Samvinnan


Samvinnan - 01.05.1948, Qupperneq 27

Samvinnan - 01.05.1948, Qupperneq 27
1848—1948 — LÆRDÓMAR LIÐINS TÍMA (Framhald af bls. 7) sér. Við höfum lært, að lausn aðkallandi verkefna er erfiðari en áður var álitið. £n við erum ekki þeirrar skoðunar, að erfiðleik- arnir séu óyfirstíganlegir. Mennirnir frá 1848, sumir hverjir, eins og hinn góðfúsi ítalski hugsjónamaður Mazzini, trúðu því í raun og sannleika, að ef aðeins þær þjóðir, sem fannst þær vera ein heild, fengju leyfi til þess að stofna sérstök, sjálf- stæð ríki, með lýðræðislegu stjórnarfyrir- komulagi, mundu þær lifa saman í friði og eindrægni og stofna til hinna ákjósanlegustu alþjóðlegra samskipta, án þess að formlegt alþjóðabandalag væri nauðsynlegt. Þessi hugsýn virðist okkur nú ennþá fjær veru- leikanum en hinn útópíski sósíalismi Louis Blanc. Sumir kunna að halda þvi fram, að þar sem þjóðlegu sjálfstæði ríkjanna í Lvrópu liafi ekki verið komið á fót fyrir lýðræðis- lega þróun ,hafi hugmynd Mazzinis aldrei fengið tækifæri til þess að sýna gildi sitt. Og vissulega ber að viðurkenna það, að a þess- um árum hafa lýðræðisríkin ekki verið eins ágeng í þjóðlegu sjálfstæði sínu að metnaði eins og ríki, sem aðra stjórnskipun hafa. En eigi að síður hlýtur hver samvizkusamur Breti, Bandaríkjamaður og Frakki að viður- kenna, að saga síðustu 100 áranna sýni, að lýðræðisríkin séu ekki algjörlega laus við stríðssekt og að þau hafi ekki ævinlega sýnt öðrum þjóðum umburðarlyndi. AR við bætist, að enn í dag eru til þjóðir, sem ekki hafa öðlast sjálfstæði, telja sig ófrjálsar og undirokaðar. Á þessum vett- vangi verður að líta á alla heimsmyndina, en ekki aðeins á Evrópu eina. England, Frakkland og Bandaríkin eru sennilega kominn yfir tind þjóðernismetn- aðarins, og vera má, að þar sé jarðvegur fyrir minnkandi nasjónalisíska kennd — og vax- andi internasjónalisma. En í hinum nálæg- ari austurlöndum og Asíulöndum, virðast þjóðirnar nú fyrst vera að koma á braut hins ófriðvænlega nasjónalisma. Stjórnir þeirra hafa áhyggjur af því, að fjöldasamtök mynd- ist gegn þeim vegna þess að þær standi í vegi fyrir þjóðlegri sameiningu og vaxandi yfirráðum. En við höfum lært það á rás tímanna, að kúgun er ekki svarið. Þær djúpstæðu, mann- legu tilfinningar, sem binda menn innan þeirra veggja, sem við köllum þjóðir, verða ekki afmáðar með jafnvel beztu áætlunum um samruna þjóðanna, né heldur með verstu yfirgangsaðgerðum einræðisins til þess að beygja neina þeirra. Þessum kenndum verður að fullnægja, það verður að sætta þær eða temja þær. Og við höfum líka lært, að það er langvinnt og erfitt starf. Skozkur nasjón- alismi hefur að verulegu leyti samlagast öðr- um, írskur nasjónlismi er miklu nær því marki nú en líklegt mátti telja fyrir 100 ár- ttm. En þjóðernisstefna Araba gengur enn ljósum logum um heiminn. Þessar aðgerðir munu ekki verða eins auðveldar og mennirn- ir frá 1848 héldu, en leiðin verður sú, sem þeir mörkuðu, en ekki leið þeirra sem bældu niður byltinguna 1848. Hitler varð árangurinn af blóð- og járnstefnu Bismarcks. „TTPPVAKNINGURINN", sem Marx og 'J Engels sendu á loft 1848, er ennjtá mcð okkur. Við höfum ekki leyst [tjóðirnar af klafa fátæktarinnar. Hinar reikulu aðgerð- ir Louis Blanc og samferðamanna hans til þess að leysa þau mál á ríkisverkstæðum, leiða aðeins til kyrrstöðu og glundroða. Leið- in, sem Marx benti á hefur líka verið reynd síðan 1848, en flestir vestrænir menn eru sannfærðir um að hún getur ekki samrýmst Jieim lýðræðislegu undirstöðuávinningum, sem margar þjóðir höfðu tryggt sér þegai fyrir 1848. Við vitum, að pólitískt lýðræði er ekki nægi- legt, en við vitum líka að það er lífsnatið- synlegt. Meira að segja, — þótt það blasi ekki við augum sumra þeirra spámanna, sem prédika dómsdag hins vestræna lýðræðis, — er pólitískt lýðræði