Samvinnan


Samvinnan - 01.05.1948, Side 28

Samvinnan - 01.05.1948, Side 28
SMÁÞJÓÐIRNAR HAFA MIKIÐ HLUT- VERK INNAN SAMEIN. ÞJÓÐANNA (Framhald af bls. 15) stórveldin að verða þar áhriíameiri en smáþjóðirnar. Það hefur höfundum stofnskrárinnar að sjálfsögðu verið ljóst. Má meðal aqnars sjá þess greini- legan vott í 78. gr. stskr., þar sem jiótt hefur ástæða til að að taka Jrað fram, að gæzluverndarkerfið skuli ekki ná til lendna, scm hafa orðið meðlimir Sameinuðu Jjjóðanna. I>að hefur enn- fremur J»ótt Jx'irf á J)vt |)ar að ítreka ]>að, að sambandið á milli J)eirra skuli jafnan byggt á virðingu fyrir J»cirri grundvallarreglu, sem fclst í jafnræði ríkja. I>ó að engin undantekning frá jafnræðisreglunni hefði verið gerð í stofnskrá bandalagsins mundi styrk- leikamunar hinna einstöku ríkja hafa gætt í reynd. En auk J)ess kemur það til, að frá J)essari meginreglu eru J)ýð- ingarmiklar undantekningar gerðar í stofnskránni sjálfri. Samkvæmt 23. gr. hennar á hvert hinna fimm stórvelda fast sæti í Öryggisráðinu. í |)ví eiga og stórveldin að |)vt leyti til ríkari at- kvæðisrétt, en aðrir meðlimir J)ess, að hvert Jreirra um sig licfur ])ar neitun- arvald, J)að er að scgja, getur hindrað að ákvcirðun sé tckin um málcfni, sem eru þar til meðferðar. í Gæzluverndar- ráðintt eiga og stórveldin sæti, enda þótl |)au fari ckki með stjórn gæzlu- vcrndarlendna. Er af |)essu sýnilegt. að í bandalagintt er hvcrgi nærri að öllu leyti l))'ggt á jafnræðisreglunni. í öðrum lið 2. greinar er mælt svo fyrir, að allir tncðlimir skuli trúlega stancla við skuldbindingar ]).er, scm ])eir hafa á sig lekið með stofnskránni. ]>etta ákvæði er fyrst og freinst hvatn- ing til þeirra að vinna af allutg að markmiðutn bandalagsins. Þriðji töluliður sötuu grcinar kveð- ur svo á, að allar „liinar samcinuðu ]>jóðir“ skuli lcysa milliríkjadeilur sín- ar á friðsamlegan hátt, ])annig að al- þjóðafriði, öryggi og réltvísi sé ekki stofnað í hættu. Með þessu lofa banda- lags-ríkin því að grípa ekki til neinna ]>eirra ráðstafana lil lausnar deilumála sinna, sem stefnt geti friði milli ríkja í tvísýnu. Valdbeiting í milliiíkja-deil- um er þeim því óheimil, enda er ]>að beint tekið fram í fjórða lið greinar- innar. Með ákvæði þessu er hins vegar ekki lögð bein eða jákvæð skylda á fé- laga bandalagsins til að leysa öll ágrein- ingsmál sín. Ef ágreiningsmál eru þannig vaxin, að þau geti ekki stefnt alþjóðafriði og öryggi í hættu, má láta þau óútkljáð. En það getur vitaskuld verið mikið álitamál, hvenær ágrein- ingsmálum er Joannig háttað. Jafnvel lítilfjörleg ágreiningsefni geta borið í sér neista að ófriðareldi. Ef hin ein- stöku ríki ættu sjálfdæmi í })ví, hverjar deilur þeirra eða ágreiningsmál gætu verið hættuleg öryggi og friði, er liætt við ,að þau létu oft bíða að leita frið- samlegrar úrlausnar á ágreiningi sín- um, þangað til í óefni væri komið. En undir þann leka er sett í stofnskrá Sameinuðu }>jóðanna. Það er sem sé lagt á vald Öryggisráðsins að skera úr því, hvort ágreiningsefni sé þannig vaxið, að það sé líklegt til að stofna al- þjóðafriði og öryggi í liættu, sbr. 34. gr. Samkvæmt fjórða lið 2. greinar, er ríkjum í bandalaginu bannað að beita í milliríkjaskiptum valdi eða hótunum um valdbeiting gegn landamærahelgi eða stjórnmálalegu sjálfstæði nokkurs ríkis eða á nokkurn annan hátt, sem kemur í bág við markmið Sameinuðu þjóðanna. Bann