Samvinnan


Samvinnan - 01.05.1948, Qupperneq 30

Samvinnan - 01.05.1948, Qupperneq 30
þetta langa stofufangelsi. Eitt kvöld fór hann út, þrátt fyrir aðvaranir systur sinnar, og kom mjög seint heim. Var hann þá í mjög vondu og æstu skapi, og Sölva skildist á fáum og óljósum ummælum hans, að hann hefði tapað öllum pen- ingum sínum í fjárhættuspili. Sölvi hafði ekki verið lengi þarna á heimilinu, er hann varð þess var, að fjölskyldan átti við f járskort að stríða. Dag einn voru systkinin í sérlega slæmu skapi, og hann lieyrði, að þau voru í áköfurn stælum um einhver peningamál, að honum skildist. Hann greip nú fyrsta tækifæri, sem gafst, til þess að framkvæma þá fyrirætlun sína að afhenda Fede- rigo alla þá peninga, sem hann hafði handbæra, nenta einn silfurpening, því að honum fannst, að hann yrði að borga fyrir sig. Federigo lét sem honum væri óljúft að taka \ ið peningunum, en lét þó brátt til leiðast, og um kvöldið fór hann út í borgina með skildingana, en systir hans sat ein eftir úti á veggsvölum hússins. Þau skildu ekki mál hvors annars, svo að þau gátu lítt talazt við, og lá við borð, að Sölvi væri því feginn að liafa þá ástæðu fyrir fálæti sínu. Unga stúlkan hafði upp á síðkastið sýnt honum nokkru meiri alúð en áður, og jafnvel nokkrum sinnum beint til lians spurningum með hjálp bróður síns. Hugarheimar hennar og áhugamál virtust þó ekki sérlega víðfeðma, því að spurningar liennar beindust allar og ævinlega að einu og sama efni, nefnilega því, hvernig stúlkurnar í heimalandi Iians litu út, og brátt kunni Sölvi utan að allan þann spánska orðaforða, er nauðsynlegur var til þess að seðja forvitni hennar á þessu sviði. Eitt sinn er Sölvi sat og hallaði sér aftur á bak í stól sín- urn þetta kvöld, gekk ungfrúin eins og af tilviljun aftan við hann og lét þá fingur sína renna léttilega gegnum hár hans. Hefði það verið rafmagnað, myndi það hafa risið og gneist- að eins og kattarhár af grernju yfir þessari áleitni. Þegar Federigo kom heim, fleygði hann hatti sínum gremjulega á stól og svolgraði í skyndi úr rommglasinu, er stóð þar á borðinu. Hann var ekki lengur í fallegu káp- unni, sem hann hafði verið í, þegar hann fór að heiman. ,,Eg hef tapað öllurn peningunum þínum, Sölvi!“ hróp- aði hahn gramur á ensku. „Spilaheppnin var ekki með mér í þetta sinni." Svo rak hann upp óhugnanlegan uppgerðar- hlátur og sagði eitthvað á spænsku við systur sína, sem Söl\ i skildi ekki. „Hér er minn síðasti skildingur,“ sagði Sölvi í snatri og fleygði silfurpeningi sínum á borðið. — „Er ekki hægt að hafa eitthvert gagn af honum?“ „Hann er heppinn í ástum,“ sagði Paolína grátandi í barnálegri hjátrú sinni — „hann er trúlofaður." Þegar bróðir hennar, er lék sér með peninginn á vísi- fingri sínum, þýddi þetta hlæjandi fyrir Sölva, svaraði hann snöggur í bragði og leit um leið gremjulega til sennorít- unnar: „Eg er ekki trúlofaður — og verð það aldrei!" „Ógæfusamur í ástum!“ hrópaði hún fagnandi — „og síðasti skildingurinn! — Á morgun græðum við mikið fé, Federigo!