í blóð borið vestrænum Jijóðum eins og Jrjóðernistilfinningin. Vtð getum ekki hugsað okkur að kaupa inter- nasjónalisma með því að fórna lieilbrigðu og uppbyggilegum þjóðernisnasjónalisma og við getum heldur ekki liugsað okkur að kaupa efnahagslegt öryggi — eða sósíalisma — með því að fórna athafnafrelsi einstakl- inganna. Við viljum finna millileiðina, og fylgja livorugum, Karli Marx eða Herbert Spencer. MEÐ Bandaríkjum Norður-Ameríku, Brezka samveldinu, Þjóðabandalaginu og Sameinuðu þjóðunum, hefur verið haf- izt hand um að finna leið út úr öfgum na- sjónalismans. Félagsmálalöggjöf lýðræðisþjóð- anna, liinar hóflegu þjóðnýtingarfyrirætlan- ir Breta, verkamálalöggjöf Ástralíu, Nýja- Sjálands og Skandinavíu og hinar sósíalist- ísku tilraunir Frakka, ásamt mörgu öðru, eru fyrstu sporin til þess að mæta hinni hólm- gönguáskoruninni frá 1848, áskorun sósíal- ismans. Þessar tilraunir munu ekki allar ná takmarkinu. Það mun okkar hlutskipti einn- ig, að þurfa að snúa við á leið okkar og leita að nýjum slóðum. En þar sem mennirnir frá 1848 gengu beint fram, djarfmannlega en ekki alltaf skynsamlega, munum við þreifa okkur áfram, yfir torfærurnar. En vegurinn er hinn sami. Fjarlægð heillar aldar veitir okkur möguleika til þess að skilja mennina frá 1848 betur en feður okkar skildu þá, og hafa meiri samúð með þeim. Fyrir 1914 var það útbreidd trú í Evrópu og Ameríku, að framfarir í heiminum væru tryggðar um aldaraðir og engin hætta mundi steðja að þeim innan frá. En nú lifum við tíma, þar sem við eigum, sameiginlega með forfeðrum okkar frá 1848, tilfinninguna fyrir hættu- ástandi, vilja þeirra til athafna og þá trú þeirra, að menn þurfi að stríða og starfa til þess að ná því marki, sem þeir hafa sett sér. Við getum ekki sætt okkur við kenningar þeina um lausn vandamálanna, en við verð- um að taka hólmgönguáskoruninni. Við munum þarfnast meiri þolinmæði en bvlt- ingamennirnir frá 1848 höfðu yfir að ráða, og við munum þarfnast meira af þeim eigin- leika, sem þægilegt er að kalla raunsæi. Við munum þurfa hugrekki þeirra og bjartsýni þeirra, en við þurfum líka að eiga vizku, sem þeim auðnðist ekki að nema á þeirra eins árs reynslutíð. Því að við erum þó, Jirátt fyrir allt, erfingjar þeirra. Þeir brugðu upp fyrir sjónum okkar mynd af vandamálunum, sem við þurfum að glíma við, og Jreir gerðu það á ljósan og eftirminnilegan hátt. Þeir sögðu okkur, að við yrðum að starfa að lausn þessara vandamála, eða bregðast ella, ekki aðeins þeim, heldur og öllum forfeðr- um okkar frá upphafi alda. (Lausl. þýtt.) S AM VINNUB YGGIN G AFÉLÖG f DANMÖRKU (Framhald af bls. 5) hús til að leigja út, en verða þá að miða húsaleiguna við ákvæði í lögum. Á síðustu tveimur árum hafa verið reistar 8—9000 íbúðir hvort árið í Danmörku, en vegna þess hve lítið var byggt á styrjaldarárunum er hús- næðisekla mjög mikil. Til þess að greiða úr húsnæðiseklunni og taka á móti eðlilegri aukningu, er nauðsyn- legt, að á næstu fimm árum verði reist- ar 20.000 íbúðir á ári. Þetta ætti að vera ír'amkvæmanlegt, bæði með til- liti til vinnukrafts og byggingarefnis, ef aðeins er farið eftir skynsamlegri áætlun. A. SÍÐARI árum hefir ríkt hið mesta skipulagsleysi íbyggingamálunum.sem hefur leitt af sér, að 30.000 íbúðir eru nú í byggingu í einu. Þetta verður til þess, að vinnukrafti og byggingarefni er dreift á alltof marga byggingastaði, þannig, að engin íbúð er fullgerð á eðlilegum tíma. Nú í haust hefir verið sett á fót sér- stakt ráðuneyti fyrir bygginga- og hús- næðismál, og maður vonar, að hinum nýja ráðhena takist að koma skipulagi á byggingamálin. Það eru vinsamleg tilmœli Sam- vinnunnar til kaupjélaganna um land allt, að þau sendi ritinu greinargerðir um aðalfundi sina og ársafkomu. 27

x

Samvinnan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.