þetta gildir jafnt, hvort sem hinn deiluaðilinn er félagi í bandalaginu eða stendur utan }>ess. — Með þessu skuldbinda „hinar samein- uðu þjóðir“ sig til að heyja ekki rnilli- ríkjastyrjaldir og beita ekki valdi eða hótunum um valdbeiting framar en stofnskráin sjálf heimilar. . . . Samkvæmt J>essu er „hinum samein- uðu J)jóðum“ óheimilt að grípa til styrjalda í J)vt skyni að knýja fram vilja sinn ,nema í framangreindum tilfell- um. Þau undantekningartilfelli eru auðskilin. Öryggisráðið verður að hafa heimild til valdbeitingar, og eítir at- vikum heimild til að grípa lil vopna, til ])ess að bæla niðtir árásaraðgeerðir og koma í veg fyrir friðrof. Án slíkra heimilda mundi hin alj)jóðlega réttar- varzla, sem því er falin, ekki koma að fullu gagni. Engin ])jóð vill auðvitað afsalasér réttinum til sjálfsvarnar, ]>. e. beita vopnum til varnar sér, ef á liana er ráðizt. Aðgerðir samkvæmt svæðis- samningum eru gerðar í þágu alþjóða- réttarvörzlu. Ráðstafanir J)ær, sem heimilaðar eru í 10G. og 107. gr., eru aðeins til bráðabirgða, á meðan Örvgg- isráðið er ekki fyllilega fært um að inna af hendi hlutverk sitt eru aðgerð- ir, sem nauðsynlegt hefur verið að gera gegn óvinaríki úr síðari heimsstyrjöld- inni.... Samkvæmt fimmta lið 2. greinar eru bandalags-ríkin skuldbundin til að veita bandalaginu alla aðstoð í aðgerð- um þess samkvæmt stofnskránni, og er sú skuldbinding endurtekin í 25. gr. stskr. Með þessu ákvæði taka banda- lags-ríkin á sig víðtækar skyldur, svo sem vikið verður að síðar. Ennfremur lofa „hinar sameinuðu þjóðir“ að að- stoða ekki þau ríki, sem bandalag þeirra beitir þvingunar- eða refsiað- gerðum gegn. í sjötta lið segir, að bandalagið skuli tryggja það, að ríki, sem ekki eru félag- ar Sameinuðu þjóðanna, starfi í sam- ræmi við framangreindar gi undvallar- reglur, að svo miklu leyti, sem það er nauðsynlegt til varðveizlu al])jóðafriði og öryggi. Ákvæði þetta er sérstaklega eftirtektarvert vegna þess, að það felur í sér frávik frá þeim þjóðréttarreglum, sem áður hafa vcrið taldar gilda. Það liefur verið talin algild regla í J)jóðar- réttinum, eins og áður er sagt, að cngir milliríkjasamningar, hversu víðtækir sem væru, og hversu margar J)jóðir sem að þeim stæðu, gætu skuldbundið þau ríki, sem ekki væru aðiljar að þeim. íhlutun um málefni annarra ríkja án vilja þeirra hefur verið talin óheimil. Erá ])essari meginreglu hafa Sameinuðu ])jóðirnar talið nauðsyn- legt að víkja, þegar um það er að tefla, að varðveita al{)jóðafrið og öryggi. Til þess að bandalagið nái markmiðum sínum og geti varðveitt friðinn, hefur vcrið talið óhjákvæmilegt, að ríki utan þess beygðu sig einnig undir grund- vallarreglur þess, og að Sameinuðu þjóðirnar sæju um, að þau gerðu það. Mcð þessu ákvæði er því bandalagið skyldað til að tryggja það, að ríki utan þess leysi einnig deilur sínar á friðsam- legan hátt, bciti ekki valdi eða hótun- um og valdbeitingu gagnvart nokkru ríki, hjálpi ekki ríki, sem Öryggisráðið beitir þvingunar- eða refsiaðgcrðum gegn, og jafnvel samkvæmt limmta lið, veiti Sameinuðu þjóðunum sérhverja aðstoð við aðgerðir ]>cirra samkvæmt stofnskránni. Samkvæmt þessu ákvæði er það því tilgangur og skylda Samein- uðu þjóðanna að tryggja, að J)jóðir ut- an samtakanna hagi sér að þessu leyti til, svo sem þau væru í bandalaginu. 28

x

Samvinnan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.