

Samvinnan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.