Samvinnan


Samvinnan - 01.05.1948, Blaðsíða 31

Samvinnan - 01.05.1948, Blaðsíða 31
honum líkað allvel fásinnið á þurru landi og hvíldin eftir ijölmennið og sjóslarkið. En nú, þegar sýnt var, að ung- frúin hélt sig heima allan daginn aðeins vegna hans, skreytti sig og snerist stöðugt í kring um hann, tók hann skjótt að þreytast á iðjuleysinu og landlegunni. Og þegar „Júnó“ fór að lokum, lýsti hann því einn daginn yfir í heyranda hljóði og fyrirvaralaust, að liann ætlaði niður að höfninni og mundi falast þar eftir skipsrúmi. Sennoritan fölnaði, en áttaði sig brátt og lét sem ekkert væri. Henni tókst jafnvel að gera að gamni sínu á eðlileg- an hátt. En bróðir hennar fékk Sölva til að fresta öllum trekari aðgerðum í málinu næstu þrjá daga, unz hann hefði verið á fundi, er ýmsir vinir Federigos ætluðu að halda með sér einhverja næstu nóttina á knæpu einni þar í grennd- inni. Um kvöldið fór Eederigo að venju út í borgina til þess að stunda fjárhættuspil sitt, en systir lians settist á þrösk- uldinn, raulaði lágt og angurvært og sló öðru hvoru milda samhljóma undir á gítar sinn. Vissulega var hún fögur og freistandi, þegar hún sat þarna og svart og þykkt hár henn- ar hrundi laust unr brjóst hennar og axlir, en dökku augun livíldu með seiðandi ljóma á sjómanninum unga. Sölva fannst hann hálfvegis vera í herkví, þar sem hann sat inni í stofunni og hlýddi á söng hennar. Hann langaði mest til þess að forða sér framhjá henni út um dyrnar og hverfa út í garðinn. En hún lokaði gangveginum til hálfs, og hann fann það á sér, að hún mundi taka það óstinnt upp, ef hann þrengdi sér fram hjá henni. Hann tók því það ráð, sem skynsamlegast var: að láta sem ekkert væri, en reykti aðeins pípu sína með nokkru meiri ákafa en venju- lega. „Þú ætlar að fara?“ sagði hún að lokum angurvært og næstum því með spyrjandi bænarrómi. „Já, sennoríta!“ sagði liann fastmæltur og ákveðinn, því að hann var orðinn bæði leiður og reiður yfir þessu umsátri. í söntu svifum greip ungfrúin í barm sér og spratt upp úr sæti sínu. Hvass rýtingur þaut leiftursnöggt framhjá eyra honum og stakkst djúpt inn í vegginn rétt við vanga hans. Það söng í titrandi stálinu um stund eftir átakið. Fjaðurmagnaður líkami stúlkunnar sveigðist fram á við í kastinu. Andlit hennar var náfölt og augun skutu eld- ingum .En allt í einu rétti hún úr sér og rak upp skelli- hlátur. „Varzt þú hræddur?“ hrópaði hún. En Sölva var ekkert slíkt í liuga. Hann fann aðeins til kaldrar og æðislausrar gxemju. Fyrst datt honum í hug að þrífa rýtinginn úr veggn- unr, en hvarf óðar frá þeirri hugmynd, því að hann gat ekki liugsað sér að taka upp baráttu við konu. „Sjáðu til!“ hrópaði stúlkan, kippti rýtingnum með snöggu átaki úr veggnum og tók nú hlæjandi að skjóta honum í mark víðs vegar um herbergið. Og alltaf hitti hún nákvæmlega það, er hún skaut til. „Þú varzt hræddur! — Kannastu bara við það!“ sagði hún stríðnislega. Allt í einu hætti hún að leika sér að vopn- inu og settist ör og heit af áreynslunni við hlið hans. Hún studdi olnboganum á borðbrúnina, hvíldi hökuna í opnum lófa sér og starði beint í andlit honum, glettnisleg og tvíræð á svip. — „Þú varzt liræddur, og nú ert þú reiður! — Eru ekki konurnar í þínu landi svona?“ Sölvi leit á hana með ískaldri fyrirlitningu. „Nei, senn- oríta,“ svaraði hann stuttur í spuna. Svo stóð hann rólega og fátlaus á fætur og gekk í hægðum sínum út í garðinn, eins og ekkert liefði í skorizt. Sennorítan varð ein eftir inni í stofunni. Hún greip gítar sinn, sló strengina og tók að syngja á nýjan leik. En nú var það ekki lengur létt danslag, sem hún raulaði, heldur ein- Jiver ógnandi og ástríðumagnaður bragur, sem liún livísl- aði milli samanbitinna tanna. En skap hennar var enn ört og sveiflaðist á einu andartaki frá einum öfgunum til annarra. Síðar um kvöldið kom lrún enn til haris, glettin og ástleitin á svip, og rétti honum, að þarlendum hætti, vindling, sem hún hafði sjálf kveikt í milli vara sér. Þegar Sölvi hafnaði því boði liennar þurrlega, stappaði hún niður fótunum og lirópaði særð og reið: „Sennor!-----“ En hún áttaði sig strax og sagði hlæjandi og, að þvi er virtist, góðlátlega eittlrvað, sem Sölva skildist að þýddi af- sökun og að hún þættist vita, að þetta væri óþekktur siður í föðurlandi hans. Sölva létti stórum, þegar bróðir hennar kom loks heim og sagði honum frá því, að fundur sá, er hann beið eftir, skyldi haldinn næsta kvöld. Fundurinn vár haldinn í skuggalegri knæpu í einu hafn- arhverfanna. Vinur Sölva leiddi hann gegnum nokkur Jréttsetin lierbergi, en fundarmenn sátu í tveimur innstu stofunum, drukku fast görótta drykki og svældu vindlinga sína ákaflega, svo að dimm þoka af tóbaksreyk og áfengis- eim ltvíldi yfir söfnuðinum. Hávært samtal og kliður kvað alls staðar í eyrum. Fundarmenn virtust af hinum ólíkustu stéttum Jrjóðfélagsins, en ílestir Jró úr hernum, að því er liinir snjáðu einkennisbúningar gáfu til kynna. Sölvi kom Jró auga á hóp sjómanna, er sátu sarnan í fremra fundar- lierberginu. Þeir virtust vera Bandaríkjamenn og kinkuðu til lians kolli í kveðjuskyni, er liann gekk framlrjá hópnum, Jn í að þeir sáu, að hann var búinn eins og sjómaður. Nokkrar stúlkur — sumar vel og skrautlega klæddar, en aðrar miður — voru á ferli innan um þennan mislita hóp og virtust engan mannamun gera sér, ef því var að skipta. Sumar þeirra þyrptust með ákefð kringum spilaborðið í innsta salnum. Federigo vísaði vini sínum til sætis við langborð eitt mikið, en Jrar sátu fyrir nokkrir hörundsdökkir, skeggj- aðir náungar með barðastóra hatta, í geitaskinnsbuxum og með spora á fótum. Sölva gazt ekki meira en svo að Jressum borðnautum sínum, því að honum sýndist þeir líkjast kúrekum þeim, er hann hafði séð í Montevideo, eða Jró öllu heldur rétturn og sléttum stigamönnum. „Þetta eru menn úr sjálfboðasveit Mendezar,“ hvíslaði Federigo að honum og kynnti hann síðan höfuðpaurinum, sem vat við borðsendann. Það var samanrekinn veðurbit- inn jötunn með mikið svart yfirskegg og lítil, stingandi augu, er horfðu rannsakandi á Sölva. (Tramhald). 31

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.