Samvinnan - 01.11.1948, Blaðsíða 3
17. alþjóðaþing samvinnumanna 1 Prag
SKÖMMU áður en 17. þing Al-
þjóðasambands samvinnumanna
kom saman í Prag í Tékkóslóvakíu,
dagana 23.-27. september nú í haust,
lét eitt a£ brezku samvinnublöðunum
svo ummælt, að miklar vonir væru við
það tengdar, og þær þá helztar, að því
mætti takast að smíða brú yfir gjána,
sem skilur austur og vestur á sviði al-
þjóðasamskiptanna. Eigi er ósenni-
legt, að allmargir fulltrúar þeirra 26
þjóða, sem þingið sátu, hafi komið til
Prag með þessar óskir í huga og hafi
vænzt þess, að Alþjóðasambandið og
störf þess gætu staðið eins og klettur
úr hafi sundurlyndisins og deilnanna,
sem einkenna alþjóðaráðstefnur og
alþjóðleg samskipti um þessar mund-
ir. Vissulega eiga samvinnumenn að
areta komið fram sem ein heild, með
O
svipaðar lífsskoðanir, hvort sem vagga
þeirra hefur staðið í hinum svo nefndu
„alþýðulýðveldum" Austur - Evrópu,
Brúin milli austurs og
vesturs var aldrei byggð
eða í hinum ráðsettu lýðveldum og
konungdæmum hins vestræna heims.
Og líklegt verður að teljast, að ef allir
þeir 470 fulltrúar, sem sóttu þetta 17.
alþjóðaþing, hefðu komið til Prag í
þeim einlæga ásetningi að vinna sam-
vinnústefnunni gagn, hefði þingið
getað gegnt því hlutverki, að rísa eins
og klettur úr hafi hins stríðsskelfda og
sundurleita heims, orðið tákn friðar-
vilja hins almenna borgara og neyt-
anda, og þá um leið lagt undirstöðu
að brúarsmíðinni í milli austurs og
vesturs.
En þetta átti ekki svo að fara, Þegar
fyrsta fundardaginn varð það ljóst, að
gjáin í milli austurs og vesturs stóð í
gegnum mitt þingið og mitt alþjóða-
sambandið. Það var formaður rúss-
nesku sendinefndarinnar, forstjóri
rússneska samvinnusambandsins, sem
kvað niður vonirnar um brúarsmíðina
og sló fyrstur á þá strengi, sem síðan
áttu eftir að hljóma í Prag ráðstefn-
una út: Hann sagði m. a.: „Heimur-
inn er í dag klofinn í tvær fylkingar.
Annars vegar er hin heimsveldis-
sinnaða, andlýðræðislega fylking, sein
stjórnað er af valdamönnum Banda-
Hkjanna, og hins vegar er hin lýðræð-
islega, andheimsvaldasinnaða fylking,
sem sem Sovétríkin hafa forustu fyrir.
Aðalstefnumál hinnar heimsvalda-
sinnuðu fylkingar er að styrkja heims-
valdastefnuna, að hleypa af stað nýju
heimsvaldastríði, að berjast gegn sósí-
alisma og styðja andlýðræðislegar og
fasistískt sinnaðar ríkisstjórnir og
hreyfingar.. . .“
Þessi austræna hljómkviða var síðan
3