“ Henni virtist vera þetta full alvara. Hún greip mando- lín, sló strengina og tók áð stíga nokkur dansspor fram og aftur um gólfið, en á meðan hvíldu augu hennar með ein- kennilegu bliki á Sölva. „Flýttu þér, Federigo! — Strax í kvöld,“ hrópaði hún skyndilega og varpaði mandolíninu á hvílubekkinn, — „á morgun verður óheppnin kannske með í spilinu." Hún greip hatt bróður síns, setti hann á höfuð honutn og stjak- aði honum út úr dyrunum. Hún fylgdi honum sjálf út í garðinn og lokaði garðhliðinu. Síðan sátu þau Sölvi og biðu í herberginu, er lýst var daufu lampaljósi, en úti skein tungl á himni, og angan suðrænnar nætur barst inn til þeirra um opnar dyr. Hún hellti rommi og vatni í glasið hans, vafði vindling lianda honum, en þess á milli hljóp hún út að garðhliðinu, hlæj- andi og æst í skapi. Sölvi var rólegur og dreypti á glasi sínu öðru hverju, en stúlkan settist á reyrstól, vaggaði sér nrjúklega á stólnum og horfði á liann hálfluktum augum. Hann heyrði, að hún andvarpaði lágt og hvíslandi: „Eg er hrædd um, að Federigo verði óheppinn." Söh i var ekki svo heimskur, að hann skildi ekki gjörla, livað hún \’ar að fara. Hann sá einnig vel, að hún var fögur kona, þar sem hún sat þarna og spennti greipar um kné sér og rétti fram fagurvaxinn og spengilegan fót. Fn sjálfur fann hann aðeins til gremju yfir því, að svona auðunnin, brasilísk stelpuskjáta skyldi dirfast að bera sig saman við Flísabet. Hann fleygði skyndilega vindlingnum, spratt á fætur og skundaði niður í garðinn til þess að leyna andúð sinni. Hann hataði allar konur, síðan sú eina, er hann unni, brást honum. Hann skálmaði fram og aftur um garðinn í æstu skapi, unz Federigo kom aftur — með kápu sína á handleggnum og gilda pyngju í handarkrikanum — æstur og hrósandi sigri. „Næri'i þrjú hundruð pjastrar!“ hrópaði Federigo og tók garðinn í þremur eða fjórum skrefum. Systir lians lá á hvílubekknum inni í stofunni og svaf svefni hinna réttlátu. Hún spratt fagnandi á fætur, og Sölvi sá systkinin dreifa silfrinu um borðið með barnslegum ákafa og skipta því í þrjá jafna hluta. En hann fékkst þó sjálfur með engu móti til að taka nema einn silfurpjastur í sinn hlut, og virtist ungfrúin í senn furða sig á slíku liáttalagi og dást að því í hina röndina. Hún skildi ekki hugsunarhátt þann, er þarna lá að baki, en fann þó á sér, að hann stafaði af einhvers kon- ar siðferðilegum yfirburðum. Hún hugsaði sig dálítið um, en rétti svo fram höndina og sagði: „Sennor! Gefið mér peninginn, seirx þér haldið á í lófan- um. Eg skal láta yður fá annan í staðinn.“ Sölvi gerði það, sem hún bað um, en stúlkan tók \ ið pen- ingnum, kyssti hann aftur og aftur og faldi liann að svo búnu við barm sér. „Með þessum peningi spila eg annað kvöld,“ hrópaði hún glöð. Og sennorítan lét vissulega ekki sitja við orðin ein í þessu efni, eir fór í spilavítið um kvöldið, spilaði og kom heim í ljómandi skapi með allmikinn spilagróða. Sölvi gat ekki betur séð en að öll fjölskyldan lifði einvörðungu á fjárhættuspili. Þó hafði Federigo eitthvert saxnband við einn lxinna mörgu pólitískxx leynifélaga þar í landi, og mun hafa lxaft lofoi'ð fyrir liðsforingjastöðu í her þess flokks, ef honum auðnaðist að komast til valda. Áður en sennorítan tók að draga sig eftir Sölva, hafði 30

x

Samvinnan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.